Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 15
stýra var hún áfram til ársloka 1923. Var þá Helgi kvæntur og tók kona hans, Andrea Jónsdóttir, þá við bústjóm. Helga var trúkona mikil og hélt uppi húslestrum, minnsta kosti yfir föstutímann, meðan hún hafði heim- ilisforstöðu á hendi. Las hún jafnan sjálf. Hún var frá- bær lesari, rómurinn mikill og skær og flutningurinn með ágætum. Þykist ég ekki hafa heyrt nokkurn lesa betur Passíusálma. Kvæðakona var hún einnig ágæt, en aldrei heyrði ég hana kveða. Guðstraust Helgu og óbifanleg trú á guðlega forsjón mun hafa verið hennar meginstyrkur, jafnan þegar á móti blés og að þrengdi. Vil ég setja hér eina litla frá- sögn frá vinnukonuárum hennar, sem lítið dæmi upp á þetta: Eitt árið sem Helga var á Sigurðarstöðum, grípur hana mikil löngun til að heimsækja móður sína, sem þá var einsetukona í Hrauntanga. Þetta var síðla sumars og heyskap um það bil að ljúka. Fær hún til þess orlof og er ferð hennar ráðin. Leggur hún af stað gangandi þvert innyfir heiðar þær, sem liggja milli Sigurðarstaða og Hrauntanga, en það eru Sléttuheiði og mestur hluti Núpasveitarheiðar, mun vegalengd sú vera um 40 km. Er það alger vegleysa, en torfærulaus. Þegar kemur inn á Núpasveitarheiðina skellir yfir þreifandi þoku, er þar hraun og eigi auðratað. Þykir nú Helgu tvísýna á að hún muni finna Hrauntanga. Sezt hún niður á einn hraunklettinn og biður guð að vísa sér veg, að hún megi finna bæinn. Er hún hefur setið um stund, léttir þok- unni svo, að hún getur áttað sig og nær Hrauntanga um kvöldið. Dvaldist hún hjá móður sinni um vikutíma og hjálpaði henni við heyhirðingu, sem henni mun hafa komið vel. Helga var ágætlega hagmælt og svo var einnig Kristín móðir hennar. Set ég hér til gamans eina vísu Helgu. Eitt sinn er Helga var á Sigurðarstöðum, var hún á engjum með bóndanum og átti að raka á eftir honum. Þetta var á mánudag og hafði bóndi riðið út daginn áð- ur að hitta kunningjana og þá fengið sér helzt til mik- ið í staupinu. Sögðu nú eftirköstin til sín, stóð hann Iöngum um daginn, studdist fram á orfið og hafðist ekki að. Gengur þá Helga eitt sinn til hans og les yfir honum vísu þessa: Þinn er fjandi þungur haus þundur handarjaka, ég má standa iðjulaus, ekki grand að raka. Dagbók hélt Helga um mörg ár. Móðir mín, sem oft var nætursakir í Leirhöfn og svaf þá gjarna í sama her- bergi og Helga, sagði mér að hún hefði tekið bókina og pennann þegar hún var háttuð á kvöldin og skráð viðburði dagsins og það annað sem henni þótti tíðind- um sæta. Hefur hún þó vafalaust verið orðin þreytt að loknu sínu umfangsmikla dagsverki og hefði víst flest- um fundizt lítill tími til skrifta. Sýnir þetta áhuga henn- ar og skilning á því að færa í letur viðburði líðandi stundar, svo verða mætti til fróðleiks er tímar liðu. Var hún í þessu sem mörgu öðru óvenjuleg, því mjög var þá fátítt að menn héldu dagbækur. Helga var mjög bráðger, og kom snemma í ljós hjá henni óvenjuleg greind. Fimm ára gömul lás hún Jóns- bókarlestur og sjö ára gömul hafði hún lært fingrarím, er það þó allflókið og voru þeir jafnan fáir er það kunnu. Þegar hún var á Brekku, var þar heimiliskenn- ari, Benedikt Björnsson frá Víkingavatni, og fékk hún hjá honum tilsögn í dönsku. Varð hún svo fær í henni að hún íslenzkaði danskar bækur jafnharðan sem hún las, og fipaðist ekki. Þá var hún mjög vel að sér í ís- lenzkum fræðum, einkum ættfræði og fornbókmennt- um, kunni t. d. alla kaflana í Heimskringlu utanað. Þá mun hún og hafa kunnað góð skil á rímum og öðrum kveðskap, enda sjálf ágætlega hagmælt, svo sem áður er getið. Um atburði síðari tíma var hún og mjög fróð, bæði þá sem gerzt höfðu í hennar minni og þá sem hún hafði heyrt frásögur af, eftirtekt hennar hafði verið vel vakandi og minnið var trútt. Hún var ræðin er hún liafði tíma til og kom þá jafnan í ljós greind hennar og fróðleikur. Frásögn hennar var ljós og þannig að efn- ið naut sín vel, kunni hún jafnt að segja frá kímilegum atburðum sem sorglegum. I viðræðum við unglinga dró hún fram, oft að gefnu tilefni, ýmsar dæmisögur og lærdóm, sem þeim mátti vera gott að heyra. Helga mun hafa verið í meðallagi há, en svaraði sér vel. Bjart var yfir svipnum og lýsti hann gáfum og göf- ugum huga. Ekki minnist ég að hafa séð fegurri augu en hennar, þau ljómuðu eins og af innri birtu. Aldrei vissi ég til að hún tapaði stillingu sinni eða brygði skapi. Ollum, sem kynntust henni hlýtur að verða hún ógleym- anleg fyrir göfugmennsku, greind, fróðleik og óvenju heilsteypta skapgerð. Eftir því sem ég veit bezt, mun Helga lengstum hafa verið heilsuhraust. En árið 1930 fær hún slag og varð máttlaus annar handleecmrinn. Lá hún rúmföst um vet- OO urinn, en komst á fætur aftur með vorinu. En um sum- arið fær hún slag í annað sinn, og var þá skammt til ferðaloka. Hún andaðist 28. ágúst, eftir þriggja vikna legu. Blessuð sé minning hennar! Synir Helgu og Kristjáns voru þessir: 1. Jóhann, fæddur 26. maí 1884. Lagði stund á ætt- fræði. Kvæntur Petru Sigríði Jónsdóttur. Eignuðust tvö börn, dreng og stúlku er hétu Egill og Helga. Dó 12. nóv. 1918 úr spönsku veikinni. 2. Kristinn, fæddur 17. ágúst 1885, bóndi á hluta úr Leirhöfn, járnsmiður og uppfinningamaður. Keypti ný- býli Sæmundar bróður síns, er hann fluttist burt og gaf Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.