Heima er bezt - 01.03.1966, Page 28
Hér áður fyrr var ósköp fátt í bænum,
örfá hús úr timbri hátt með ris.
Menn fóru á sjó á sínum litlu kænum.
Samt var lífið fjörugt, aldeilis.
Á Öskjuhlíðinni voru oftast stefnumótin,
ef ungur halur vildi hitta sprund.
Og æskan var svo ljúf og létt á fótinn
og lifði marga yndislega stund.
Viðlag: í Reykjavík, í Reykjavík.
Ó, hvað það er friðsælt út við sundin,
Esjan drottning fegurðar að lit.
Viðey skrúðgræn, bláum sævi bundin.
Bjart um allt við fagurt sólarglit.
Nú til dags er allt á ferð og flugi.
Fríðar hallir rísa, vegleg torg.
Alltaf eitthvað nýtt á efsta baugi
í okkar kæru, fögru höfuðborg.
Viðlag: í Reykjavík, í Reykjavík,
Endurminning ungdómsára minna,
er svo kær og mér í hjarta rík.
Hvað það er sælt að mega frið þinn finna
þú fagra yndislega Reykjavík.
Viðlag: í Reykjavík, í Reykjavík.
Oft hefur verið beðið um ljóð, sem heitir Dísukvæði.
Höfundur Ijóðsins er sr. Friðrik A. Friðriksson fyrrver-
andi prófastur á Húsavík, en frægð sína á þetta litla Ijóð
meðal annars því að þakka, að hinn vinsæli M. A. kvart-
ett hafði þetta ljóð á sinni söngskrá.
í M. A. kvartettinum voru þessir menn: Bræður tveir
frá Hæli Þorgeir og Steinþór Gestssynir, Jakob Haf-
stein sonur Júlíusar Hafstein sýslumanns á Húsavík og
Jón Jónsson frá Ljárskógum.
Þessir ungu piltar, sem stundað höfðu nám saman í
Menntaskólanum á Akureyri, sungu saman við miklar
vinsældir um 10 ára skeið, frá 1932 til 1942.
Enn þá eru leiknar í útvarp hljómplötur eftir M. A.
kvartettinn og njóta þær mikilla vinsælda.
Og hér birtist þá
DÍSUKVÆÐI.
Vakna, Dísa! Vakna nú!
Veltu þér úr fleti!
Vakna segi ég, vakna þú,
vond er þessi leti!
Björt í suðri sólin skín,
sveifla piltar ljáum.
Hátt og ótt í eggjum hvín,
er þeir granda stráum.
Dísa þetta draumaslór
dámar mér nú ekki;
ljáin orðin alltof stór,
ætti að nást í flekki.
Þegar slíkur þurrkur er,
þyrfti fólk að vaka.
Fram úr stelpa, flýttu þér,
farðu strax að raka!
Dísa var að dansa í nótt,
Dísa þarf að lúra,
Dísu er svo dúrarótt,
Dísa vill því kúra.
Átök mörg og orðin reið,
ekkert henni bifar.
Sólin gengur sína leið
sífellt klukkan tifar.
Enn þá liggja hjá mér mörg bréf, þar sem beðið er
um ljóð, bæði gömul og ný, til birtingar í þættinum.
Ég hef enn ekki getað náð í sum þessi kvæði, en vænt-
anlega get ég birt eitthvað af þeim í apríl-blaðinu.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
Hún ljósa mín
Framhald af bls. 92. ----------------------------
þá persónulega, án þess að þekkja þá eða hafa kynnzt
þeim. Til dæmis ef hann eða hún talar í símann, þá sé
hægt að segja um hvort viðkomandi er menntaður eða
ekki, hvaða stöðu hann hafi, jafnvel fara nærri um ald-
urinn og fleira teldð fram. Ég get þessa bæði í gamni
og alvöru, því fagmenn á þessu sviði hefðu fljótlega
farið nærri um ævistarf Jóhönnu Magnúsdóttur, eftir
að hafa heyrt rödd hennar, þeir hefðu vitað að hún fyrst
og fremst var kona og móðir, þar næst hjúkrunarkona
og jafnvel læknir, þeir hefðu enn fremur vitað, að hún
fékk enga skólamenntun, en að lífsstarfið var að vera
hjá sjúkum og lina þrautir þeirra.
Jóhanna var trúuð kona og bænrækin, og æfinlega
kvaddi hún börnin með þessum orðum: Guð fylgi þér.
Hún var að upplagi örlynd og skapmikil eins og oft
er um þá, sem mikið kveður að, en þessu geði sínu
stillti hún í hóf, en mörgu andstreymi og örðugleikum
mætti hún á sinni löngu ævi. Þó kom það stundum fyrir
að hún viðhafði þau orð, sem krakkar kalla að tala ljótt,
en ekki voru þau orð fyrr komin af vörum hennar, en
hún sagði: Guð fyrirgefi mér að ég blóta — og það er
ég viss um að hann hefur gert á augabragði, því betri
og göfugri konu hefur drottinn almáttugur aldrei skap-
að.
100 Heima er bezt