Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 9
ekki væri gott að vera einn á ferð um Lónsheiði eftir dagsetur. Eitt sinn var Geirlaug þar ein á ferð eftir þann tíma, og mætti henni þá draugur. Skipaði hann henni að víkja úr götunni, en hún vildi ekki. Þráttuðu þau um þetta nokkra stund og vildi hvorugt víkja, þar til Geirlaug tekur af sér annað sokkabandið og leggur yfir þvera götuna. Þá sá draugsi, að ekki var til góðs að gera og sneri út af götunni, því að yfir sokkabandið treysti hann sér ekki. Sýndist Geirlaugu, er hann fór framhjá henni, að eftir honum drægist langur hamur og mildar eldglæringar út frá honum á alla vegu. Hélt hún svo leiðar sinnar. En svo sagði hún síðar frá, að það væri eina skiptið, sem hún hefði fundið til hræðslu.“ „Utaf honum vonda Narfa.“ Fyrir nokkru fékk ég línur frá aldraðri frændkonu minni, Ingunni Jónsdóttur á Skálafelli í Suðursveit. Þetta er kafli úr bréfinu: „-----Þegar ég var ung, var verið að stríða mér á því, að ég væri útaf honum vonda Narfa, sem Sigurður Arason á Reynivöllum væri útaf. Mamma kallaði þenn- an Narfa forföður sinn, bjóst ég við eftir Ingunni móð- ur sinni, hún var ættfróð og greind kona. Ketill gamli sagði, að það hefði verið Narfi, sem var hjá Jóni Helga- syni í Hoffelli. Fleiri töluðu um þennan Narfa, — nú vilja menn halda því fram, að hann hafi aldrei verið til og má það mikið vera sem var þó talað um af mínu ættfólki. Sigurður Arason, afi mömmu, á að hafa verið fæddur í Arnanesi, og Ari hafi verið Sigurðsson. Gat það ekki eins verið, að Narfi þessi hafi verið af móður- ætt Sigurðar Arasonar? Adig hefur mikið langað til að hægt væri að hafa upp á þessum Narfa, — en það verður að vera hægt.--------“ Eg er Ingunni sammála um það, að ekki sé trúlegt, að sagnir um Narfa í Hoffelli séu tilhæfulaus upp- spuni. Þegar tækifæri gefast til að kanna munnmæla- sagnir kemur venjulega í ljós, að þar leynast sannleiks- neistar. En smíðalýti einkum fólgin í því, að tíma- skynjun hefur brugðizt þeim, sem sögurnar sögðu, sam- nefndum mönnum ruglað saman, og önnur sambæri- leg ónákvæmni villt um og spillt heimildargildi. Það hefur þó gerzt, að einhverjir sem vildu skoða persónusögur skaftfellskar, hafa afneitað jarðvistarlífi Narfa í Hoffelli. Brugðið fyrir sig þeim rökstuðningi, að Narfa nöfn hefðu verið óþekkt fyrirbæri í Austur- Skaftafellssýslu. — Rökleysan er svo augljós að þar í verður ekkert haldreipi. Pottþéttar heimildir um Narfa í Hoffelli eru ekki fyrir hendi, líkur þó svo sterkar um ætterni hans, að freistandi er að raða saman tiltækum gögnum. — Það er tómstundagaman, sem ef til vill mætti endast til þess að einn huldupiltur skaftfellskra ættarsagna yrði mennskari en áður var. Frá börnum Narfa bónda í Hvammi. Þegar manntal var tekið 1703, bjó í Hvammi í Lóni Narfi Jónsson. Kona hans hét Sigríður og var Runólfs- dóttir. Þau áttu einn son, Arna að nafni, 3 ára gamlan. Þar sem hjón þessi voru ung og í fullum gangi, mátti vænta þess, að þeim yrði auðið fleiri bama. Enda fer ekki leynt, að kollunum fjölgaði á því heimili. Kunn- ugt er um: 1. Árni Narfason bóndi á Kiðuvöllum og Hvalnesi. Kona Rannveig Jónsdóttir. — Þau voru víst barnlaus. 2. Vilborg Narfadóttir, hennar er getið í nóvember- mánuði 1730, aðstoðar við barnsskírn í Hvammi. 3. Runólfur Narfason bóndi í Hvammi, Hoffelli og á Stapa í Nesjum. Kona hans Oddný Þorleifsdóttir. Þau áttu mörg börn. 4. Sigurður Narfason bóndi í Öðrumgarði á Bjarna- neshjáleigum; varð skammlífur. Kona hans Guðbjörg Aradóttir. Börn þeirra: a) Ari bóndi í Árnanesi og Hólum, síðast á Skála- felli. Kona: Guðrún Gísladóttir, bónda í Svínhólum og Dilksnesi, Þórðarsonar. Þeirra synir: 1) Arngrímur bóndi á Skálafelli. 2) Sigurður bóndi á Reynivöllum. b) Ólöf kona Eiríks bónda í Holtum Eiríkssonar. Meðal dætra þeirra: 1) Guðbjörg kona Eiríks í Hólmi Guðbrandssonar. 2) Steinunn húsfreyja í Holtaseli, tvígift. c) Guðný fyrri kona Jóns bónda í Svínafelli í Nesj- um, Sigurðssonar. Þau áttu fjölda barna, sem dreifð- ust til búsetu um Skaftafellssýslur báðar og Múlaþing. 5. Steinunn Narfadóttir. „Anno 1729 trúlofuð til ektaskapar Jón Þórarinsson og Steinunn Narfadóttir 26. maí. Samanvígð 24. júlí.“ Jón þessi var sonur Þórarins Jónssonar frá Hvammi og konu hans Rannveigar Jónsdóttur. Hún var af Ey- dalaætt, dótturdóttir síra Jóns prests í Bjarnanesi Bjarnasonar. — Rannveig bjó í ekkjudómi 1703 á Þor- geirsstöðum, og hjá henni fimm börn hennar, Jón þeirra yngstur, 6 ára að aldri. Þau Jón Þórarinsson og Steinunn Narfadóttir bjuggu í Byggðarholti, síðar í Bæ. — Hér verður nú teiknuð upp tilraun til að gera grein fyrir börnum þeirra — en skylt er að hafa það sem sannara kann að reynast: a) Sigríður Jónsdóttir skírð 18. apríl 1730. Skírnar- vottar: Indriði og Kristín Árnadóttir. — Sigríður Jóns- dóttir átti Ásgrím bónda í Dilksnesi ísleifsson. Hún var sögð „fornrýnin framar öðrum“. Synir þeirra hjóna: 1) ísleifur bóndi í Svínafelli í Öræfum. 2) Jón, mun hafa drukknað á bezta aldri. Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.