Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 33
þar lengi, er hún heyrir að útidyr hússins eru opnað- ar, og einhver kemur inn. Henni bregður kynlega við. Hver skyldi þar vera á ferð og ganga svona hiklaust inn í húsið án þess að hringja dyrabjöllunni eða til- kynna komu sína á annan hátt. Magnús og Erla eru ekki vön að koma heim úr vinnu sinni á þessum tíma dags. Og aðrir en þau hafa ekki gengið svona kunnug- lega urn húsið, síðan Nanna kom hingað. Hún hættir þegar við starf sitt og hraðar sér fram að stiganum til að athuga þegar, hver sé hér á ferð. Það er ekki um að villast, gesturinn er að ganga inn í innri forstofuna. Nanna stígur í skyndi niður í efstu stigatröppuna og ætlar að taka þá næstu með sama hraða, en skeikar í spori og nær ekki fótfestu, missir þegar jafnvægi og steypist áfram. Það sem nú gerist er svo leiftursnöggt, að Nanna áttar sig naumast á því, hún fellur niður stigann og rekur ósjálfrátt upp skelfingaróp. En í sama andartaki er hún gripin tveim sterkum örmum og stað- næmist mjúklega í faðmi karlmanns, sem hún aldrei áð- ur hefir augum litið. Á meðan hún er að átta sig til fulls á því sem gerzt hefir, verður henni ljóst að sá sem greip hana í fallinu, er ungur maður einkennisklæddur, gervilegur og fríð- ur sýnum. Hún hvílir nokkur andartök í örmum hans, máttvana og reikul, og mætir nú augum hans dökk- brúnum og brosandi, sem horfa á hana róleg og athug- andi. Um hana fer hlýr og þægilegur straumur, og hjarta hennar sem rétt áðan titraði í skelfingar ótta, slær nú létt og óttalaust í barmi hennar. Þessi ungi maður hefir forðað henni frá falli, sem hefði getað valdið henni alvarlegu slysi, og nú hefir hún áttað sig að fullu. Hún losar sig úr faðmi unga mannsins í skyndi og stendur nú frammi fyrir honum eins og hálffeiminn krakki. — Þakka þér fyrir hjálpina, segir hún örlítið óstyrkri röddu og réttir honum höndina í þakklætisskyni. Hann tekur þétt um hönd hennar, og djúp og þróttmikil rödd hans hljómar nú í fyrsta sinni í eyrum hennar: — Ekkert að þakka, ég vona að þú hafir ekki meitt þig neitt. Mér þykir vænt um, að ég skyldi geta gripið í þig í tíma á fluginu niður stigann, segir hann þýtt og glaðlega. Honum finnst það líkast ævintýri, að fund- um þeirra, hans og þessarar ljómandi fallegu ungu stúlku, skyldi bera saman á þennan hátt í fyrsta sinni á æskuheimili hans sjálfs, og að hún skyldi koma fljúg- andi að ofan allt í einu í sama andartaki sem hann kom inn að stiganum, og lenda svona fallega hjá honum. Um hjarta hans fer djúp unaðarkennd við að hugsa um þetta. En nú er víst kominn tími til að kynna sig fyrir stúlkunni og vita jafnframt einhver deili á henni. En hann ætlar nú að gera þetta á lítið eitt óvenjulegan hátt að þessu sinni og segir því brosandi: — Hefir þú nokkra hugmynd um, hver ég muni vera, sem kem svona óvænt inn á þetta heimili? Nanna lítur á einkennishúfuna á höfði unga manns- ins, áður en hún svarar, en húfan gefur henni til kynna, að hann sé flugstjóri, og hún spyr því hildaust: — Ert þú Snorri flugstjóri, sonur Magnúsar hæsta- réttarlögmanns? — Já, alveg rétt til getið. En hver ert þú, með leyfi að spyrja? — Ég heiti Nanna Harðardóttir. — Og vinnur hér hjá pabba? — Já, ég annast um heimilisstörfin í veikindaforföll- um frúarinnar. — Og hvernig líkar þér það? — Ágætlega. Hann þrýstir hönd hennar þéttar og brosir björtu, fallegu brosi: — Svo þú ert þá húsmóðirin hérna heima núna, segir hann lágum, þýðum rómi, og augu hans hvíla á Nönnu, djúp og dökkbrún. Hún svarar því engu, en brosir dálítið feimnislega og dregur að sér höndina, en þau hafa bæði gleymt því, að handaband þeirra er orðið ærið langt, allt frá því að samtal þeirra hófst. Ganga þau síðan bæði inn í eldhús- ið, og Nanna spyr hæversk og húsmóðurlega: — Hvað má bjóða þér, mat eða kaffi? — Kaffi, þakka þér fyrir. Ég má ekki dvelja hér heima nema skamma stund að þessu sinni. Ég flýg út aftur síðdegis í dag, en heimsóknartímanum á sjúkra- húsinu ætla ég að eyða hjá mömmu, ef ég má. Veizt þú hvernig henni líður? — Eftir atvikum sæmilega vel, sagði pabbi þinn í gær. Það er enn ekki búið að skera hana upp. — Veiztu hvenær það verður gert? — Eftir tvo daga, býst pabbi þinn við. — Jæja, svo það fer þá að líða að því. Hefir þú heim- sótt mömmu á sjúltrahúsið? — Nei, það hefi ég ekki gert. Ég þekki hana ekkert, við höfum ekki sézt. — Ekki það. En þið eigið kannski eftir að kynnast síðar. Snorri gengur nú inn í borðstofuna og setzt þar í sitt vana sæti við matborðið, tekur fréttablað og les, með- an hann bíður eftir kaffinu. Nanna er fljót að hita á katlinum og laga kaffið. Síðan dekkar hún borðið í borðstofunni og fer að bera þangað kaffi-föngin, fyrst bollapör og diska fyrir tvo, en síðan hvert brauðfatið af öðru með margskonar dýrindis kökum og skreyttu brauði, sem hún hefir sjálf búið til að öllu leyti. Hún raðar öllu tilheyrandi kaffinu á borðið eftir beztu kunn- áttu sinni og smekkvísi, svo það getur ekki betur farið. Flugstjórinn ungi virðist niðursokkinn í blaðalestur- inn, en fylgist þó af náinni athygli með bústýrunni í hvert skipti sem hún kemur inn í borðstofuna, og starfi hennar þar, og augu hans ljóma af aðdáun á framgöngu hennar og fasi, æskufegurð hennar og kvenlegum yndis- þokka. Hann er vanur bæði heima og annars staðar hinni fullkomnustu framreiðslu á mat og drykk, en þó Heima er bezt 305

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.