Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 26
Það var sem eldur um mig færi skjótt, og undir niðri var mér ekki rótt. Þú komst til mín — við kúrðum saman ein. Ég kæra gleymi aldrei þeirri nótt. Fyrsti kossinn — ég kyssti rjóða vanga, þennan koss ég vil muna daga langa. Síðan ég margan átti ástafund. Örlátur meyjarfaðmur létti lund. Samt hafa forlögin svo fyrir séð, að fyrsta kossinn man ég alla stund, að fyrsta kossinn man ég alla stund. Svanhildur á Bergsstöðum og fleiri biðja um ljóðið Heimilisfriður veiðimcmnsins. Ljóð þetta hefur gert Ómar Ragnarsson, cr það ný útlegging af ljóðinu Heim- ilisfriður, sem hann hefur áður gert. Heimilisfriður veiðimannsins. Hann: Gaman væri að veiða með þér en vandamálið það er, að þú ert alltof ónýt við streð. Við getum ekki haft þig með. Hún: Aha, heyra þetta. Þér ferst að tala eins og Tarzan til mín, tæplega kvensterkur og feitur eins og svín. Þú sérð ekkert nema silung og lax svífandi í loftinu — ja það er nú bags, að eyða öllum helgum við að hanga úti í á og koma heim með tvo og þrjá. Hann: Þetta er heilbrigt og heillandi sport, (Hún: Það cr nú helzt!) og þekkist hvergi raup eða gort. (Hún: Þú segir ekki!) Þetta er framleiðsla og forretning góð, sem sæmir fiskiþjóð. Hún: Á nú að telja rnanni trú um það hér, að tittirnir, sem þú ert að veiða handa mér borgi alit þitt bruðl og sukk, Brennivín og kvennakrukk. Nei, slíkir atvinnuvegir eru alls ekkert vit, án þess að haft sé eftirlit. Hamv. Nei, — nú varð mér um og ó. (Hún: Hvað meinarðu?) Finnst þér að ég veiði ekki nóg? ( Hún: Sagði ég það?) Þar er ég sammála þér, — það veit guð. (Hún: Mikið var!) En það er anzi mikið puð. (Hún: Ha?) Ég sagði að það væri það. tíæði saman: Að lifa í hjónabandi hávaðalaust og hamast sumarið allt fram á haust, við að veiða — alls ekki neitt. Auðvitað finnst frúnni það leitt, vill enga veiðimennsku, — og þó af því við veiðum ekki nóg. Að lokum er hér lítið Ijóð, sem heitir Hvít jól. Sæ- unn hefur beðið um það í bréfi. Ljóðið er eftir Friðu Sæmundsdóttur, en Haukur IVforthens hefur sungið ljóðið á hljómplötu. Hitt ljóðið, sem Sæunn bað um, hef ég ekki fundið, en upphaf þess er þannig: „Verm sæll, — ég kveð þig kæri vinur.“ Ef til vill geta lesend- ur þáttarins frætt okkur um þetta Ijóð. Hvít jól. Mig dreymir um mín æskujól, ómana fögru „Heims um ból“. Og um bjöllunnar hljóm og barnanna róm, sem biðja um hækkandi sól. Mig dreymir horfna dýrð og ró, dúnmjúkan, hvítan jólasnjó, og um klukknanna ómfagra klið, sem kveikir von um líf og frið. Fleiri Ijóð verða ekki birt í þetta sinn. Stefán Jónsson, Skeiðarvosn 135. BRÉFASKIPTI Sigþóra Oddsdóttir, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17 ára. Elisabet Halldórsdóttir, Kambshóli, Víðidal, V.-Hún., llirna Torfadóttir, Stórhóli, Víðidal, V.-Hún. og Sigrún G. Ragnarsdóttir, Kolugili, Víðidal, V.-Hún., óska allar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—17 ára. Við undirritaðar óskum eftir bréfaskiptum við pilta og stúlk- ur á aldrinum 16—18 ára. — Kristin Þorsteinsdóttir, Eystri-Sól- heimum, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu. Sigriður Elin Steinþórsdóttir, Skagnesi, Mýrdal, V.-Skaftafellssýslu. Þorgerður Baldursdóttir, Skógum, A.-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. Sigrún Gerður Boga- dóttir, Hlíðarbóli, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Hrafnhildur Baldursdóttir, Ytra-Vatni, Lýtingsstaðahr., Skaga- firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10— 11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Helgi Arsœlsson, Reykjarmörk 17 Hveragerði. óskar eftir bréfa- skiptum við stúlku á aldrinum 15—17 ára. 262 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.