Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 11
við íslendingar vorum og mjög upp á aðra komnir í
þann tíma: skipshöfn, þ. e. skipstjóra, stýrimann og tvo
háseta; sé annar þeirra timburmaður, en hinn kunni að
gera að seglum. Manni koma í hug hendingar Jónasar:
„Þeir ætla sér að eignast skip, þótt enginn kunni að
sigla.“ ....
Stjórnin leggur á það áherzlu, að hún muni gera hvað
hún geti („alt hvad vi kan“) til þess að senda Mohn með
vorskipinu vörur þær allar, er nokkur kostur sé að fá,
svo að lækka megi skuldina við hann eða helzt lúkast að
fullu. Loks biður hún Mohn að senda sér ákveðin svör
um það, hvers hún megi af honum vænta, með fyrsta
gufuskipi, er gangi frá Kaupmannahöfn til Reykjavík-
ur eftir áramót, en það muni verða í öndverðum marz-
mánuði. Bréfið er skrifað 5. nóv. Eigi mundi þykja
skjótlega ganga skeytaskipti milli íslands og annarra
landa á því hcrrans ári 1965, ef bíða þvrfti þriðjung árs
eða lengur eftir svari við bréfi, er sent væri í dag.
Allt er bréfið til Mohns stórkaupmanns hið kurteis-
asta. Engar eru þar harmatölur, þótt horfur um hag fé-
lagsins og framtíð væru allt annað en glæsilegar. Hitt
dylst cigi, að stjórnin hefur þótzt ciga allmjög undir
högg að sækja um viðskipti við stórkaupmanninn, sem
og vonlegt var. Þau viðskipti gátu naumast endað nema
á cinn veg fyrir félagið, eins og þeim var háttað: Lán
á vörum á lán ofan, en gjaldcyrisvaran entist illa til
grciðslu, metin til þess verðs, er á hana var lagt af lán-
ardrottni, scm um leið var kaupandi og hafði sjálfdæmi
að kalla um verðlagið. Óhamingja þessa félags, sem og
annarra fleiri, var sú, að komast þegar í öndverðu í
skuld við hinn erlenda viðskiptamann, skuld, scm aldrei
gat lokizt að fullu. Viðhorf félagsins gagnvart honum
varð |)ví cigi ósvipað aðstöðu íslenzks bónda, fátæks,
gagnvart selstöðukaupmanni.
(Um þessar mundir átti stjórn félagsins bréfaskipti og
ítrckaðar viðræður við Tryggva Gunnarsson um að
Grafarósfélagið samcinaðist Gránufélaginu. En samn-
ingar tókust ekki.)
(Framhald.)
Hjónin ú Brimnesi
Framhald af bls. -12. ---------------------------
ins. Búnaðarreikninga hefur hann haldið allan sinn bú-
skap.
IV.
Guðmundur hefur ekki komizt hjá því að taka að
sér ýmis félagsstörf í svcit sinni og jafnan rækt þau vcl.
Hann hcfur vcrið alls 25 ár í hrcppsncfnd, 14 ár í stjórn
Búnaðarfélagsins og 12 ár í sóknarnefnd. \'irðingar-
vottur og stefnuvottur frá 1924—1964. Auk þcss um-
boðsmaður Búnaðarfélags íslands í mörg ár. Oft hafði
hann gjaldkerastörf í þessum ncfndum og tók |>að lang-
an tíma frá búskapnum. Hann er snyrtimaður í allri
umgengni og hefur allt í röð og reglu.
Bóndinn þarf að sinna skepnum sínum alla daga, jafnt
helga daga sem virka. Guðmundur segir, að þegar hann
hafi farið að líta eftir vinnutíma sínum á stórhátíðum
gegnum árin hafi hann aldrei verið styttri en 101/2 stund
á jóladag, en lengstur flest árin á hvítasunnu 17—18
stundir, ef sauðburður stendur yfir.
Halldóra systir Guðmundar mun oft hafa hvatt hann
til að flytja til Vesturheims, meðan hann var ungur. Um
þetta segir hann sjálfur:
„Aldrei datt mér í hug að hverfa til Vesturheims, þó
að ég fengi þaðan mörg bréf og góðar fréttir. Kom
margt til. Fyrst og fremst þessi indæla birta, sem þetta
land hefur að bjóða okkur eftir að skammdegi lýkur á
hverjum vetri. Þessi blíðu vorkvöld, ef vel vorar, og
ilmur úr jörðu og kjarri. Allt kallar þetta okkur til
starfa til að nota okkar frjóu mold, sem oft gefur ríku-
lega ávexti, ef vel er að öllu búið, jafnvel þó að sumr-
in séu stutt.“
Kemur hér fram viðhorf bóndans til náttúrunnar og
gleði hans af umgengni við hana.
Betur væri að sem flestir hefðu skilning á því, að
ræktun landsins er ein af beztu innstæðum framtíðar-
innar.
Ekki mun það að skapi Guðmundar á Brimnesi, að
svo verði skilið við þetta mál, að ekki sé nánar minnst
á hlut Sólveigar við uppbyggingu heimilisins. Hjóna-
band þeirra er mjög ástúðlegt og til fyrirmyndar.
Eins og áður er sagt hafði Sólveig notið góðrar
menntunar utan lands og innan áður en hún tók við
húsmóðurstörfum í Fáskrúðsfirði. Þess hefur heimili
hcnnar notið. Jafnhliða og Guðmundur hefur séð vel
um búið út á við, hefur hún skapað gott og hlýlegt
heimili. Hún fékk sér snemma prjónavél og vann meira
til fata á hcimilisfólkið en almennt gerðist.
Þá hefur hún mikið yndi af trjágróðri og blómrækt.
Það cr mest hennar verk að fagur trjágarður er fram-
an við íbúðarhúsið. Þar unir hún margt sumarkvöld
með vinum sínum, blómunum.
Þeim Brimneshjónum hefur tekizt að skapa einhug
meðal heimilisfólksins um heiU heimilisins og börn þeirra
og fósturbörn unað betur hcima en almennt gerist. Þess
vegna cru þar miklir vinnukraftar og allt í stöðugri
framför.
Þau gcta því horft ánægð frain á veginn í samfvlgd
barna sinna og fósturbarna.
BREFASKIPTI
C.uðnnmdur Ingi'arsson, Asum, Svlnavamshr., A.-Hún., óskar
cflir bréfaskiptuin við slúlkur á alilrinum H—16 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Iluröur Ingvarsson, Ásum, Svínavatnshr., A.-Hún., óskar cflir
brófaskiptum við stúlkur á aldrinuin 15—17 ára. Mynd fylgi fyrsta
brífi.
Ileima er bezt 47