Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 16
Athugasemdir
Mér hefur borizt vinsamlegt bréf norðan úr
Eyjafirði, þar sem mér er bent á það, að
villur hafi slæðst inn í þátt eftir mig, er
birtist í febrúarblaði „Heima er bezt“ á
þessu ári. Villur er sjálfsagt að leiðrétta hvar og hve-
nær sem þær koma fram. En oft er erfitt að vita hve-
nær frásögn er rétt eða röng. Tveir eða fleiri menn
horfa á atburð samtímis. Svo eiga þeir að lýsa atburð-
inum stundu síðar. Þá kemur bara í Ijós, að framburð-
ur þeirra er enganveginn samhljóða. Hvað mætti þá
segja um það, þegar 60 ár líða frá því atburðurinn
gerðist og þar til sjónarvottar lýsa honumP Allra síst
rná gjöra ráð fyrir því, að lýsingarnar séu samhljóða,
ef annar lýsir atburðinum í örfáum orðum, en hinn í
löngu máli. Og oft hefi ég rekið mig á það, þegar tveir
segja frá sama atburðinum, án þess að vera sammála,
þá geti þeir báðir haft rétt fyrir sér, þegar athygli
þeirra hefur ekki beinzt að sama sjónarmarkinu.
Þegar ég skrifa sagnaþætti, legg ég höfuðáherzlu á
það, að öll aðalatriði frásagnarinnar séu sem réttust.
Þetta hefur tekist í þetta sinni. Ég segi í fáum orðum
ofurlítið frá stórbúskap Magnúsar á Grund, minnist
aðeins á verzlun hans, skólastofnun og kirkjubyggingu.
Allt er þetta rétt. Einnig það, að vinnufólk (7 til 8
manns ) var sent frá Grund austur yfir Eyjafjarðará,
til að vinna þar, er rétt. Og að áin var sundriðin á
heimleiðinni, með þeim afleiðingum, að hið verðandi
þjóðskáld bjargaðist nauðulega, er einnig rétt.
En þá eru það aukaatriðin, sem ég kalla. Rangt er
það í frásögn minni, að Magnús á Grund hafi rekið
bú austan Eyjafjarðarár. Fólkið var sent austuryfir,
til að taka upp svörð til eldsneytis. Þetta ber að leið-
rétta.
Þá er það „ráðsmaðurinn“ sem ég minnist á. Nú er
mér tjáð, að Magnús hafi engan ráðsmann haft. Þetta
þarf að athuga betur. Ég nefni hann ekki með nafni,
því að handritið, sem ég hafði sjálfur hripað upp eftir
heimildarmanni mínum, var svo ógreinilegt, að ég
þorði ekki að setja það í þáttinn. Nú hefi ég eignast
ný gleraugu, og get því lesið nafnið. Þar stendur Jón
Tómasson. Nú vill svo vel til, að einn vinnumaðurinn,
sem sendur var austur yfir ána, hét einmitt Jón Tóm-
asson. í greinargerð sem mér var send stendur: „Jón
Tómasson hafði forystuna og lagði á undan út í ána
og hinir allir stax á eftir“. Á fyrstu áratugum þess-
arar aldar, höfðu næstum allir bændur vinnufólk, nema
þeir sem áttu uppkomin börn, er unnu á búinu. Þeir
bændur sem ráku stórbú, höfðu venjulega 3—4 vinnu-
menn, og stundum kaupamenn að auki. Að sjálfsögðu
viö sagnapátt
gat húsbóndinn ekki ætíð fylgt vinnufólkinu til verka.
Þá var það segin saga, þar sem ég þekkti til, að einn
vinnumaðurinn tók sig til og fór að skipa hinum fyrir
verkum. Og sumir gerðust jafnvel svo strangir, að þeir
píndu fólkið áfram við verkin, þótt það væri gjarnan
í fullri óþökk húsbóndans. Getur ekki verið, að þessi
Jón Tómasson hafi verið einn þessi gerfi-„ráðsmað-
ur“? Á það bendir einmitt, að hann stjórnar sundreið-
inni yfir ána. Hann hafði forystuna, stendur í skýrsl-
unni, sem ég hefi í höndum. Þess skal getið, þar sem
ég þekkti til, voru þessir sjálfskipuðu „ráðsmenn“ yf-
irleitt kallaðir ráðsmenn af nágrönnunum. Stundum í
logandi háði, en stundum í fúlustu alvöru, einkum
þegar þeir höfðu verið mörg ár hjá sama húsbóndan-
um. Ég er alveg sannfærður um, að heimildarmaður
minn hefir heyrt Jón þennan Tómasson nefndan „ráðs-
mann“, þótt hann hafi aldrei verið það í raun og sann-
leika. Hér er því ekki um villu að ræða hjá heimildar-
manni mínum, ef hann hefur heyrt Jón Tómasson
nefndan „ráðsmann“, í mesta lagi dálítill misskilning-
ur.
LTm sjálfa sundreiðina yfir ána get ég verið fáorður.
Ég segi frá þessum atburði í örfáum orðum. En mér
hefur borist löng og greinileg skýrsla um þetta, og er
hún sögð eftir Steinþór Leósson. Er þessi greinargerð
prýðilega samin og mætti sannarlega birtast. En þess
er ekki að vænta, að þessi langa og greinargóða skýrsla
geti verið samhljóða þessum fáu orðum mínum um at-
burðinn.
Benjamtn Sigvaldason.
Við athugasemd herra Benjamíns Sigvaldasonar er
raunar litlu við að bæta. Aðeins skal það skýrt fram
tekið, að Jón Tómasson var aldrei ráðsmaður né
„gerfiráðsmaður" á búi Magnúsar Sigurðssonar áGrund.
Hann „skipaði“ engum að sundríða ána, heldur lét
hvern og einn sjálfráðan um það, þó hann, sem vanur
vatnamaður, leggði fyrstur út í. Það, sem heimildar-
maður B. Sigv. segir um „ráðsmanninn“, og beint er
að Jóni Tómassyni, er bæði staðlausir stafir og ómak-
legt.
En úr því þessi atburður er eigi aðeins orðinn að
yrkisefni eins þátttakandans sjálfs, Magnúsar Stefáns-
sonar (Örn Árnarson), heldur einnig uppistaða í
sagnaþætti í Heima er bezt, þykir rétt að birta hér
orðrétta umsögn Steinþórs Leóssonar, sem enginn, er
til þekkir, mun væna um ósannsögli, enda ber henni
saman við skriflega umsögn annarra áhorfenda austan
128 Heima er bezt