Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 13
SIGURÐUR JÓNSSON, STAFAFELLI:
Ljósir blettir í Iiðinni ævi
Aldamótamenn
egar minnzt er látinna manna, og þeirra, sem
eiga tugaafmæli, er oft talað um aldamótamenn.
Mun þá oftast vera átt við það fólk, sem fædd-
ist fyrir síðustu aldamót og gekk út í lífið, ef
svo mætti segja, í byrjun tuttugustu aldarinnar.
Fólkið, sem var á námsaldri, þegar þjóðskáldin ortu
sín aldamótaljóð, las þau og lærði þessa herhvöt til
þeirra ungu Islands sona og dætra. Trúin á landið óx.
Vesturheimsferðir lögðust niður að mestu. Fáir töluðu
um, að landið okkar væri á mörkum hins byggilega
heims, en það mátti þá líka segja um nyrzta hluta
Ameríku. En hér hefur hjálpað okkur, að landið er ey-
land, og þar er eyjaloftslagið síbreytilegt, stundum
strítt en oftast blítt. Mér finnst, að síðustu áratugir
hafi sannað, að sé rétt að unnið, megi láta smjör drjúpa
af hverju strái, svo sem Þórólfur taldi á landnámstíð.
I þætti þessum verður brugðið upp myndum, sem
mér eru kærar frá dvöl á námsárum syðra á Flensborg-
arskóla, og í gróðrarstöð í Reykjavík árið 1901—1903.
Að miklu leyti verða þessar myndir án mannlýsinga,
því meiri hluti þeirra manna, sem myndirnar greina,
er getið í ritunum „Hver er maðurinn“ og „Samtíðar-
menn“. Þar má sjá um ætt þeirra og ævistarf. Þessar
ljósmyndir, sem grein minni fylgja, eru flestar frá
Frú Inga Skúladóttir og Jörgen Hansen, skrifstofumaður, og börn þeirra.
Heima er bezt 125