Heima er bezt - 01.03.1966, Side 30
langþráðu drauma-borg sína og öll tízku-fyrirbrigði
hennar, sem hvarvetna mæta augum ferðakonunnar.
Magnús lögmaður og frú hans hafa nýlokið kvöld-
verði í glæsilegum borðsal á neðstu hæð hússins, og
halda síðan af stað til herbergis síns. Að þessu sinni kýs
frú Klara ekki að fara upp með lyftunni, heldur ganga
upp alla stigana í hægðum sínum og skoða þetta völ-
undarhús eftir föngum á leið sinni upp á efstu hæð.
Frú Klara er að vísu orðin dálítið þreytt eftir eril
dagsins, en vill þó ekki láta á því bera, og virðist því
létt í spori. En er hún hefur gengið upp þrjá mikla
stiga, tvískipta, misstígur hún sig á einu þrepi og missir
um leið jafnvægið og fellur skáhallt aftur á bak og tek-
ur síðan tvær—þrjár veltur niður á næsta stigapall. Þar
liggur hún hreyfingarlaus og bærir ekki á sér.
Magnús lögmaður hleypur í skyndi ofan stigaþrepin
til konu sinnar og sér þegar, að hún er meðvitundar-
laus. Hér hefur orðið alvarlegt slys. Hann gerir í skyndi
allar nauðsynlegar ráðstafanir, og að skammri stundu
liðinni fylgir hann konu sinni meðvitundarlausri inn í
stórt sjúkrahús í þessari ókunnu borg. Og nóttin fær-
ist yfir hægt og hljótt.
Yfirhjúkrunarkona slysadeildarinnar gengur ásamt
hjúkrunarnema inn í litla sjúkrastofu til að gegna skyldu
sinni. En þar hefur frú Klara verið lögð inn, eftir að
læknar hafa gert að meiðslum hennar, sem aðallega eru
á höfði. Frúin er enn meðvitundarlaus og hvílir náföl á
hvítum svæflinum. Hún er eini sjúklingurinn á stofunni,
og þar ríkir djúp næturkyrrð.
Magnús lögmaður varð að yfirgefa sjúkrahúsið strax
eftir að kona hans var komin í umsjá hinna frönsku
lækna, án þess að fá að vita nokkuð frekar um meiðsli
hennar að svo stöddu. Og nú vakir hann einn í herbergi
þeirra hjónanna á gistihúsinu og bíður þess sem koma
skal, með karlmannlegri ró.
Yfirhjúkrunarkonan nemur staðar við sjúkrabeð frú
Klöru, og neminn sem er ung stúlka, við hlið hennar.
Báðar líta rannsakandi á þennan nýkomna sjúkling, sem
hvorug þeirra hefur áður séð hér á sjúkrahúsinu, en
eiga nú að takast á hendur að annast hann. Yfirhjúkr-
unarkonan er þaulreynd og æfð undir svona kringum-
stæðum. Hún sér þegar, að hér verður ekkert að gert í
svipinn og bíður því þögul og róleg um stund. En
hjúkrunameminn við hlið hennar getur ekki með öllu
leynt hinum óvæntu geðbrigðum sínum á þessari stund.
Nanna Harðardóttir þekkir þegar hinn nýja sjúkling
þeirra:
— Frú Klara! líður í djúpri undrun af vörum henn-
ar. — Hún hér!
En franska yfirhjúkrunarkonan áttar sig ekkert á því,
sem Nanna er að segja á íslenzku, og sinnir því engu.
Nanna starir eins og í leiðslu á sjúklinginn, og aldrei
hefur það komið henni betur en nú að fá að vera í friði
með hugsanir sínar og leyndustu tilfinningar. — Svo að
frú Klara er þá allt í einu orðin sjúklingur, þar sem hún
er hjúkrunamemi, og henni er ætlað að vinna enn
nokkra daga í þessari deild, áður en hún hverfur frá
sjúkrahúsinu til náms á öðrum vettvangi, og nú kem-
ur það í hennar hlut að hjúkra frúnni að einhverju
leyti.
Enginn hefur leitt slíkan harmleik yfir líf hennar sem
þessi kona, enginn annar sýnt henni óvild á lífsleiðinni.
En Nönnu hefur frá barnæsku verið kennt að setja öllu
ofar boðskap hans, sem eitt sinn sagði:
— Elskið óvini yðar, gerið þeim gott sem hata yður.
Kærleikurinn er öllu æðri. — Og Nanna vinnur það heit
í hjarta sínu nú að gera allt, sem í hennar valdi stendur
til þess að hjálpa frú Klöru í veikindum hennar hér á
þessum ókunna stað, án þess þó að gefa henni það
nokkru sinni í skyn að fyrra bragði, hver hún sé í raun
og veru. Og Nanna finnur heita og sterka unaðslega til-
finningu fara um sál sína, og um leið verður allt bjart-
ara umhverfis hana, en áður var á þessari sjúkrastofu.
Hún er albúin að fórna í sönnum kærleika öllu sem hún
orkar í þágu frúarinnar.
Nú er enn þögn um stund, en svo sézt skyndilega
fyrsta merki þess, að sjúklingurinn sé að vakna til með-
vitundar að nýju, og brátt opnar frú Klara augun. En
hún man ekkert, getur ekki áttað sig á neinu, og má
sig lítið hreyfa. Hún sér tvær mannverur við rúmið
sem Hún hvílir í, en skynjar ekkert hverjar þær séu.
— Gefið þið mér að drekka, hvíslar hún veikum rómi.
— Gefið mér að drekka.
Frönsku yfirhjúkrunarkonunni er þegar ljóst, að hún
skilur ekki mál þessarar konu, og nú er .hún í óvæntum
vanda stödd, en Nanna er fljót að koma henni til hjálp-
ar: Hún túlkar beiðni sjúklingsins á frönsku.
Yfirhjúkrunarkonan er bæði undrandi og mjög þakk-
lát fyrir þessa óvæntu kunnáttu nemans. Og síðan læt-
ur hún Nönnu gefa sjúklingnum að drekka, sem ekki
má hrevfa höfuðið frá koddanum. Þetta er eitt af því,
sem neminn þarf æfingu í, og það tekst með ágætum.
Frú Klara finnur undurmjúkt handtak lyfta ofurlítið
svæflinum, sem höfuð hennar hvílir máttvana á, og ljúf-
fengur svaladrykkur streymir að þyrstum vörum henn-
ar. Hún teygar hann eins og hún hefur orku til og get-
ur svalað þorsta sínum, en síðan gleymir hún veruleik-
anum á ný.
Yfirhjúkrunarkonan stendur þögul um stund og hugs-
ar mál sitt. Hún hefur nú haft svo góð kynni af Nönnu
og hæfileikum hennar í hjúkrunarnáminu,að hún treyst-
ir henni langt framyfir marga aðra nema, sem miklu
lengra eru komnir áleiðis á námsbrautinni, og þar sem
svo heppilega vill til, að einmitt Nanna skilur tungu-
mál þessarar konu, er ekkert ákjósanlegra en að Nanna
hjúkri konunni að svo miklu leyti sem kostur er á.
Og yfirhjúkrunarkonan tekur þegar fasta ákvörðun:
Hún biður Nönnu að taka það sérstaklega í sinn hlut
að annast um þennan sjúkling þeirra, en láta sig strax
vita, þurfi einhvers þess með, sem Nönnu sé ofvaxið
að leysa.
102 Heima er bezt