Heima er bezt - 01.08.1965, Side 12
Þegar Helsa er um fermingaraldur missir hún föður
sinn. Varð þá að ráði með þeim mæðgum, að Helga
réðist að heiman í vinnumennsku, en móðir hennar varð
ein eftir í Hrauntanga. Var HeHa í vinnumennsku næstu
8—10 árin, lengst að Sigurðarstöðum á Sléttu, en einnig
í Lund-húsinu á Raufarhöfn í tvö ár og síðast á Brekku
í Núpasveit, en þangað fer hún vorið 1878. Öll þessi ár
Helga Sœmundsdóttir.
bjó Kristín móðir hennar einsömul í Hrauntanga, en
síðla vetrar 1879, fyrsta árið sem Helga er á Brekku,
veikist hún, og er flutt ofan í Brekku með alla sína bú-
slóð. Hresstist þó aftur, og um vorið, eða næsta vor, fá
þær mæðgur leigðan part úr Valþjófsstöðum, sem Ingi-
mundur á Brekku átti, og flytjast þangað. Á Valþjófs-
stöðum eru þær mæðgur svo næstu 3—4 árin. Þröngur
mun þá hagur þeirra hafa verið. Þetta eru harðinda ár,
frostaveturinn mikli 1880—81 og ísa- og mislingasumar-
ið 1882. Húsakynni voru lítil og léleg og má nærri geta
að ekki hafi alltaf verið hlýtt innanveggja í óupphituð-
um húsum, en aðeins tvær manneskjur. Kú höfðu þær
enga, en eitthvað af kindum og nokkrar geitur. Hey-
skap höfðu þær lítinn heimafyrir, því jörðin var nær
engjalaus og Ingimundur á Brekku nytjaði túnpartinn.
Þurftu þær að sækja sumt af heyskapnum um langan
veg. Gefur auga leið, að lífsbaráttan hafi verið þeim
mæðgunum hörð. En þrátt fyrir allt munu þær þó hafa
verið fremur veitandi en þurfandi, til þess bendir frá-
sögn sú, sem hér fer á eftir.
Á þessum árum bjó á 1/3 úr Arnarstöðum Guðmund-
ur Einarsson. Var hann jafnan fátækur, og oft þröngt í
búi er líða tók að vori, eins og hjá fleirum í þá daga.
Eitt árið sem þær mæðgur eru á Valþjófsstöðum koma
þær fram í Arnarstaði á páskum til Guðmundar. Komu
þær færandi hendi, höfðu meðferðis ofurlítið af kjöti
og rúgbrauð, hlóðabakað, sem þær færðu fjölskyldunni.
Ása, dóttir Guðmundar, sem enn lifir í hárri elli, hefur
sagt frá þessu, og að sér sé í barnsminni, hversu kær-
komin gjöf þetta var og þeim mikils virði, því lítið var
að verða til matar.
Guðmundur þessi var síðar eitt þeirra gamalmenna,
sem leituðu ásjár Helgu og dó hjá henni í hárri elli.
Sumarið 1883 verður breyting á högum þeirra
mæðgna.
í Leirhöfn bjó um þessar mundir Kristján Þorgríms-
son. Var hann orðinn ekkjumaður fyrir fjórum árum,
en hafði síðan búið með dætrum sínum. En þetta vor
giftist sú síðasta þeirra, og fer að heiman. Leitar Kristj-
án nú til Helgu, og lýkur þeirri málaleitan svo, að þau
ganga í hjónaband. Giftast þau 10. júlí um sumarið, og
flytjast þær mæðgur þá að Leirhöfn. En Kristín átti þá
skammt ólifað og dó um haustið.
Eftir tæplega 13 ára sambúð missir Helga mann sinn,
14. maí 1896. Höfðu þau þá eignazt 6 syni, var sá elzti
tæplega 12 ára, en sá yngsti tæplega lVz árs gamall, er
faðir þeirra lézt.
Nokkuð mun Helgu hafa orðið þungt fyrir fæti hin
fyrstu ár, eftir að hún missti mann sinn, með sonahóp-
inn allan í ómegð. Kom þá og líka til fleira en eitt, sem
varð til þess að þyngja gönguna. Hún þurfti að greiða
föðurarf til barna manns síns af fyrra hjónabandi og fór
til þess um 1/4 búsins. Þá varð hún og fyrir stórfelldu
fjártjóni, missti 30 ær í sjóinn, og óvenjulegur dýrbít-
ur lagðist á féð. En hún stóð þetta allt af sér. Ög er
bræðurnir uxu upp, tók hagur hennar skjótt að blómg-
ast. Kom það brátt í ljós, að þeir voru manndómsmenn
hinir mestu, fjölhæfir til starfa og atorkumiklir. Leir-
höfn er sauðjörð góð og einnig var þar selveiði. Stund-
uðu þeir bræður hvort tveggja, sauðfjárbúskapinn og
selveiðina af hinum mesta dugnaði. Reis á fáum árum
upp í Leirhöfn eitthvert stærsta bú héraðsins. Varð
heimilið mannmargt, því að mörgu var starfað. Þá
komst brátt sá háttur á, að þangað leituðu gamalmenni,
sem fárra kosta áttu sér völ. Öll þau gamalmenni sem
þangað leituðu, settust þar að til fulls og dóu þar. Var
aldrei rætt urn meðgjöf með því fólki, en hjúkrað svo
sem vandafólk væri. Eina fósturdóttur tók Helga og ól
284 Heima er bezt