Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 22
Sœlingsdalstunga. Gamli bœrinn. fólki, geta oft birzt sem hatur og hefnigirni, þegar óheilla örlög steðja að elskendunum og hinn ljúfi kær- leikur lokast inni í myrkri hatursins. 2. MENNTASETUR AÐ LAUGUM. Einar Kristjánsson skólastjóri, getur þess í bæklingi sínum um Laugar, að þessi frægi sögustaður hafi ef til vill verið eitt fyrsta menntasetur á íslandi, fyrir líkams- mennt. Oruggar sannanir eru t. d. fyrir því, að þarna hafi að fornu verið gerð mannvirki til sundmenntar, og vel getur þarna líka hafa verið leikvangur fyrir aðrar íþróttir. En nú er að Laugum risið menntasetur fyrir héraðið. Hinn 15. janúar 1967, var að fullu gengið frá samn- ingi um, að allar sveitir Dalasýslu, utan Búðardalskaup- túns, sameinuðust um skólahald að Laugum í Sælings- dal, en þar hefur verið rekinn heimavistarskóli fyrir skólaskyld börn um tvo áratugi. Fyrstu árin við þröng- býli og fátæklegan aðbúnað. Nú hafa risið að Laugum glæsilegar byggingar, sem væntanlega verður aukið mjög við á næstu árum, þar sem nemendum fjölgar nú mjög við sameiningu allra hreppa Dalasýslu. Það voru ungmennafélögin í Dalasýslu og Ung- mennasamband Dalamanna, sem fyrst gengust fyrir sundlaugarbyggingu að Laugum í Dalasýslu. Var sund- laugin vígð á sólbjörtum júnídegi fyrir 34 árum. Var það árið 1932. Var mikil gleði í Dölum yfir þessari framkvæmd. Jóhannes skáld úr Kötlum orti vígsluljóð. Þar sagði svo: Nú ríður til Lauga hin unga öld, með elskhugans vonir í barmi! Hún biður um fylgi — hún biður um völd — hún býður fágaðri og hreinni skjöld, og lyftir í vorblámann ljósum armi. En Róm var ekki byggð á einum degi. Það hefur tek- ið fulla þrjá áratugi að koma í framkvæmd þeirri hug- sjón er vakti í brjóstum ungmenna í Dölum um bygg- ingu heimavistarskóla að Laugum, en nú hefur hug- sjónin rætzt. Upphaflega var rætt um að heimavistarskólarnir í Dalasýslu yrðu að minnsta kosti tveir. Var þá áætlað að annar yrði byggður við Laugar í Sælingsdal, en hinn í Suður-Dölum og var honum þá þegar áætlaður stað- ur ekld langt frá Stóra-Skógi. Mér er ánægja að minnast þess nú, er menntasetur Dalamanna er staðsett fyrir nánustu framtíð, að fyrir rösklega tveimur áratugum lagði ég lið þessum skóla- málum Dalamanna. Eftir beiðni ungmennafélaga í Suð- ur-Dölum fór ég utan úr Stykkishólmi inn á Nesodda í Miðdölum og flutti þar erindi um skólamál. Þetta var hinn 6. ágúst 1944. Þessi leið er um 90 km, en ég stytti mér nokkuð leið með því að fara sjóleiðina á litlum vélbát upp í svonefndar Vörður á Skógarströnd. Þar beið mín léttfær gæðingur, sem ég þeysti á um kvöldið in að Dunkurbakka í Hörðudal. Morguninn eftir var ég svo kominn að liðnu hádegi inn á Nesodda, en þar var samkomuhús. Samkoman átti víst að hefjast með messu um klukkan tvö, en af einhverjum ástæðum for- fallaðist presturinn svo að ekkert varð af messunni. Var beðið eftir prestinum til klukkan hálf fjögur, en þá var ég beðinn að flytja mína ræðu. Hafði fólkið þá dansað í klukkutíma á meðan beðið var eftir prestinum. Var nú dansinn klappaður niður í skyndi og fólkið raðaði sér á bekkina, sem stóðu meðfram veggjunum, og ég hóf mína ræðu. — Eg held að aðalkosturinn við mína ræðu hafi verið sá, — hve stutt hún var. Ekki vil ég halda því fram, að þessi ræða mín hafi valdið straumhvörfum í skólamálum Dalamanna. En þeir sem ræður flytja til styrktar góðu málefni, eru venjulega bjartsýnismenn, sem vona að orð þeirra og ræður falli í góðan jarðveg, annars myndu þeir ekki fást til að tala. Ekki veit ég hvort öllum finnst sem mér, en mér finnst það sérstaklega ánægjulegt, þegar menntasetur rísa á fornfrægum sögustöðum, og hef ég þá trú, að hollvættir vaki yfir slíkum menntasetrum og andi for- feðranna svífi þar yfir byggðum. 3. TUNGUSTAPI - HULDAR VÆTTIR í bæklingi skólastjórans að Laugum, sem fyrr er nefnd- ur í þessum þætti, minnist hann á það, að Laugar og Tunga, og hinn sögufrægi Sælingsdalur hafi að nokkru fallið í gleymsku í harðæri og fátækt aldanna. En svo bætir hann við: „Aðeins ein mynd stígur fram úr rökkri dalsins. — Sagan um Tungustapa. Sagan af álfunum í stapanum og viðskiptum Tungubræðra við þá, er ein nafnkennd- asta frásögn íslenzkra þjóðsagna. Enn lifir örnefnið 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.