Heima er bezt - 01.02.1966, Side 6

Heima er bezt - 01.02.1966, Side 6
ur þar einkum til athugunar mikil túnrækt og uppbygg- ing íbúðar- og gripahúsa. Auk þess hafa þau fóstrað þar upp fimm börn sín og tvö fósturbörn. Þegar þau fluttu að Brimnesi þurfti að endurbæta öll hús, og túnið var lítið og þýft. Af því komu það sum- ar tvö kýrfóður eða 49 hestburðir. Nú skiptir taðan á Brimnesi hundruðum hestburða, sem fæðir um 30 gripi í fjósi, auk þess sem á heimilinu eru um 250 fjár. Nú hefur verið ræktað allt scm ræktanlegt er bæði utan og innan við bæinn. Alls er túnið nú 20 hcktarar og byrjað er að grafa skurði uppi á Efri-.Mýrum um 2 km frá aðalvegi og standa að þeirri ræktun Guðmundur og synir hans. Árið 1921 kom í heimilið á Kirkjubóli drengur að nafni Albcrt Stefánsson. Ólst hann þar upp og hcfur verið tengdur heimilinu ávallt síðan. Enn er hann á Brimnesi og vinnur heimilinu eins og synir þeirra hjóna. Árið 1924 tóku þau hjón í fóstur stúlku af Guðlaugu í Fclli systur Guðmundar, er hún missti mann sinn frá 6 börnum. Hún heitir Birna Björnsdóttir. Hún hefur hin síðari ár annazt heimilið með Sólveigu ásamt ljós- móðurstörfum, sem hún gegnir í Fáskrúðsfirði. Biirn þeirra Brimncshjóna cru þessi: Guðrún Sigríður, fædd 13. nóv. 1926, gift Guðjóni Marteinssyni. Búsett í Ncskaupstað. Þorgeir Ragnar, fæddur 5. júní 1928. Býr nú félags- búi með föður sínum á Brimnesi. Elín Sigdóra, fædd 29. jan. 1930. Giftist Þorleifi Vagnssyni. Hún er búsett í Reykjavík. Sigurlaug, fædd 5. jan. 1932. Búsett í Reykjavík. Eiríkur Ármann, fæddur 2. janúar 1936. Kvæntur Huldu Steinsdóttur. Búandi á nýbýlinu Brimnes II Þau hjón hafa haft mikið barnalán. Öll eru börn þeirra efnileg og mannvænlegt fólk. Þegar Guðmundur flutti að Brimnesi var þar kirkju- jörð. Síðar keypti hann jörðina og skipti henni ásamt bústofni milli barnanna 1959. Sjálfur býr hann nú á tvcim þriðjungum jarðarinnar félagsbúi með Þorgeiri syni sínum, en Eiríkur sonur hans á þriðjungi jarðar- innar, og hefur hann reist nýbýli í túninu, sem hann nefnir Brimnes II. Þar hefur hann einnig reist fjárhús og hlöðu handa sér. En sameiginlegt fjós hafa þeir feðgar, sem byggt var 1958 með safnhúsi, hlöðu, 4 votheysturnum, mjólkur- geymsluhúsi og fóðurklcfa, allt sambyggt. Tekur fjós- ið um 30 nautgripi og á hcimilinu eru um 250 sauðkind- ur. Mjólk er daglega flutt inn í Búðakaupstað rúmlega 100 lítrar að jafnaði. Guðmundur er sérstakur rcglumaður um fjármál bús- Framhald á bls. 47. Fjölskytdumynd fni fírirnnesi. Sitjandi: F.irikur, GuOrnundur, Sálveig og 1‘orgeir. Standandi: GuOrún, Sigurlaug, Elln og fíirna. Albert vantar d myndina. 42 Hfima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.