Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 15
Anna Maria Lúðviksdóttir. þau Anna og Ingimundur til Djúpavogs. Skapaðist hon- um |)á cnn betri aðstaða til að stunda iðn sína — smíð- arnar — heldur cn áður var. A Djúpavogi hjuggu þau í Hammersminni, cn þar var Anna fædd og hafði átt þar hcima, unz foreldrar hcnnar fluttu að Karlsstöðum, eins og fyrr segir. Jafnframt smíðunum stundaði Ingimundur sjósókn, cnda gerðist heimilið þungt, því eftir að hann kom til Djúpavogs, faeddust þcim hjónum 3 börn, svo að ckki vcitti af að nota alla möguleika hcimilinu til framfærslu. En nú dró dimman skugga yfir fjölskylduna í Hamm- crsminni. I lúsbóndinn fór að tapa sjón og ágcrðist það svo, að hann varð ófær til vinnu, og má gcta nærri hver áhrif slíkt hefur haft á afkomuna, því þá voru ekki tryggingarnar til að lctta lífsbaráttuna ltjá þeim, sem fyrir slíkum áföllum urðu. Ingimundur Sveinsson and- aðist úr brjósthimnubólgu 19. júní 1923. Voru þá börn- in öll innan við fcrmingu. Nú var ckki um annað að gcra en að tvístra hcimil- inu. Fóru börnin til venzlamanna og vinafólks, ncma það yngsta, Jón, hafði Anna mcð scr í vist að Eydölum í Hreiðdal. Þaðan fór hún að Hcyklifi til önnu frænku sinnar og rnanns hennar Jóhanns Pálssonar, þar scm clzta barnið, Lovísa, var í dvöl. Þar dvaldi Anna unz hún fluttist til \’'cstmannacyja Ingimundur Sveinsson. og stofnaði þar hcimili með yngsta syni sínum, studd af eldri börnunum, sem nú voru farin að stálpast og lögðu sig mjög fram um að veita móður sinni og yngri syst- kinum allan þann stuðning, sem þau máttu. Eftir að þau svo cignuðust sín eigin heimili, var Anna hjá þeim á víxl, bæði í Reykjavík og austur á Stöðvarfirði, þar sem hún þó hélt kyrru fyrir hin síðari árin. Var þar um gagnkvæma virðingu og clsku að ræða milli góðrar móð- ur og barnanna, sem sýndu henni hlýju og ræktarsemi. En hcimili sitt taldi Anna alltaf hjá Jóni syni sínum, en hann var yngstur barna hcnnar eins og fyrr er sagt. Anna María Lúðvíksdóttir er minnisstæð öllum, sem þckktu hana. Hún var hógvær kona og háttvís, vel vcrki farin og vann störf sín í kyrrþey og með hægð, en vannst bctur hcldur cn mörgum þcim, sem gcyst fara. Hún var mjög bókhneigð cins og hún átti ætt til, en scm gefur að skilja, átti hún ckki margar næðisstundir til að sinna því hugðarcfni sínu. En á efri árum, þegar um hægðist, undi hún scr marga stund við lcstur góðra bóka. Allt fas hennar og umgengni við aðra einkenndist af prúðmcnnsku og hógværð. Aldrei ámælti hún öðrum, því að þótt hún hefði sínar skoðanir á mönnum og mál- cfnum, var misjafnt umtal og orðaskvaldur hcnni mjög fjarri skapi. Það Ijómaði frá henni innri birta og gleði, Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.