Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 22
Við fórum sem leið liggur úr Axarfirðinum um Hóls- sand að Grímsstöðum á Fjöllum. — Eitthvað höfðum við sagt sænska kennaranum frá þessari leið, sem fram- undan var, um öræfi og óbyggðir, og hlakkaði hann mjög til ferðarinnar. Fyrst lá leiðin upp með Jökulsá að austan um skógiklæddar fjallabrekkur Axarfjarðar. Ganzelius sat við opinn gluggann á bifreiðinni og dáð- ist að gróðrinum og fegurðinni. — Og svo var lagt á Hóissand. — Ut um bílgluggann sáust aðeins eyðisandar og gróðurlausir fjallgarðar í fjarsýn. Undrun sænska kennarans óx með hverjum kílómetratugnum, sem ek- inn var. „Þetta er eins og að ferðast um auðnir Norður Afríku“, sagði Ganzelius hvað eftir annað. „Því hefði ég aldrei trúað að slíkar auðnir og eyðimerkur væru til á Islandi.“ Loksins var komið að Hólsfjallabyggð. A Grímsstöð- um var áð og drukkið kaffi. Þá var sólfar hlýtt og útsýn fögur. Gróður þessarar f jallabyggðar virtist í veðurblíð- unni meiri en hann er í raun og veru. Það birti yfir svip sænska kennarans, er hann leit hina fögru útsýn frá Grímsstöðum og græn, víðlend túnin. „Erum við þá loksins komnir yfir þessar eyðimerkurauðnir?“ spurði sænski kennarinn. Var svo að sjá, sem hann hefði þegar fengið nóg af gróðurleysi og sandauðnum. — Við gáf- um honum þær upplýsingar að enn væru 70—80 km þar til komið væri í byggð í Jökuldalnum hjá Skjöldólfs- stöðum. Framundan voru nú Möðrudalsöræfi, gróður- lausir fjallgarðar og eyðisandar. Þá varð sænski kenn- arinn alveg orðlaus, og sagðist víst verða að læra betur um Island og óbyggðir og öræfi landsins þegar hann kæmi aftur heim. SÍÐASTA BÝLIÐ í HEIÐINNI Þeir, sem lesið hafa Heiðarbýlissögur Jóns Trausta (Guðmundur Magnússon skáld) eða hlustað á fram- Grímsstaðir á Fjöllum. 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.