Heima er bezt - 01.08.1965, Side 13
upp, og fleiri unglingar dvöldu þar um lengri eða
skemmri tíma.
Þegar Helga missti mann sinn mun bústærðin hafa
verið sem næst þessi: 70 ær, álíka margir sauðir og 50
gemlingar. A næstu árum fækkaði fénu af ástæðum, sem
áður eru raktar og mun það hafa komizt niður í 120—
130 kindur alls, þegar fæst var. En árið 1910 er fjártal-
an orðin um 550, sem hún og synir hennar áttu.
Arið 1911 byggir Helga stórt íbúðarhús úr steini, án
þess að stofna til skulda. Var það hið fyrsta þeirrar teg-
undar hér um slóðir.
Leirhöfn er í þjóðbraut og var gestagangur þar afar
mikill. Langar bæjarleiðir eru til beggja handa og var
Leirhöfn sjálfsagður áningastaður á öllum árstímum og
gistingarstaður, einkum að vetrinum, er menn voru í
aðdráttarferðum margs konar með hesta og sleða. Þurfti
jiá elcki einungis að veita ferðamönnunum sjálfum beina,
heldur og hestum þeirra, því varla nokkur mun hafa
haft með sér hey. Stóð og aldrei á að sá beini væri í té
látinn. \7ar þó Leirhöfn að mestu heyskaparlaus jörð,
nema túnið, og það ekki stórt. En sú blessun var í búi,
að aldrei held ég að jrár hafi orðið heylaust.
Maður sem gagnkunnugur var Leirhafnarheimilinu
hefur sagt svo frá:
Ef svo bar við, er vel mátti henda, er gesti bar óvænt
að til máltíða, að skammtur sá, sem soðinn hafði verið
til matar fyrir heimilisfólkið, reyndist full lítill, hafði
Helga látið það koma niður á sonum sínum, en við gesti
og vinnufólk var ekkert sparað. Einkum átti þó þetta
sér stað, ef um kjöt eða einhvern betri mat var að ræða.
Má nærri geta, að varla muni hún þá hafa tekið til sjálfr-
ar sín stærsta bitann.
Þess er áður getið, að selveiði var í Leirhöfn, veidd-
ust þar á tímabili 70—80 kópar á vori. Nutu margir góðs
af því, ekki einungis innansveitarmenn, heldur einnig
menn úr öðrum sveitum. Var því um veiðitímann mikil
gestnauð af Jreim sökum. Ár frá ári fór Jiað saman þetta
þrennt: Kópaveiðin, fráfærur og ullarþvottur. Var þá
allerilsamt fyrir húsfreyjuna í Leiröfn, er hún þurfti öllu
að sinna, voru þær ófáar ferðirnar, sem hún mátti fara
frá ullarpottinum suma daga til að sinna gestum sínum.
En öllu kom hún jró áfram með elju og þrautseigju og
kom jafnan broshýr og glöð fram fyrir gesti sína. Ekki
mun hafa verið gengið ríkt eftir greiðslu fyrir kópinn,
munu menn hafa verið látnir sjálfráðir í því efni, enda
munu og heimturnar hafa orðið í samræmi við það.
Auk hinnar framúrskarandi stórbrotnu og umfangs-
miklu gestrisni, sem nokkuð er vikið að hér að framan,
voru þeir fjölmargir, sem þágu af Helgu margháttaðar
gjafir. Var það eins meðan hagur hennar var þröngur,
og hún átti sjálf við erfiðleika að ctja. En ekkert var
henni um það gefið að slíkt væri á margra vitorði eða í
hámælum haft. Vil ég tilfæra hér eina litla frásÖQn til
marks um það:
Vorið 1906 leitaði til hennar maður, að nafni Hall-
grímur Gunnlaugsson, var hann nýorðinn ekkjumaður
og fór frá jörðinni um vorið með skepnurnar. Átti hann
fárra kosta völ og tók Helga allt, mann og skepnur.
\'oru þær orðnar allaðþrengdar, því vorið var hart, en
maðurinn kominn í heyþrot. Um vorið voru svo ær
Hallgríms rúnar með öðru fé, en h'til var af þeim ullin,
og var hún þvegin með annarri ull í Leirhöfn. Var svo
ullin breidd til þerris eins og venja var, og ull hvers eig-
Egill Jóhannsson og Helga Jóhannsdóttir, sonarbörn Helgu.
anda út af fyrir sig. Eitt sinn þegar Helga var að líta
eftir ullinni, varð Helgi sonur hennar sjónarvottur að
því, að hún var að taka ull frá sér, og bera yfir í flekk
Hallgríms, mun hafa þótt flekkur hans fremur rýr.
\ussi hún ekki af Helea oq hélt að enQÍnn sæi til.
Eg set hér til gamans tvær smáminningar, sem lvsa
Helgu nokkuð:
Hin fyrri er frá vetrinum 1914. Eg var þá 15 ára og
hafði dvalið að heiman rúmlega mánaðartíma oq var nú
á heimleið og gisti í Leirhöfn. Elarðindi höfðu gengið
og var allt á kafi í snjó. Til Leirhafnar hafði ég haft
samfylgd, en nú lá fyrir að ég yrði einn síðasta áfang-
Heima er bezt 285