Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 36
V.
Misheppnaður flótti.
Afa grunaði hvað í bígerð var. Hann sótti farang-
ur systkinanna niður í bát og bar hann inn í bað-
stofu. Þetta var heilmikill farangur. Afi hvíslaði ein-
hverju að ömmu, og amma fór og læsti hurðinni.
Síðan athuguðu þau allt dót krakkanna og tóku
þaðan hluti, sem þeim fannst krakkarnir ekkert hafa
með að gera, svo sem sígarettur og varalit, heima-
tilbúnar sprengjur og fleira af svipuðu tagi. Afi setti
allt þetta í kassa, og amma faldi hann neðst í fata-
kistunni sinni. Síðan gengu þau frá farangrinum
þannig, að ekki var hægt að sjá, að neitt hefði verið
við honum hreyft, enda var það vandalítið. Auðsjá-
anlega höfðu systkinin sjálf sett niður í töskurnar,
þar ægði öllu saman. Amma var alveg undrandi á
öllum þessum fötum sem börnin komu með. Dýr-
indis kjólar innan um skó og nærföt.
„Sussu, sussu, það þarf að kenna þeim reglusemi
eins og annað,“ andvarpaði amma. Það var ekki
meira en svo, að hún væri búin að jafna sig eftir
hræðsluna, þegar kisi litli kom inn með sprengjuna
bundna í rófuna. Og nú lá aumingja kisi uppi í rúms-
horni með sviðið skott, skelfing mæðulegur á svip-
inn.
Krakkarnir lágu lengi úti. Þegar þau voru hætt að
skæla, fóru þau strax að rífast. En samt gátu þau
orðið sammála um citr, og það var að strjúka þá
strax um kvöldið.
„Þegar gömlu hjúin eru sofnuð förurn við,“ sagði
Viktoría.
„Og kveikjum um Ieið í bæjarskriflinu,“ sagði
Viktor.
„Asni ertu alltaf! Viltu lcnda í tukthúsinu fyrir
það?“
„Við Icggjumst bara út, ég er ckkert hræddur við
það. Við förum hérna upp á fjallið, og þá sjáum við,
hvað þau eru að gcra hérna niðri á kotunum og get-
um fylgzt með leitinni að okkur,“ sagði Viktor.
„Það verður svei mér gaman, þau verða dauð-
hrædd um okkur, og svo kcmur presturinn og hund-
skammar þau, því hann bað þau fyrir okkur,“ sagði
Viktoría og hló.
„En á hverju eigum við að lifa uppi á fjalli? Þú
þarft nú svo mikið að éta.“
„Við rænum bara hérna á bæjunum í kring á nótt-
unni, þegar sveitahyskið sefur,“ sagði Viktor.
„En hundarnir, eru ekki hundar á öllum bæjum?“
„Bjáni ertu alltaf, heldurðu að hundarnir þurfi
ekki að sofa á nóttunni líka?“ sagði Viktor rogginn.
„Við heimtum að sofa í sama herbergi,“ sagði
hann svo.
„Nei takk, ég sef ekki í herbergi með strák, og
það ekki þó það sért þú,“ svaraði Viktoría snúðugt.
„Þú verður, annars getum við ekki strokið saman.
Ég verð þá bara að fara einn.“
Viktoría hugsaði sig um. „Jæja þá, en það verður
bara í nótt.“
„Auðvitað, við sofum í sínum hellinum hvort uppi
á fjallinu.“
„Eru hellar þar?“
„Það eru hellar í öllum fjöllum,“ sagði Viktor
ákveðinn. „En nú skulum við ekkert' gera af okkur
til kvölds, en um leið og við förum, sprengi ég allar
sprengjurnar mínar í einu. Það ætti að verða hvell-
ur, maður!“
„En þá vakna allir.“
„Auðvitað, heldurðu að ég ætli að brenna þau
inni. Nei, fyrst flytjum við dótið okkar upp á fjall,
svo förum við heim og kveikjum í, svo sprengjum
við sprengjurnar, og þá vakna allir og fara að reyna
að slökkva eldinn. Já, nú datt mér nokkuð í hug, við
sleppum burt á meðan, en svo halda allir að við
höfum brunnið inni!“
„Nei, nú ertu of heimskur Vikki Pikki,“ sagði
Viktoría.
„Jæja, skítt með það, allavega komumst við und-
an, meðan þau hamast við að slökkva eldinn.“
„En það er glæpur að kveikja í,“ sagði Viktoría,
henni var um og ó.
„Þú ert mesta heybrók eins og allar stelpur, það
cr bezt að ég fari einn, þú getur verið eftir hjá karl-
inum og kcrlingunni, stelpunni og hundinum,“ sagði
Viktor með fyrirlitningu.
„Nei, ég fer með,“ sagði systir hans ákveðin, „ég
þori ckki að vera eftir hjá þessum hræðilega hundi.“
Allt var mcð friði og spekt við kvöldborðið.
Viktor raðaði í sig eins og hann gat og hugsaði til
þcss mcð ánægju, að þegar hann færi að ræna á bæj-
unum, skyldi hann aldrei taka nema allra bezta mat-
inn.
Hanna sótti kýrnar með Sonju, og þegar búið var
108 Heima er bezl