Heima er bezt - 01.08.1965, Blaðsíða 18
bréfum þessum „lítt upp haldið“ þ. e. a. s. þeim var
haldið leyndum.
Það fer ekki mikið fyrir Snorra eftir að heim kom,
hann fór að vísu til þings 1241 með hundrað menn og
var Tumi Sighvatsson með honum. Höfðu orð farið
milli Snorra og Gissurar Þorvaldssonar um að semja
sættir við Tuma og föðurbætur. Daginn eftir að Snorri
kom til þings kom Kolbeinn ungi þar með fimm hundr-
uð manna Snorra að óvörum og létu ófriðlega. Snorri
og Tumi forðuðu sér í kirkju og þar töluðust þeir Giss-
ur við. Þeir Gissur og Kolbeinn töluðust lengi við einir
saman og um kvöldið hélt Kolbeinn burt.
Þetta sama sumar andaðist Hallveig Ormsdóttir í
Reykholti. Þegar þeir synir hennar Klængur og Ormur
fréttu lát hennar kröfðu þeir Snorra um skifti. Þeir
töldu sig eiga allt fé að helmingi við Snorra. Hann tók
því seinlega en skifti gripum og bókum en löndum var
ekki skift. Hallveigarsynir fundu Gissur föðurbróður
sinn þegar þeir komu suður. Þótti honum Snorri ærið
fastheldinn og hét þeim bræðrum styrk til að ná rétti
sínum.
Eins og getið er hér að framan hafði Kolbeinn ungi
komið til Alþingis sumarið 1241, en stóð lítið við. Þeir
töluðust þar við Gissur og Kolbeinn og hefur Gissur
vafalaust átt þátt í því að Kolbeinn hvarf af þinginu
jafnskyndilega og hann kom. En nokkru síðar fundust
þeir á Kili og „gerðu ráð sín þau er síðar kómu fram,“
segir Sturla. Þegar Gissur kom úr þeirri ferð stefndi
hann að sér mönnum. Eins og áður segir höfðu þeir
Eyvindur brattur og Ámi óreiða meðferðis bréf til
Gissurar frá Hákoni 1240. Nú var efni þeirra birt. „Var
þar á, að Gissur skyldi Snorra láta utan fara hvort er
honum þætti ljúft eða leitt, eða drepa hann að öðrum
kosti fyrir þat, er hann hafði farið út í banni konungs.
Kallaði Hákon konungur Snorra landráðamann við sik“
segir í Islendingasögu. Gissur vildi ekkert eiga við að
koma Snorra utan en segist vilja láta taka Snorra þ. e.
drepa hann. Ekki vildi Ormur stjúpsonur Snorra taka
þátt í þessari ráðagerð. Gissur hafði engar tafir á því
en safnaði liði og sendi Árna beisk og Svart bróður hans
á njósn til Borgarfjarðar og hélt svo þangað með liði
sínu. Gissur kom í Reykholt aðfaranótt 23. september
og lét brjóta upp skemmuna sem Snorri svaf í. Snorri
hljóp upp og úr skemmunni í hús áföst við skemmuna.
Þar hitti hann Arnbjöm prest og áttu þeir tal saman.
Snorri faldi sig í kjallara sem var undir húsinu en að-
komumenn leituðu um húsið unz þeir fundu hann og
drápu. „Eigi skal höggva“ vora síðustu orð Snorra í
þessu lífi, því var ekki sinnt og hjó Árni beiskur hann
og Þorsteinn nokkur Guðnason vann líka á honum. Þar
með lauk æfi skáldsins og höfundar Heimskringlu, hins
stórauðuga og volduga goða Snorra Sturlusonar.
Hvaða erindi átti Kolbeinn ungi á Alþingi 1241 með
fimm hundruð vopnaðra manna? Þeir létu þar ófrið-
lega. Nærtækasta skýringin er sú, að hann hafi verið
kominn þangað til þess að ganga milli bols og höfuðs
á Snorra Sturlusyni. Gissur telur ekki hyggilegt að beita
ofbeldi þá þegar. Hann fær Kolbein til að hverfa strax
af þinginu og þeir undirbúa þá fund sinn á Kili. Eins og
áður segir var Snorri fáhðaður á Alþingi þessu sinni.
Þeir Gissur og hann höfðu komið sér saman um að
reyna sættir út af drápi Sighvats og sona hans. Og Giss-
ur hefur viljað þreifa fyrir sér hvað Snorri vildi ganga
langt og sömuleiðis kanna hefndarhug Snorra. Viðræð-
ur þeirra í kirkjunni á Þingvöllum hafa snúist um þetta.
Gissur hefur þá komist að raun um að þeir Snorri og
Tumi hafa ekki verið smáir í kröfum og hann skilur að
réttara sé að fara með gætni. Þó þess sé ekki getið hafa
ýmsir fleiri höfðingjar verið komnir til þings og Gissur
vitað þeim myndi ekki verða liðið að beita vopnaðri
árás á Snorra á þinginu. Á fundinum á Kili er svo tekin
ákvörðun um það sem síðar kom fram eins og Strnrla
Þórðarson orðar það.
Hákon Noregskonungur gerir hiklaust kröfu til
mannaforræðis og eigna Snorra Sturlusonar að honum
látnum. I raun og vera er þessu ekki mótmælt af nein-
um nema Þórður kakali lagði ríki Snorra undir sig þeg-
ar hann kom til. Ástæðan til þess að konungur krefst
þessa, eru samningar Snorra við Skúla í umboði Nor-
egshöfðingja, lendsmannsnafnbótin og viðskilnaður
Snorra þegar hann fer út í banni konungs, og Hákon
taldi Snorra landráðamann við sig fyrir tiltældð. í bréf-
inu sem Hákon sendi Eyvind bratt og Árna óreiðu með
hefur Hákon lagt áherzlu á að Snorri væri látinn fara
utan. En Gissur átti fleiri sakir óuppgerðar við Snorra
og hefur ekkert viljað eiga undir því að Snorri næði
til að efla sig til hefnda eftir Sighvat bróður sinn og
syni hans og enn hefur þar komið til skiftin eftir Hall-
veigu. Vegna þess að Hákon hefur ekki treyst Árna
óreiðu til fulls, sendir hann Eyvind bratt sem sérstakan
trúnaðarmann sinn með honum og þá jafnframt til að
kynna sér ástand og horfur á íslandi.
Að lokum er rétt að gera sér nánari grein fyrir Snorra
og afstöðu hans til annara og hvaða eðlisþættir eru rík-
astir í fari hans.
1. Bókhneigð hans og skáldeðli fær næringu í uppeldi
hans undir handleiðslu Oddaverja. Hann verður há-
menntaður og fróður. Það sem þekkist nú af verkum
hans ber vott um vísindalega nákvæmni og smekkvísi
og þó hann hafi haft menn sér til aðstoðar við ritstörf
sín hefur hann sett til fulls svip sinn á verkin.
2. Metorðagirndin virðist hafa verið æði rík í eðli
Snorra og gengið svo langt að hann sýnist oft varla
hafa gert sér grein fyrir afleiðingunum, svo er t. d.
þegar hann og Þórður bróðir hans náðu Snorrungagoð-
orði af Sturlu og eins í skiftum sínum við Skúla her-
t°ga.
3. Undirferli og baktjaldamakk hefur hann stundað
eins og sjá má í viðskiftum við frændur sína og Vatns-
firðinga og sama kemur fram við málin í sambandi við
erfðir Jórunnar auðgu og víðar.
4. Fégræðgin í fari Snorra varð meðal annars orsök
290 Heima er bezt