Heima er bezt - 01.02.1966, Síða 15
um slóst ung stúlka, Kristín Ólafsdóttir prests að Mel-
stað.
Garraveður var þenna dag, en herti það því lengur
sem leið, unz á brast iðulaus stórhríð af norðri. Séra Páll
var ekki meir en svo kunnugur á þessum slóðum, enda
veður beint í fangið að sækja. Ákvað hann því að setj-
ast að og halda kyrru fyrir unz veður batnaði. Gróf
hann stúlkuna í fönn, en gekk sjálfur um, um nóttina
til að halda á sér hita. Morguninn eftir stytti upp og
komust þau þá norður af heiðinni, án þess að verða
meint af. En bæði voru þau óvön slíkum hrakningum
og útilegum og þóttu þau hafa komizt í mannraun
nokkra.
Hrakningar í Miklagili.
Enn ein hrakningasaga er til um kvenfólk í vetrar-
ferð yfir Holtavörðuheiði. Ekki veit ég nákvæmlega
hvenær hún skeði, en sennilega hefur það verið einhvern
tíma á árabilinu 1910—20. Jón póstur Jónsson í Galtar-
holti var þá á leið norður yfir heiðina og með honum
tveir fylgdarmenn, sem hann hafði ráðið til ferðarinn-
ar auk nokkurra ferðamanna sem slógust í förina og þar
á meðal tvær stúlkur.
Hláku hafði gert ofan á mikið fannkyngi og var
færðin svo vond að hestarnir sátu ítrekað fastir í krapa-
blám og sköflum. Urðu karlmennirnir stöðugt að hjálp-
ast að við að taka ofan af hestunum og selflytja koffort-
Baula i Norðurárdal að vetrarlagi.
Húsið i Fornahvammi að sumarlagi.
in yfir blárnar. Stundum sukku hestarnir svo djúpt að
þeir komust ekki upp af sjálfsdáðum og varð að hjálpa
þeim. Allt þetta tafði ferðina til muna, og þegar hópur-
inn komst loksins norður að Miklagili var hann búinn
að vera 18 klukkustundir frá því að hann lagði af stað
frá Fornahvammi.
Þegar að Miklagili kom versnaði útlitið fyrst fyrir
alvöru því gilið var í foráttuvexti eftir leysinguna og
rann mittisdjúpt vatn í stríðum streng og flaumi mikl-
um ofan á veikum ís. Væri ísinn svo veikur að hann
héldi ekki hestunum var þarna botnlaust hyldýpi og
ekki um neitt annað að ræða en snúa aftur, svo efni-
legt sem það annars var.
Jón póstur sendi annan fylgdarmanna sinna með
broddstaf út í ána til að kanna dýpið og ísinn. Þegar
hann kom aftur taldi hann að ísinn myndi heldur svo
fremi sem hestarnir færu dreift út á hann og ekki allir
í einu. Þetta gekk seint en óhappalaust hvað hestana
snerti. Hins vegar varð annarri stúlkunni fótaskortur á
ísnum, enda í pilsi að þeirra tíma hætti og tók þess vegna
á sig miklu meiri vatnsþunga heldur en karlmennirnir.
Stúlkan fór á bólakaf og skaut ekki upp. Barst hún með
flughraða niður ána og ekki sjáanlegt annað en hún bær-
ist niður í straumröstina þar sem áin féll niður í gljúf-
ur. Var hverjum þeim bráður bani búinn sem þangað
lenti.
í þetta skipti vildi það stúlkunni til láns og lífs að
Heima er bezt 51