Heima er bezt - 01.03.1966, Page 11
ýmsum hálendissvæðum, og þótt þær væru af vanefnum
gerðar á ýmsan hátt, tókst mér þó að gera yfirlit um
helztu gróðurfélög hálendisins og gera nokkra grein
fyrir útbreiðslu þeirra á ýmsum stöðum. Þá safnaði ég
nokkrum athugunum um í hvaða lendum fé væri helzt
á beit, og hvaða tegundum gróðurs það sæktist helzt
eftir.
Þessar athuganir mínar þóttu mér benda til þess, að
víða mundi um ofbeit að ræða í afréttarlöndum. Hins
vegar var ekki um að ræða nokkrar mælingar, hvorki
á víðáttu nýtilegs lands, né þeim breytingum, sem á
því kynnu að verða. Var því naumast að vænta, að
mikið væri gert með ummæli okkar, sem þóttumst sjá,
að hætta væri á ferðum.
Árið 1950 hóf Atvinnudcild Háskólans jarðvegskorta-
gerð. Stjórnaði dr. Björn Jóhannesson því vcrki, en
hann Irafði þá um nokkur ár unnið að jarðvcgsrannsókn-
um. Honum og samstarfsmönnum hans varð brátt ljóst,
að mikilvægt væri að fá gróðurkort gerð, og ekki sízt
í sambandi við hina miklu uppblásturshættu á afréttar-
löndum. \rarð það úr, að hafizt var handa um að gera
gróðurkort af Gnúpverja-afrétti sumarið 1955, undir
forystu Björns, cn starfslið hans í Atvinnudeildinni
vann að því. Lýsing á afréttinum ásamt gróðurkorti var
prentuð tvcimur árum seinna, og gerðu þeir hana Björn
Jóhannessön og Ingvi Þorsteinsson. Ýmsar ástæður
réðu því, að þessi afréttur varð fyrir valinu. Til voru
loftmyndir af svæðinu, en þær eru, eins og síðar segir,
undirstaða kortagerðarinnar. Þá hafði Guðmundur
Kjartansson rannsakað þar berggi'unn, og var honum
kunnugur, frá minni hendi var til nokkurt gróður-
fræðilegt yfirlit frá árunum fyrir mæðiveikina, en þeg-
ar hér var komið sögu, var verið að taka afréttinn til
fulirar notkunar á ný. Og loks kom til, að kallast mátti
greiðfært um hann.
Næstu árin var nokkru bætt við af gróðurkortum, en
verulegur skriður kemst fyrst á málið um og eftir 1960.
Ingvi Þorsteinsson dvaldist árlangt vestur í Ameríku
og nam þar starfsaðferðir við gróðurkortagerð og rann-
sókn á beitarþoli lands, og hefur hann stjórnað korta-
gerð þessari síðan. Hin síðari sumur hefur því allstór
vinnuflokkur frá Atvinnudeildinni unnið að þessu um
þriggja mánaða skeið á hverju ári, enda hefur þegar
mikið áunnizt. Auk fastra starfsmanna Atvinnudeildar-
innar, hafa skólapiltar og stúdentar einkum verið ráðnir
til starfsins. Þar sem hér er um að ræða stórmerkt rann-
sóknarstarf, sem hafa mun mikið gildi í framtíðinni,
en fremur lítið verið um rætt, taldi ég vel við eiga
að kvnna það lítilsháttar fvrir lesendum Heinia er
bezt.
Knikur á Sandi. Ilrolið hraun.
Hrirna rr bnt 8.1