Heima er bezt - 01.07.1965, Side 29

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 29
Neró lá og lét Hönnu klóra sér á bringunni, það var eitthvað það notalegasta sem hann vissi. Amma sagði reyndar að það væri óhollt að vera sífellt að klóra og kjassa þennan hund, enginn vissi, hvað hann gæti borið með sér. Enn hafði Hanna samt engin merki séð um það, að Neró greyið væri neitt „óhollur“, hún vissi ekki almennilega við hvað amma átti og vildi ekki spyrja frek- ar út í það; ömmu var illa við allar spurningar, kallaði þær hvimleitt suð og sagðist hafa annað með tímann að gera en sóa honum í vangaveltur yfir einkisverðum hlut- um. Það vildi sem sé oftast verða þannig, að ein spurning bauð annarri heim, og Hanna fékk aldrei svör sem hún tók góð og gild, nema hún fengi að vita af hverju það hefði verið svona, en ekki hinsegin. — Já, en af hverju, amma, hvers vegna? og amma gafst upp við að útskýra, hvers vegna þetta hefði nú verið sisona, en ekki hins- egin. Aftur á móti var afi töluvert þolinmóðari, en Hanna mátti nú líka oft sitja og bíða eftir svarinu, með- an afi annaðhvort tók í nefið í rólegheitum eða snýtti sér, milli þess sem hann púaði og sagði jamm og jamm, eða eitthvað álíka gáfulegt að dómi Hönnu. Loks var afi búinn að hvíla sig nóg. Hann stóð létti- lega á fætur og teygði úr sér. — Jæja, himnagónur, eruð þið ekki farin að gera neitt enn, og nú er að verða kominn mjaltatími, sagði hann með uppgerðar vandlætingu í rómnum. Strákamir sprutm á fætur, og Óli stamaði eitthvað um að afi hefði sjálfur legið, en afi lyfti vísifingri ógn- andi og spurði, hvort yfirklambrarinn hefði ekki átt að hefja verkið. Svo þreif hann tommustokkinn og skoð- aði hann vandlega. — Sko til, sko til, stokkskömmin er næstum því not- liæfur, næstum því metri á lengd. — Hann er metri, sagði Óli. — Heyrðu nú, víkingur, hér standa bara 99 sentí- metrar, sagði afi. — Hundraðasti sentimetrinn er fyrir aftan, sagði Óli og var nú orðinn ískyggilega rauður í framan. — Á, er það svo, er hann geymdur fyrir aftan, því má hann ekki sjást, sagði afi og sneri hinni hlið tommu- stokksins að sér og rýndi í tölustafina. — Nei, heyrðu nú kuggur litli, hér er hvergi talan 100, svei mér þá, hvaða dílans ólán er stokkskömmin. Jæja, nú verðum við þá að miða allt við níutíu og níu, eins og það er féleg tala. Óli ætlaði að þrífa tommustokkinn af afa, honum var farið að renna í skap. En þá rak gamli maðurinn upp heróp mikið og sagðist sjá hundraðasta sentímetrann, — sem hann væri lifandi maður væri hann þarna aftan við, alveg eins og Óli sjálfur meistarinn hefði sagt. Óla rann nú reiðin og hló eins og hin. Afi mældi nú af kappi lengd og breidd og hæð. Ninna stóð með blað og blýant, teiknaði og skrifaði tölur. Loks hætti afi, rétti Óla tommustokkinn með kæru þakklæti fyrir lánið, settist á tóftarvegginn og strauk sér um skallann. Krakkarnir settust í hring kringum hann og biðu þess í ofvæni, að hann tæki til máls. Eins og Hanna vissi upp á sína tíu fingur, byrjaði afi á að draga upp tóbaksdósirnar, fá sér í nefið með við- eigandi epúi og dæsi, og loks kom þetta langþráða ojamm, ojamm: Margt var það sem gera þurfti, að því er afi hélt. Áki og Óli áttu að sjá um að útvega allt það timbur sem í húsið þyrfti, afi sjálfur ætlaði að smíða gluggana og hurðina. Kvenfólkið átti svo að vera þeim til hjálpar og gera möglunarlaust það sem þeim væri sagt. Ninna gaf þeim bara langt nef og sagðist gera það eitt er sér gott þætti. Hanna brann í skinninu efth- að geta farið að gera eitthvað. Hún vissi um hurð, sem rekið hafði á land veturinn áður. Það var fín hurð með látúnshring í stað handfangs. Enginn annar en hún vissi um hana, og svo átti hún ýmislegt í búinu sínu inni í Hveravík, sem að gagni mætti koma. Það geltk ekki alveg eins og í sögu að koma húsinu upp, en svona hér um bil. Það var alveg ótrúlegt hvað strákamir nenntu að leggja á sig. Hanna og Sonja snerust í ótal hringi af ákafanum að vera til gagns. Ninna aftur á móti vildi sjálf ráða sínum verkum, og reyndar að miklu leyti skipulagi kofans að innan líka. Hún teiknaði loks innréttinguna eins og hún vildi hafa hana, og strákarnir urðu nauðugir viljugir að játa, að betra skipulag væri varla hægt að koma á hlut- ina í ekki meira húsrými. Þarna átti fast borð að koma undir öðrum stafnglugg- anum. — Nei, hvaða vitleysa, ekkert fast borð, mótmælti Ninna. — Það er ólíkt þægilegra að hafa laust borð, sem svo er hægt að færa til eftir vild, ég bara teiknaði það þarna fast við þilið. — „Mikið er skraddarans pund,“ dæsti afi: — Þá er bezt ég smíði borðafmánina heima í skemmu. — Og nokkra kolla um leið, bað Ninna. — Nei, það geri ég ekki, sagði afi svo ákveðinn, að Ninna trúði honum. Afi var nefnilega svolítið sniðugur líka. Hann smíð- aði bekki í stað stólanna, nógu langa og breiða að hægt væri að sofa á þeim, þegar nauðsyn krefði. Strákarnir ráku upp heróp, þegar afi kom með bekkina, þeir ætl- uðu svei mér að nota sér þá og stinga af í útilegu strax og kofinn yrði tilbúinn. — Fyrst höldum við nú reisugildi og höfum ball á eftir, sagði afi. Sonja klappaði saman lófunum, og Neró rak upp helj- armikið gleðigelt, hann hafði ákaflega gaman af veizl- um og hljóðfæraleik. Ninna vildi að hvert þeirra fengi að bjóða tveim gest- um með sér, en afi varð þá pukurslegur til augnanna og sagði að það væri ekki svo vitlaust en þau tvö skyldu tala betur saman, undir fjögur augu. Framhald. Heima er bezt 265

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.