Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.03.1966, Qupperneq 22
Hlíðarendi. Þar sem þessi bardagi fór fram eru kumbl nokkur eða dys. Hefur verið í þau grafið, og kom þá í Ijós, að þar höfðu nokkrir menn verið dysjaðir í fornöld. Allt bendir því til þess, að þarna hafi bardagi og mann- víg orðið, eins og Njála segir frá. Við þetta má bæta því, að fyrir nokkrum árum, þeg- ar grafið var í kumblin, fannst þar beinhólkur, útskor- inn að líkindum frá 10.—11. öld, og hringja, sem vel gæti verið norsk. Á beinhólkinn eru skornar hjartar- myndir. Hefur Kristján Eldjárn þjóðminjavörður get- ið þess í ritgerð um þennan fornminja fund, að vel gæti hugsast, að þessir munir hefðu verið í eigu Hjartar bróð- ur Gunnars, sem veginn var þarna á staðnum. Gæti Gunnar bróðir hans, sem farið hafði til útlanda og vafalaust séð hirti, hafa skorið beinhólkinn út með myndum af hirti, svo sem væri það fangamark Hjartar. Ekki telur fornminjavörður þessa tilgátu sína sannaða, en óneitanlega er hún mjög sennileg. Og merkilegt er það, að þessir munir skyldu finnast þarna eftir rúmlega níu aldir. ODDI Á RANGÁRVÖLLUM. Þótt fátt sé frá Odda sagt í Njálu, þá er það samt einn sögufrægasti staður um Rangárþing. Eitt mannvíg, sem sagt er frá í Njálu, var þó framið í Odda. Þegar Gunnar á Hlíðarenda var veginn, átti hann tvo sonu frumvaxta. Hétu þeir Högni og Grani. Högni var hljóðlátur maður, styrkur vel og vinsæll, en Grani var annars eðlis. Skarphéðinn Njálsson var mikill vinur Högna. Maður hét Hróaldur. Hann raupaði mjög af því, að hann hefði særðan Gunnar á Hlíðarenda, er hann var veginn eftir hetjulega vörn. Þeir Skarphéðinn og Högni ákváðu að fara að Hró- aldi og gjalda honum rauðan belg fyrir gráan. Hróald- ur var þá í Odda. Þeir félagar fóru síðla dags, eins og leið lá að Odda. Tveir hrafnar flugu á undan þeim alla leið. Um nótt- ina koma þeir að Odda. Þeir ráku fénað upp á húsin, til að vekja heimamenn. Þá hlupu þeir út Hróaldur og Tjörvi, sem var þar heimamaður. Þeir höfðu tekið vopn með sér. Þeir félagar urðu banamenn þeirra beggja. Var þetta fyrsta víg Högna til hefnda eftir föður sinn. Um fyrstu byggð í Odda er þannig frá sagt í Land- námu: „Þorgeir keypti Oddalönd af Hrafni Hængssyni og Strandir báðar og Varmadal, og allt land milli Rangár og Hróarslækjar. Hann bjó fyrst í Odda.“ Oddastaður er í tungunni á milli Rangánna, skammt þar frá, sem Rangá eystri fellur í Þverá. Bærinn stendur norðan undir háum hól, sem Ganmtabrekka nefnist. Frægastur er Oddastaður á Sturlungaöld, en þar bjuggu þá afkomendur Sæmundar Sigfússonar hins fróða. Sæ- mundur fór ungur utan, og tahð er að hann hafi suður í Frakklandi gengið í vísindaskóla, sem í þjóðsögunum er nefndur Svarti skóli. Var svo lengi, að ekkert fréttist af honum. En þegar Jón Ögmundarson hinn helgi fór utan til vígslu, þá gat hann spurt Sæmund uppi, „og spandi hann út hingað með séru, eins og segir í biskupa- sögum. En Jóni biskupi Ogmundarsyni er þannig lýst sem ungum manni: „Þessi sveinn var fagurlega prýddur af Guði með mörgum einkanlegum vingjöfum. Hann var mjög fríður í ásjónu, bjartur í augum, gulur á hár, lang- ur vexti, sterkur að afli, öllum fríðleik og guðs misk- unn alla vega umkringdur. Eftir því sem hann var í hvers manns augliti æskilega limaður og sæmilega á sig Oddi. 94 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.