Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 25
Úr Hólmatungum. 3. KELDUHVERFI, AXARFJÖRÐUR OG NÚPASVEIT. Við yfirgefum nú fjallabyggðirnar: Hólsfjöll, Jökul- dalsheiði og Jökuldal, enda hef ég áður í þessu riti skrifað urn Hólsfjöll og Jökuldal. — Við snúum þá huganum aftur að Axarfirðinum, þar sem þessi þáttur hófst. Axarfjörðurinn liggur, svo sem kunnugt er, á milli Melrakkasléttu að austan og Tjörness að vestan. — Sveitirnar við fjörðinn eru: Kelduhverfi, Axarfjörður og Núpasveit. Þessar sveitir tel ég með fegurstu byggðarlögum landsins. — Þær eru frjósamar, þurrlendar og fagrar. í Kelduhverfinu er Ásbyrgi — „prýðin vors prúða lands.” Þeim tignarstað er vart hægt að lýsa, svo að lýsingin gefi nokkra mynd af fegurð og tíguleik staðar- ins. Skammt ofan við byggðina í Axarfirði, rétt hjá þjóðleiðinni um Hólssand, er Dettifoss, einn tignar- legasti foss íslands, sem skáldin hafa lofsungið í kvæðum sínum. — Og þá má ekki gleyma Hólmatungitm, sem eru vestan Jökulsár, eins og Asbyrgi, miðja vegu frá byggð á móts við Dettifoss. Hólmatungum er erfitt að lýsa eins og Ásbyrgi, þannig að lýsingin gefi nema fábreytta mynd af fegurð og gróðurríki staðarins. Nýlega las ég í blaði ágæta lýsingu af Hólmatungum, sem ég leyfi mér að endursegja hér. — En þar stendur meðal annars þetta: „Hólmatungur eru meðfrant Jökulsá á fjöllum um miðja vegu frá byggð að Dettifossi. Þetta er furðulegur staður og mun flestum svo fara, að þeir vita ekki á hverju byrja skal, ef reynt er að lýsa þessu töfralandi. Þarna eru undarlegir ljúflingsheimar, með streymandi berglindum milli blágresisbakka, með hrynjandi fossum, skógarrunnum og blómaangan. — Þarna eru huldu- heimar með löngum, þráðbeinunt stuðlabergshömrum, margra mannhæða háum. — Og þarna eru hinir trylltu og einkennilegu Vígabergsfossar. í gljúfrum Jökulsár eru stallar, syllur og snasir, og sumstaðar hafa birki- hríslur tyllt sér þar á tá. Allt umhverfið er vafið grasi og blómum. Skjól er þarna fyrir öllum áttum í skógi- vöxnum hh'ðum. Þarna er margt fugla, og ómar söngur þeirra unaðslega á hlýjum sumarmorgnum.” Þetta þrent: Ásbyrgi, Dettifoss og Hólmatungur, eykur hróður þessa héraðs, umfram flestar aðrar byggð- ir landsins. Nokkuð hefur uppblástur sótt á þessar fögru sveitir, en nú hefur verið hafist handa með að stöðva uppblásturinn og hafinn er sandgræðsla á Hólssandi, eins og áður er sagt.------ ------F'n Axarfjörður, — sveitin austanmegin Jökuls- ár, — er fögur sveit og gróðursæl. Þar skiptist á vall- iendissléttur, skóglendi og víðigrónar sléttur. Fegurst þykir mér hjá prestssetrinu Skinnastað og hjá heimavistar-barnaskólanum að Lundi. Þar er gamalt skólahús, sambyggt félagsheimili, en nú er verið að reisa þar glæsiiegt nýtt skólahús í skógivaxinni hæðarbrekku austan við þjóðveginn. Á mótum Axafjarðar og Núpasveitar er Öxarnúpur. Framan í Núpinum er örnefnið Grettisbæli. Um þetta örnefni segir svo í Árbók Ferðafélags íslands 1965, en Stuðlabergssúlur i Hólmatungum. Heima er bezt 297

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.