Heima er bezt - 01.07.1965, Side 32

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 32
höfði stúlkunnar móðurlega í kjöltu sinni og strauk mjúklega yfir úfið hár hennar og lofaði henni svo að njóta þar hvíldar um stund. Grátur Brynju sefaðist smásaman, og að lítilli stundu liðinni var hún fallin í fastan svefn. Sigurrós sat hreyf- ingarlaus og virti fyrir sér sofandi stúlkuna. Hún var mjög fríð, og svipur hennar heiður og hreinn, þegar líkn svefnsins hafði bundið enda á geðshræringar henn- ar. Nei, þessa stúlku skyldi hun aldrei sakfella né dæma fyrir það sem orðið var, heldur verða málsvari hennar ef með þyrfti. Stúlkan kom til hennar örmagna af kvöl og niðurlægingu til þess að segja henni þann sannleika, sem fáir myndu hafa viljað skýra henni frá í sporum Brynju, og Sigurrós virti hana mikið fyrir áræði henn- ar og hreinskilni. Þessari stúlku skyldi hún reynast eins vel og henni væri unnt. Á þessari stund fann Sigurrós nýja, þróttmikla gleði streyma um sál sína úr uppsprettulindum kærleikans. Hún reis nú hægt og gætilega upp af sófanum, tók mjúk- ann kodda sem iá á bríkinni og lagði höfuð Brynju gæti- lega á hann, síðan náði hún í ullarteppi og breiddi yfir hana. Svo gekk hún hægt framúr stofunni og hallaði hurðinni hljóðlega að stöfum. Kyrrð kvöldsins var óvenjulega djúp. Sigurrós gekk aftur fram í eldhúsið og tók þar til starfa að nýju. En ekki hafði hún dvalið þar lengi, er hún heyrði að komið var inní húsið og vissi þegar, að þar myndi maður henn- ar vera á ferð. Hún beið þess örugg að hann kæmi beina leið inní eldhúsið til hennar, eins og hann var ávalt van- ur að gera, þegar hann kom heim. En að þessu sinni dvaldist Herði í forstofunni, og síðan heyrði hún að hann fór inní stofu. Sigurrós snaraðist þegar fram úr eldhúsinu og gekk svo hljóðlega inn að opnum stofu- dyrunum og staðnæmdist þar. Hörður stóð á miðju stofugólfinu náfölur og starði cins og stirðnaður á sofandi stúlkuna í sófanum. Sigurrós stóð ótti af útliti manns síns. Hún virti hann enn fyrir sér nokkur andartök, en gekk síðan til hans og lagði hönd sína mjúklega á handlegg hans. Hörður sneri sér þegar að henni, og náfölt andlit hans lýsti óumræðilegri þjáningu: — Sigurrós, stundi hann upp. — Já, vinur minn, svaraði hún þýtt og rólega. — Hvers vegna sefur þessi stúlka hér? — Af því að hún var svo þreytt. — En komdu héðan, Hörður, við skulum ekki vekja hana. Hörður gekk eins og í leiðslu framúr stofunni við hlið konu sinnar, og sálarkvöl hans var næstum því óbærileg á þessari stundu. Konan hans góða og saklausa vissi þá efalaust, hve hræðilega hann hefði brotið gagn- vart henni með þessari stúlku, og hverja afstöðu myndi hún svo taka í því máli, hvað hann snerti. Hann hefði enga frambærilega afsökun, líf hans og framtíð hlyti að vera í rústum. Hann væri eins og glataður maður. Hjónin gengu saman inní eldhúsið, og þar lét Hörður fallast á þann stólinn sem næstur honum var. Sigurrós tók sér einnig sæti. Síðan spurði Hörður hljómlausum rómi og skjálfraddaður: — Hvert var erindi Brynju hingað til þín í dag, Sigur- rós? — Hún kom til að segja mér, að hún gengi með barni, sem þú værir faðir að, svaraði Sigurrós með þeirri ró- semi og mildi, að maður hennar varð forviða af undrun: — Svo að hún varð þá fyrri til að segja þér það. — Ég ætlaði að gera það sjálfur. — Sigurrós, ég hefi brugðist þér illa, einu konunni sem ég hefi nokkru sinni unnað hugástum. Ég er þín ekki verðugur framar, mér finnst ég vera glataður maður. Hörður lét fallast fram á eld- hússborðið og grúfði andlitið í höndum sér. Sigurrós reis hægt upp af stólnum og færði sig að hlið Harðar og settist aftur. Hún lagði höndina á herðar manni sínum og sagði þýtt og rólega: — Hörður minn, ég sakfelli þig ekki né dæmi, það stendur ekki í mínu valdi. Ég hét þér eitt sinn ævilangri tryggð, og það heit stendur enn óbreytt frá minni hálfu, þrátt fyrir þessa hrösun þína. Hörður lyfti höfði og leit á konu sína: — Sigurrós, ætlar þú þá virkilega að fyrirgefa mér og halda áfram að vera mér söm og áður, — má ég trúa því? — Já, vinur minn, því máttu trúa. — Ég hefi alltaf vitað, að ég ætti góða konu, en að þú reyndist mér svona vel í þessu máli, þorði ég aldrei að vona. Ég elskaði þig svo heitt, að mér fannst ég ekki geta sagt þér frá þessari hræðilegu hrösun minni fyrr en í síðustu lög, — ég bjóst jafnvel við því, að þá yrði öllu lokið okkar á milli, þegar þú fengir að vita þetta, og lífshamingja mín þarmeð glötuð. Ég hefi liðið ósegjan- lega þungar sálarkvalir að undanförnu, þótt ég hafi reynt að leyna því eftir megni. En hér eftir mun ég aldrei verða þér ótrúr, Sigurrós, og allsgáður hefði ég aldrei snert konu á þennan hátt. — Lofaðu mér nú að létta örlítið af samvizku minni og segja þér allan sannleikann. — Má ég það? — Já, fyrst þú óskar þess og finnst að það skipti máli fyrir þig. — Já, Sigurrós, fyrir mig skiptir það mjög miklu máli. — Jæja, vinur minn, léttu þá af hjarta þínu, ég skal hlusta á þig. — Þú manst eftir því, Sigurrós, þegar árshátíðin var haldin hjá fyrirtækinu, þar sem ég starfa. — Já, ég man vel eftir því. — Ég fór einn þangað, þú kaust að vera heima hjá drengnum okkar heldur en að fylgjast með mér það kvöld. Þarna var allt starfslið fyrirtækisins saman komið, og þarmeð Brynja líka. Hún starfaði þá á skrifstofu þeirri, sem ég veiti forstöðu. Við höfðum ekkert kynnst persónulega til þessa, og ég mjög litla athygli veitt stúlk- unni. í hófi þessu var neytt allmikils áfengis, og ég tók því miður þátt í því, m. a. ásamt Brynju og öllum hinum. Þegar dansinn hófst, vantaði mig félaga til að geta tekið þátt í honum, og af tilviljun varð Brynja fyrir valinu. 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.