Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 2
Cr jjetta múgsejjun? Eitt af mörgu sem furðu vekur í fari vor íslendinga er, hversu miklar umræður og hatramlegar gerast hér oft um lítilsverða hluti, mcðan jragað er við hinum raun- verulegu vandamálum. Eitt þeirra mála, senr margrædd- ast verður um nú er hið svoncfnda Keflavíkursjónvarp. Fátt hefur gerzt furðulegra í því efni en undirskrifta- söfnun yfir 600 háskólastúdenta, um að krefjast banns við því, að minnsta kosti jafnskjótt og íslenzkt sjónvarp tekur til starfa. Öll þessi læti fyrr og síðar um það, að fólk á suðvesturhorni landsins gctur notað sér afstöðu sína, til að horfa á erlcnt sjónvarp, eru furðulegt fyrir- bæri, og helzt gætum vér haldið, að hér væri komin af stað einhver múgscfjunaralda. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu múgsefj- un getur gripið um sig eins og farsótt, og hvemig óhlut- vandir flokksforingjar og stjórnmálamenn hafa hagnýtt sér þenna mannlcga veikleika. Sem betur fer höfum vér íslendingar vcrið minna haldnir af slíkri scfjun en ýms- ar aðrar þjóðir, þótt hún hafi öðru hvcrju skotið upp kollinum, og er ekki undirskriftasöfnunin í Háskólan- um angi slíks faraldurs? Vrér vitum, að til er hópur manna í landinu, sem sér allt rautt, cf það hcfur cinhvcrja sncrtingu við Ameríku og Ameríkumcnn. Margir þeirra sömu fylgja í blindri trú öllu því, scm þeir telja að geti komið sér vel fyrir utanríkisstefnu og áróður Rússa. Þessutn mönnum öll- um cr hersetan á Keflavíkurvelli þyrnir í augum, og sama má segja um ýmsa mcnn, scm hafa staðnað í göml- um kenningum og yfirlýsingum um hlutlcysi og gcra scr ckki Ijóst, að tímar þcss cru því miður Iöngu taldir. Þessir flokkar manna mynda kjarnann í andstöðunni við Kcflavíkursjónvarpið, og þcim virðist létt að afla sér skoðanabræðra, hvort sem það er með múgsefjun eða ekki. En miklu rökvísara væri af þessum mönnum, að beita sér beint gegn varnarliðinu, en jafn óraunhæfum hlut eins og sjónvarpinu. Ekki skal skilja orð mín svo, að ég telji Keflavíkur- sjónvarpið sérlega æskilegt, en hins vegar tel ég allan þann málarekstur, sem út af því er gerður, vanhugsað- an og þeir góðu menningarfrömuðir ættu að skjóta geiri sínum í aðra átt, þar sem þörfin væri meiri. Mikið er rætt um þá hættu, sem þjóðerni voru og menningu stafi af því, sem sjónvarpið sendir frá Kefla- vík, og til þess að herða á því, hvílík vanvirða það sé að horfa á erlent sjónvarp. Gegn því má spyrja, er van- virða að hlýða á erlendar útvarpsstöðvar, eða verður oss vanvirða að því að horfa á sjónvarp frá gervitunglum, þegar það verður komið í fullan gang? Ég held þær spurningar þurfi ekki svar. En þá er það hin menningarlega og þjóðernislega hætta. Ein af mörgum afleiðingum aldalangrar einangr- unar vorrar er ótti við erlend áhrif. En ef vér lítum á sögu vora kemur fram, að svo má kalla, að reisn íslenzkr- ar menningar hafi lengstum farið saman við aukin sam- skipti við erlendar þjóðir eins og eðlilegt er. Menning er ekki einangrað fyrirbæri smáþjóðar, nema hún nær- ist á alþjóðlegum straumum. Og hvað sem hver segir, hefur aldrei verið meiri gróska í íslenzkri menningu en nú, þrátt fyrir Keflavíkursjónvarp og annað það, sem á oss herjar. Fleiri listgreinir eru stundaðar á íslandi en nokkru sinni fyrr og margar með ágætum árangri. ís- lenzkir vísindamenn vinna afrek, sem okatæk eru á al- þjóðamælikvarða, tæknilegar framfarir hafa aldrei ver- ið líkar, og sennilega hefur íslenzk tunga aldrei verið frjórri en nú. Og þannig mætti lengi telja, en vér erum nú í fyrsta sinni í hringrás viðburðanna í heiminum. Og hversu óendanlega lítill hluti er ekki Keflavíkur- sjónvarpið af öllum þeim erlendu öldum, sem á oss skella. Og ég fæ ekki séð hættu af því fremur en svo ótalmörgu öðru, sem engum manni dettur í hug að banna. En ef til vill hugsa menn sér, að vér getum varð- veitt þjóð vora í lokuðum öskjum, sem sýningargrip um ókomnar aldir. En setjum nú svo, að tungu vorri og menningu staf- aði sérstök hætta af margumræddu sjónvarpi. Þá er því til að svara, að þar sem það kemur beint framan að oss, og vér vitum um leið og myndin birtist á skerminum, að þctta cr erlent sjónvarp, þá er þar um miklu minni hættu að ræða, cn ótalmargt af því, sem á borð er bor- ið fyrir oss undir íslcnzku nafni. Stjórnmálaáróður heimskommúnismans hcfur t. d. vcrið rekinn hér undir sérstöku þjóðræknisnafni um áratugi, og áróðurstæki þeirra, sem þar að standa, verið skírð eftir íslenzkum bókmcnntaverkum, og fleira af því tagi. Af slíkri starf- scmi stafar mciri hætta en venjulcgri sjónvarpsdagskrá. Það cr lcttara að verjast þcirri hættu, scm gengið vcrð- ur bcint framan að, cn dulbúnum flugumiinnum. En þetta er þó ekki aðalatriðið í málinu. Mcrgur máls- 74 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.