Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.04.1967, Blaðsíða 20
 A Uppdráttur af umhverfi Lauga. en flest bendir til, að þar sé átt við hina fornu baðlaug. Fyrir nokkrum árum síðan var gerð nokkur rannsókn á vegum fornminjavarðar til að finna hina fornu bað- iaug. Fljótlega var komið niður á hlaðna stokkaleiðslu og var hún lögð höggnum hellum yfir. Sú forna bað- laug, sem Eggert Ólafsson getur um í Ferðabók Eggerts og Bjarna, fannst ekki. Sr. Jón Gíslason, prófastur í Hvammi segir í sóknar- lýsingu árin 1840-1850: „Sú einasta laug í sóknum þessum er fyrir ofan samnefndan bæ, hvar vatni úr hver af brennheitu, en ekki sjóðandi vatni, var í hana veitt, og hefur hún verið vel tilbúin og sökum aldurs merkileg. Þó er hún nú fyrir löngu vegna vanhirðingar óbrúkanleg af sandskriðu, sem í hana er fallin.“ Hagnýting heita vatnsins frá söguöld hefur því í stórum dráttum verið á þessa leið: Á söguöld hefur verið synt í allstórri torflaug við bakkana ofan áreyr- innar, — þ. e. við Köldulaugareyri. Laug þessi hefur lík- lega verið allköld. íþróttaáhuginn smá-minnkar, og þegar nálgast myrkara tímabil sögunnar, blasa við grænir garðar sundpollsins, sem gaf Islandi frægasta sundmann sögualdar. Þá snúa menn sér að baðlauginni. Andi hinna djörfu sögualdar-íþrótta er horfinn, en andi líkamsmenningarinnar úr gömlu gufubaðstofunum lifir. Síðan gerist hvort tveggja. Fólkið hverfur frá holl- um feðravenjum, og landið afklæðist fornu skógar- skrúði, blæs upp, og grjótrennslið, — skriðan, hylur baðlaugina og steinrennuna til hennar.“ Laugar og Hjarðarholt eru þeir bæir, sem örlaga- þræðir Laxdælu tengja saman. Áð Laugum býr Ósvíf- ur ásamt sonum sínum og Guðrúnu dóttur sinni, sem er glæsilegasti kvenkostur héraðsins. Er Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur þannig lýst í Laxdælu: „Hún var kvenna vænst, er upp uxu á íslandi, bæði að ásjónu og vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svo að í þann tíma þóttu allt barnavipnr*, það er aðrar kon- ur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hún kænst og bezt orði farin. Hún var örlynd kona.“ í Hjarðarholti bjó við mikla rausn, Ólafur pá Hösk- uldsson. Móðir hans var Melkorka, hernumin ambátt, dóttir Mýrkjartans írakonungs. í Hjarðarholti var heimili fjölmennt. Voru þar heima mörg systkini á æskuskeiði, böm Ólafs og Þorgerðar Egilsdóttur frá Borg á Mýrum. Kjartan hét elzti sonur Ólafs og var hann mjög fyrir þeim bræðrum. Bolli Þorleiksson ólst og upp í Hjarðarholti. Voru þeir Bolli og Kjartan fóst- bræður og mjög jafnaldra. Þeir voru bræðrasynir, því að Þorleikur og Ölafur voru hálfbræður. Kjartani er þannig lýst í Laxdælu: „Hann var allra manna fríðastur þeirra, er fæðst hafa á íslandi. Hann var mikilleitur og vel farinn í andliti. Manna bezt eygð- ur og ljóslitaður. Mikið hár hafði hann og fagurt sem silki og féll með lokkum. Mikill maður og sterkur eftir sem verið hafði Egill móðurfaðir hans, eða Þórólfur. Kjartan var hverjum manni betur á sig kominn, svo að * Barnavipur — barnaleikur, smámunir. Seelingsdablaug, gömul mynd. 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.