Heima er bezt - 01.05.1968, Side 33
„Með lummum og kleinum,“ sagði Manga og tók
að leggja á borðið.
„Umm, þeir gömlu góðu dagar, þegar ekki var
hægt að hugsa sér að fá meira sælgæti en heitar
lummur og sætt kaffi, og þó er það nærri því enn
meiri munaður í dag, þvílíkt líf, þvílík jörð sem
maður lifir á,“ sagði læknirinn og strauk sér um
ennið. Hann var þreyttur, hafði vakað alla nóttina
áður, nú langaði hann mest til að fá sér kaffisopa
og leggja sig síðan hjá gömlu góðu fóstrunni sinni.
Það var alltaf svo notalegur ylur sem fylgdi henni.
„Þú ert að verða gráhærður,“ sagði Manga, þegar
hún hellti kaffinu í bollann hans.
„Ójá, ég gerist gamall, Manga mín, þótt þér finn-
ist ég alltaf vera sami fimm ára strákpjakkur. Þetta
hérað er alltof stórt fyrir einn mann, ég má sjaldan
um frjálst höfuð strjúka.“
„Ég skammast mín fyrir að narra þig alla þessa
leið, en þú varst eina vonin mín í þessu máli!“
„Hafðu þökk fyrir traustið, mig munar ekki um
eina ferðina til né frá,“ sagði læknirinn og strauk
um skorpið handarbak gömlu konunnar.
Jónatan flutti lækninn aftur inn að Hauganesi og
hlaut sína þóknun fyrir hjá Möngu. Ekki þorði hann
þó inn að sækja peningana, heldur lét hana rétta sér
þá út um gluggann í ausu með löngu skafti. Mál-
fríður úðaði lýsólvatni á krónurnar og hendur bróð-
ur síns. Hún ætlaði að sjá um að veikin bærist ekki
út sökum hirðuleysis.
Viku seinna fékk Afanga bréf. Hún geymdi það
lengi í barmi sér, áður en hún las það. Loks sá hún
að þetta dugði ekki, skar upp umslagið með hníf og
tók samanbrotna örkina varlega innan úr því:
„Allt í lagi, kotið keypt. Kem um tvöleytið.
Kveðja.“
Og svo var ólæsilegt hrafnaspark undir, sem átti
að vera nafn læknisins.
Manga ferðbjó sig í rólegheitum, nú var tening-
unum kastað og ekki aftur snúið. Bara það yrði nú
logn og gott í sjóinn.
Allir á Hamri sváfu vært, þegar læknistrillan lagð-
ist upp að flatri klöpp rétt neðan við bæinn, en á
Kálfskinni var maður sem vakti og gaf bátnum nán-
ar gætur. Þctta var Jónatan. Hann hafði verið að
leita að kindum og ekki komið heim fyrr en þetta.
Völu hlaut að hafa versnað, en hver hafði þá ver-
ið sendur cftir lækninum? Það þætti honum fróðlegt
að vita. Því sendi Málfríður ekki til hans. Jónatan
glotti og vætti varirnar með tungunni. — Fjandi yrði
nú gaman að hafa svona fallega hnátu milli handanna
í rúminu, nú styttist óðum í þeim tíma, sem hún átti
að vera í sóttkví, nema henni hefði þá versnað.
Jónatan stóðst ekki mátið, fór inn og þvoði af sér
mesta skítinn og fór í hreinan jakka. Hann ætlaði að
skreppa yfrum og vita hvað um væri að vera. Hefði
hann grunað hvað væri á seyði, myndi hann hafa
greikkað sporið, en ekki dólað svona í hægðum sín-
um. Leiti bar á milli, svo hann sá ekki um stund heim
að Hamri. En þar voru hendur látnar standa fram
úr ermum, og áður en Jónatan kom í ljósmál, var
trillan lögð frá landi með Möngu, Völu, köttinn og
allt þeirra hafurtask innanborðs, jafnvel eldavélin
hennar Möngu var með.
Jónatan sá trilluna hverfa fyrir nesið, en varð
engrar mannaferðar var innanbæjar. Hann hringsól-
aði þarna á hlaðinu um stund, tók í hurðarhúninn,
en hurðin var læst, og eins hurðin inn til Möngu.
Það leit út fyrir, að allir væru í fasta svefni.
Jónatan var á báðum áttum, hvort hann ætti að
gera vart við sig eða ekki. Loks ákvað hann að fara
heim, en koma heldur aftur snemma um morguninn.
Hann hitti illa á morguninn eftir. Málfríður var
að kveikja upp í eldavélinni, sem reykti í hvítalogn-
inu, eins og hún var vön, hún þurfti golu til að geta
vaknað. Kýrnar voru ómjólkaðar, krakkarnir slóg-
ust og grenjuðu, og Manga svaraði ekki, þó barið
væri á dyrnar hjá henni. Það kom sér vel fyrir hana
þessi helvítis pest í stelpunni, hún hefur þó alltaf
gert morgunverkin, áður en ég kom fram, en nú
hefur hún ekki sézt. Kannski hún sé nú lögst líka,
þusaði Málfríður.
„Hvað er þér á höndum?“ spurði hún óvanalega
höstug við bróður sinn.
„Kom læknirinn hér í nótt?“ spurði Jónatan.
„Læknirinn? til hvers ætti hann svo sem að koma,
ég veit ekki annað en stelpan sé komin á fætur.“
„Það er undarlegt, ég þori að sverja, að það var
læknistrillan, sem lagðist hér upp að Gráklöpp í
nótt.“
„Því í fjandanum komstu ekki yfrum að vita
hvaða erindi hann hefði, hafir þú á annað borð verið
á löppum.“
Illur grunur læddist í brjóst Málfríðar. Hún fór
inn að gangdyrum Alöngu og barði á hurðina, eng-
inn svaraði.
Heima er bezt 177