Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 8
S. B. OLSON:
LANDNAMSÞÆTTIR
FRIÐRIK A. FRIÐ RIKSSON ÞÝDDI
(Framhald)
Þetta kom sér mjög illa fyrir okkur. Við vorum
staddir í meira en 200 mílna fjarlægð frá heimilum
okkar, og áttum eftir að fara hálfa þá leið, áður en við
næðum til nokkurrar nýbyggðar hvítra manna. Það
skásta, sem við gátum gert okkur von um, var Indíána-
bjannak (hafrabrauð) og elghjartarkjöt, — kannske eng-
inn sérstakur neyðarkostur, en þó fæða, sem var alls
ólík þeirri, sem við höfðum haft með okkur. Helgi
samdi við Anderson um matvæli, sem endast mundu
1—2 daga. Hófst svo heimferðin.
Þegar út á ísauðnina kom, fengum við á móti okkur
hvassan norðaustanvind, sem hvirflaði snjónum svo
hátt í loft upp, að byrgði fyrir sól. Helgi gekk á undan
og rakti slóðir, en missti fijótlega af þeim. Meðan við
vorum að skyggnast um eftir þeim allt í kring, rann
snjórinn í skafl milli meiðanna allt upp í sleðakassann,
svo samanbarinn, að hrossin urðu að taka á öllu sínu
til að geta hreyft sleðann úr stað. Þetta tilvik endurtók
sig tvisvar um daginn og olli talsverðum töfum. Hélt
stormurinn áfram að berja á mönnum og skepnum af
svo mikilli grimmd, að okkur hélt við köfnun. Seint
um daginn náðum við Clark-nesi, og vorum þá sloppnir
út úr þessum blindbyl á Winnipegvatni. Mikill var sá
léttir, að komast í Indíánakofann, og þar vorum við
um nóttina. Þaðan var tiltölulega stutt til Stagg-heim-
ilisins.
Á heimleiðinni bar yfirleitt fátt til tíðinda. Framan
af voru ækin létt, en í hverjum viðkomustað bættust
við nýjar áhleðslur af fiski, unz báðir voru sleðamir
fullhlaðnir og 2 tonn á hvorum. Helgi varð eftir heima
hjá sér, þegar við fórum frá Narrows, — hafði þar
viðskiptum að sinna og kvaðst koma á eftir okkur á
eigin sleða.
Áður en ég lagði upp í þessa löngu flutningaferð,
hafði ég fengið lánaða Winchester-tvíhleypu (44—40)
hjá kunningja mínum, ef ske kynni að ég rækist á
veiðidýr. Hafði ég hana stöðugt til taks, en aldrei sást
hjörtur né nokkur önnur skepna. Síðasta daginn, rétt
áður en við náðum til Westbourne, stönzuðum við til
að taka okkur hádegisbita, 7 mílur norðan við bæinn.
Þar skildi ég byssuna eftir, og hugðist taka hana með
mér til baka á heimleiðinni.
Rétt í því að við ókum inn í skóginn mílufjórðung
frá bænum, rak Marsi upp óp mikið, — hann var á
undan — og síðan skellihlátur. Þarna í skógarröndinni
stóðu tveir stökkhirtir. Þeir störðu á okkur andartak,
hófu sig síðan með miklum þokka upp yfir 8 feta skafl
og hurfu með svifstökkum inn í skóginn. Við Marsi
urðum sem steingerðir af gremju yfir þessari óheppni,
—að við skyldum skilja eftir byssuna og hafa þannig
af okkur tækifærið til ná skoti á svo ágæt veiðidýr.
Þegar tekið var á móti mér heima í Marshland, var
ég mjög þakklátur fyrir það, að heimili mitt og fjöl-
skylda hafði varðveitzt frá öllum voða og engin sér-
stök óþægindi borið að höndum, meðan ég var að
heiman.
Manntalið 1901.
Ég ætti kannske að líta hér snöggvast til baka og geta
þess, er ég tók manntal á vegum Kanadastjórnar árið
1901. Lét ég mér það mjög vel líka, að vera útnefndur
sem einn af teljurunum, því kaupið var 3 dollarar á
dag, og þessutan 1 y2 dollari fyrir hest minn og vagn.
Fyrst var þriggja daga seta í Gladstone og hafði yfir-
maður talningarinnar, Joseph Metcalfe frá Vatnslönd-
um, þar tilsagnarstundir með öllum teljurum héraðsins.
Að þeim loknum þóttist ég öruggur um, að geta unnið
verk þetta sómasamlega. Mitt manntalssvæði var 15.,
16. og 17. „township“ í 8., 9. og 10. röð vestan aðal-
baugs*. Þetta var stórt svæði, og landnemarnir þar
dreifðir hingað og þangað, svo að ég þurfti að vera
heilmikið á ferðinni. Ég réði til mín trúverðugan pilt,
Hall Hannesson, til að gæta bús og barna, og ók úr
garði einn sólheiðan dag (2. apríl), — talsvert upp með
mér af þessari „mikilsvarðandi“ trúnaðarstöðu. Eg var
þá aðeins 23 ára, og voru þetta fyrstu kynni mín af
slíkum störfum. Ég var gagnkunnugur þessum ný-
byggðum, sem ég átti að fara um. Fyrstu ferðirnar
fór ég um mitt eigið byggðarlag, Marshland, og þar
* „Township“-in (hvert 36 fermílur, sjá áður) eru númeruð i
röðum (range) yfir suður og norður, raðimar númeraðar vestur
og austur, númerin miðuð við vissa aðalbauga (aðallinur, langs
og þvers, — líkt og á skáktafli). Manntalssvæði Steina hafa hom-
að við hvert annað. — Þýð.
280 Heima er bezt