Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 7
munir hrukku aðeins fyrir brýnustu þörfum, sem þó
voru taldar allt aðrar og fábrotnari en í dag. Þegar litið
er til baka unt 60 ár, þá hlýtur öllurn að vera ljóst, sem
þann tíma hefur götu gengið, hve stórfelldar framfarir
hafa orðið á ýmsum sviðum, bæði á sjó og landi. Hin
stórvirku atvinnutæki hafa gjörbreytt lífsháttum og lífs-
högum manna.
Nú elst upp í landinu þróttmikið og fallegt æsku-
fólk, sem fátt skortir, og skilyrði hefur til manndóms
og menningarþroska, aðeins það beri gæfu til, að slitna
ekki úr tengslum við fortíð sína og þær eðliseigindir
fyrri kynslóða, sem bezt dugðu þegar harðast svarf að.
Trúin á handleiðslu æðri máttar, og breytni í samræmi
við hana, fleytti mörgum gegnum brimskafla erfiðleik-
anna.
Trúlaus þjóð gengur tæpa götu, þótt greið sýnist í
svip. Andleg vitræn þróun mun ekki síður líkleg til
auðnu en hin efniskennda. Andleg úrkynjun er vísasta
leiðin til að glata samskiptum við menningarsamfélag.
Þá getur blind trú á mannlegan foringja orðið þess
valdandi, að siðgæðishugmyndirnar ruglist og fyrr en
varir verði fólkið áttavillt og andvana.
Ég mundi telja það stærsta ósigur, sem hent gæti ís-
lenzka þjóð, ef hún hætti að lyfta huganum til hæða og
glataði trúnni á mátt bænarinnar.
Hvað mundir þú telja að styrkt gæti trúarlíf íslend-
inga, sem margir telja að nú sé í molum?
Ég álít, að í uppeldis- og kennslumálum séum við að
ýmsu leyti á rangri leið. Inn í skólana þarf að koma
sterkari andblær trúarlegs uppeldis og áhrifa en nú er.
Hver skóli ætti að hefja starf sitt með bænastund. Marg-
ur mun hafa orðið þess var einhvern tíma í lífi sínu, hve
erfitt er að vera þess ekki megnugur að komast í snert-
ingu við æðri mátt á örlagastund.
Mér verður hugsað til þess tíma, þegar ég var dreng-
ur í barnaskóla, sem að vísu var ekki nema hálfur annar
vetur. Kennarinn var Gísli Jóhannesson, bróðir Ólafs
Jóhannessonar kaupmanns á Patreksfirði. Ég held flest
sé nú gleymt sem hann kenndi mér nema eitt. Það er
bænin sem hann flutti hvern morgun í byrjun kennslu-
stundar.
Ungir og aldnir leita hamingju, en án trúar er engin
hamingja. Sú hamingja, sem mönnum finnst þeir njóta
án hennar, er blekking, ímyndun frá hinum efniskennda
heimi.
Ungar mæður ættu að kenna börnum sínum fyrst
allra fræða að biðja. Börn eru í æsku næm fyrir fegurð
og göfgi, og það getur orðið þeim flestu öðru betra
veganesti út í lífsbaráttuna, ef á reynir.
Það sem þú hefur nú sagt Páll, er ljóst dæmi þess, að
ekki telja allir trúna fánýtt hjóm eða hugaróra, en vilja
byggja framtíðartilveru íslendinga á heilbrigði og guðs-
trú. Viltu svo ekki bæta einhverju við að lokum?
Ef til vill er það að sumu leyti endurtekning eða und-
irstrikun á því sem ég hef verið að segja.
Það er skaðræði vegvilltu mannkyni, ef guðstrú og
Hús Páls Hallbjörnssonar að Leifsgötu 32.
andleg göfgi visnar á sama tíma og vísindi og kjarnorka
ryðja sér rúm í heiminum. Víst eru vísindi mikilvæg, en
þó því aðeins, að þeim sé beitt í þágu uppbyggingar
mannbætandi eiginda, en ekki eyðingar og sálarmorðs.
Heima er bezt. Gott heimili er hyrningarsteinn lífs-
hamingju einstaklinga og þjóðfélagsheilda. Mín mesta
lífsgæfa er góð kona, sem staðið hefur við hlið mér í
baráttu áranna.
Gakk þú fram með glaðan hug
og guð í þínu hjarta.
Það mun efla dáð og dug
og dýrðarlífið bjarta.
Svo mæltist Páli Hallbjörnssyni. Mæli aðrir betur og
þá er vel.
BRÉFASKIPTI
Elin ValgarðscLóttir, Eystra-Miðfelli, Hvalfjarðarströnd,
Borgarfjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða
stúlku á aldrinum 14—16 ára.
Ingibjörg Júliusdóttir, Móbegi, Rauðasandi, Vestur-Barða-
strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á
aldrinum 12—14.
Kristin Björnsdóttir, Ingunnarstööum, Brynjudal, Kjósar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldr-
inum 18—25 ára.
Guðný Guðrún Björnsdóttir, Ingunnarstöðum, Brynjudal,
Kjósarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á
aldrinum 25—28 ára.
Svanhildur Sigfúsdóttir, Steintúni, Skagafirði, óskar eftir.
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17 ára.
Guðmunda Sigfúsdóttir, Steintúni, Skagafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 ára.
Heima er bezt 119