Heima er bezt - 01.02.1966, Page 34

Heima er bezt - 01.02.1966, Page 34
„Hvað barstu út?“ „Nú, mér heyrðist þú taka svo sveitalega til orða, að ég hélt þú skildir þetta,“ sagði afi brosandi. „Æ, ég las þetta í einhverri bók og fannst það eiga vel við,“ svaraði strákur og lét sér hvergi bregða. Amma rak upp stór augu, þegar hún sá þennan stóra slöttólf skálma inn í eldhúsið, nakinn niður að mitti. „Sæli nú, gamla mín,“ sagði strákurinn glaðlega og rétti ömmu höndina. „En sá blessaður ilmur, hvort ég skal kýla vömbina, er alltaf svona gott að éta hjá ykkur?“ „Komdu sæll, drengur minn, en hér borðum við, en étum ekki eins og skepnur," sagði amma. „Étum og verum glaðir,“ sagði strákurinn og snaraðist að borðinu. „Þú trúir því kannske ekki gamla mín, en það er samt satt, að garnirnar í mér gauluðu svo ferlega á leiðinni hingað, að gamli karlinn hélt að ég myndi ekki tóra fram að næstu máltíð.“ „Hér er engin gamla mín og enginn gamli karl, drengurinn minn,“ sagði afi. „Þið skuluð kalla okk- ur afa og ömmu, það gera allir, og bezt að þið ger- ið það líka.“ „Ég er svo vanur að tala við gömlu heima, að ég gætti ekki að mér,“ svaraði strákurinn. „Hver er gamla þín þar?“ spurði afi. „Sú gamla heima?“ sagði strákurinn undrandi. „Nú, auðvitað hún mamma.“ „Sá þykir mér bera virðingu fyrir móður sinni,“ sagði amma stórhneyksluð. Þá hlógu báðir krakkarnir. „Bera virðingu fyrir henni móður okkar! Eigum við ekki að bera virðingu fyrir karlinum líka?“ sagði Viktor. „Ef þessi karl, sem þú talar um, er faðir þinn, þykir mér trúlegt að þú virðir hann,“ sagði afi. „Nei, heyrið þið nú, það er auðheyrt að frægð Óla Ólsens hefir ekki borizt hingað, ég hélt þó, að allir þekktu hann.“ „Gjörið þið svo vel, við skulum fara að drekka,“ sagði amma, hún var svo steinhissa og rasandi á orð- bragðinu í þessum kaupstaðarbörnum. Sverrir hljóp upp um hálsinn á ömmu og spurði ósköp flírulegur, hvort Scnni mætti líka drekka. Amma setti hann á stól og strauk brosandi um kollinn á honum. Þá voru þó börnin í heimabænum betur alin upp en þessir ófeimnu freku krakkar, sem hámuðu í sig, eins og þau hefðu ekki mat séð í marga daga. Stelpan gaf bróður sínum lítið eftir þó mjó væri. „Hvort ég skal ekki nota mér matinn hér í sum- ar,“ sagði strákurinn, þegar hann var búinn að belgja sig svo út, að hann stóð á blístri. Allt í einu ropaði hann hátt og lengi. Hanna leit fyrst á ömmu, hún hnyklaði brúnirn- ar, svo á afa. Hann gat ekki leynt brosinu í augna- krókunum. „Þakkið þið svona fyrir matinn þarna í höfuð- borginni?" sagði afi. Strákurinn glotti og sagði, að það væri svo gott að losna við ofurlítinn vind, þegar maður væri saddur. „En má ég kveikja í hér inni?“ spurði hann svo og leit á ömmu. „Er hann orðinn vitlaus?" spurði Hanna María og leit með angistarsvip á afa. „Ætlar hann að kveikja í bænum okkar?“ „Það ert þú sem ert vitlaus,“ sagði Viktor. „Hef- irðu aldrei séð neinn kveikja sér í sígarettu, ertu svona mikill sveitasauður? “ Amma horfði reiðilega á strákinn, sem dró upp sígarettupakka, fékk sér eina og rétti svo pakkann til systur sinnar, sem fékk sér aðra. Svo kveiktu þau í. Amma leit á afa og ætlaði að segja eitthvað, en afi dró hægra augað í pung til merkis um, að hún ætti ekkert að segja. Hann horfði kankvís á krakk- ana. Þetta kom honum ekki á óvart. Presturinn hafði sagt honum sitt af hverju, sumu mjög ótrúlegu, um þessi systkini, sem komu af sannkölluðu vandræða- heimili. III. Viktor sýnir listir sínar. Afi og amma töluðu lengi saman, þegar krakkarn- ir voru komnir út. Amma sagðist aldrei hefði tekið þau, hefði hún vitað að þau væru svona. „Ég hélt að þau ættu bágt, mér skildist það á prest- inum,“ sagði hún. „Þau eiga bágt,“ sagði afi, „en bara á annan hátt en þú hélzt. Við skulum sjá til, hvort þau eru svo slæm inn við beinið. Þau voru bara að reyna að ganga fram af okkur áðan. Við skulum taka þessu með ró.“ Framhald. 70 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.