Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 27
ÁTTUNDI HLUTI — Vitleysa, allir selir eru eins, sagði Óli háðslega. En það vúldi Hanna ekki viðurkenna, hún hélt því fram, að selir væru ekki h'kari hver öðrum en til dæmis menn. Annar selur rak höfuðið upp úr sjónum skammt frá hinum. — Sko, lítiðþið nú á! Ekld eru þessir líkari hvor öðr- um en afi og Óli, þið þekkið þá í sundur, sagði Hanna áköf. Allir hlógu nema Neró og Hanna, þeim fannst ósköp bjánalegt að hlægja að því þó þau þekktu kobba sinn frá öðrum selum. Kirkjan var lítil torfkirkja með hvítmáluðum litlum gluggum á suður og vesturhlið. Stafnarnir voru klæddir svörtum tjörupappa. Hönnu fannst þessi kirkja ákaflega falleg, svart, hvítt, og fagurgrænt gras á þaki og veggj- um átti svo vel saman að hennar dómi. Það var töluverður spölur frá sjónum heim að kirkj- unni. Fólkið var að tínast heim túnið úr öllum áttum. Sumir höfðu komið sjóleiðis eins og þau frá Fellsenda, cn fleiri þó ríðandi og örfáir frá næstu bæjum gangandi. Prestssetrið hct Holt, og var stórt og fallegt hús þar, hvítkalkað með rauðu þaki og trjágarði umhverfis það. Hanna svalg í sig ilminn frá trjánum. Þegar hún færi að búa í Koti, ætlaði hún að byggja nýtt hús, stórt hvítt hús með rauðu þaki og stórum gluggum fullum af blóm- um, eins og var á prestssetrinu, og svo garð í kring með trjám. Verst hve tré voru lengi að spretta. Svo ættu að vera grasflatir til að liggja á í sólskininu og stígar á milli úr hvítum skeljasandi. Allskonar blóm ættu líka að vera í garðinum. Svona garð hafði hún séð i myndablöð- um frá útlöndum, en hvergi við nokkurn bæ, þar sem hún hafði komið. Kot skyldi verða frægt um allt landið fyrir það hve fínt það yrði. Og þar ætlaði Hanna María að búa og hafa afa og ömmu í horninu hjá sér. — Elanna María hrökk upp úr þessum hugleiðingum, er Sonja hvíslaði að henni: — Guð, hvað þetta er lítil og skrítin kirkja. Okkar kirkja var helmingi, helmingi stærri og fallegri, öll söm- un hvít með grænu þaki, en þessi var öll kolsvört. — Ekki er grasið þó svart, svaraði Hanna. — Þessi kirkja er fullgóð handa okkur, bætti hún við. Þetta hafði hún heyrt afa segja. Nú heyrðist klukknahljómur, svo tær og fagur, að jafnvel Sonja varð með sjálfri sér að játa, að ekld hefði hljómurinn í kirkjuklukkunum í hennar kirkju verið fallegri en þetta. Presturinn var gamall maður með hvítt skegg. — Hann er nærri eins og afi þinn, hvíslaði Sonja. — Uss! heyrðist í ömmu. Að hennar dómi áttu börn að sitja hljóð og alvarleg eftir að þau voru komin í guðs- hús inn, en ekki vera gónandi í allar áttir, og því síður masandi. Hún lét Hönnu fara inn fyrir sig í bekkinn, en Sonju sitja við hlið sér. Þannig ætlaði hún að sjá um, að þær hegðuðu sér skikkanlega. Nú varð brátt ógurlega heitt inni. Hönnu fannst hún vera alveg að springa, og ekki bætti það úr skák, að Neró sem laumast hafði inn á eftir þeim og troðið sér undir bekkinn, lá þarna kyrr svo Hanna þurfti að hafa fæt- uma á sjóðheitum feldinum hans. í hvert sinn sem Neró lét heyra í sér minnsta hljóð, steig hún ofurlítið fastara ofan á hann. Hanna vissi vel að Neró var að deyja úr lúta alveg eins og hún, en hann mátti ekki fara að gapa og mása, það gæti meðhjálparinn heyrt, og þá væri alveg víst að Neró yrði hent út, eða jafnvel þeim báðum. Presturinn hélt þá lengstu ræðu sem Hanna hafði nokkru sinni heyrt. Já, það væri víst of mikið sagt að hún hefði heyrt hvað presturinn sagði, nema þá sem óljósan klið í fjarska. Meðan hann prendikaði var hún önnum kafin að breyta Fellsendakoti úr smákoti með litlum torfbæ og smákofum fyrir útihús í stærstu og beztu jörð landsins. Það var ekki nóg með að öll hús þar væru hallir, heldur flutti hún kirkjuna þangað líka. En þá kom vandamál til sögunnar: Það var presturinn! Hvar átti hann að búa? — Jæja, ég giftist bara unga prestinum sem kemur á eftir þessum, hugsaði Hanna, og þar með var það í lagi. Reyndar hafði hún aldrei ætlað sér að giftast, en það var ekki á allt kosið. Giftist hún presti, gæti hann ráðið ríkjum í kirkjunni, látið messa þegar hann langaði til, gat látið mála kirkjuna og prýða eins og hann vildi, þess á milli gæti hann dundað við að skrifa ræðurnar Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.