Heima er bezt - 01.03.1966, Side 8
um það við Loft Loftsson. Ég man þeim syðra þóttu
sum verkfæri okkar skrýtin, t. d. tvennar hjólbörur.
Þær voru léttar í meðförunum, og þegar fram í sótti,
sannfærðust menn um gæði þeirra og voru fegnir að fá
þær lánaðar. Það var stundum vont um neftóbak um
þessar mundir, en margir ekld mönnum sinnandi, ef það
fékkst ekki. Var þá stundum úr vöndu að ráða. í eitt
skipti, þegar öll sund virtust lokuð, fór ég til Lofts
Loftssonar og spurði, hvort hann ætti ekki óvenjulega
sterka vindla til sérstaks brúks. Hann fann hjá sér þrjá
kolsvarta hollendinga, og ég hélt heim í vistarveru okk-
ar og bað ráðskonuna að lána mér kaffikvöm. Hún varð
alveg undrandi og spurði til hvers, en ég sagði hún fengi
að vita það á eftir. Síðan malaði ég hollendingana og
fékk ágætis neftóbak og gat traktérað ýmsa. En til
marks um það, hvernig menn gátu orðið í tóbaksleys-
inu, er það, að einu sinni uppi á símstöð hjá Einari hitti
ég einn, sem var búinn að vera lengi tóbakslaus og bað
mig um í nefið. Þegar ég sá, hvemig hann sallaði á hand-
arbakið, bað ég hann að fara varlega, og rétt í því er ég
kallaður í símann. En þegar samtalinu var lokið, sé ég,
hvar hinn liggur því sem nær hniginn í ómegin. Hann
hafði drifið þetta í sig með svona mikilli frekju. En ég
hafði gert mitt til að veita honum hressingu. Stórkost-
legasta dæmi, sem ég veit um tóbaksnautn er þó það,
þegar ég sá mann taka út úr sér efri góminn og fylla af
neftóbaki.
Þessi vertíð í Sandgerði gekk annars ágætlega. For-
KO Heima er beil