Heima er bezt - 01.11.1971, Page 2
Bókmenntafélagið
°g
landsmenn
Skímir, hið gamla og virðulega tímarit Bókmennta-
félagsins, er nýkominn út í 145. sinn. Ekki ætla ég að
ræða hér efni hans en þó grunar mig, að hann sé nú
fjarri því að vera slíkur aufúsugestur íslenzkra heim-
ila og hann var á æskuárum mínum. Hann flytur nú
sem oft áður félagatal Bókmenntafélagsins, og af göml-
um vana varð mér að blaða í því. Hið fyrsta, sem vakti
þar athygli mína var hve hlutur landsmanna utan
Reykjavíkur er orðinn rýr, að Reykjavíkurfélagarnir
taka þar upp hvorki meira né minna en 19 blaðsíður,
en landið allt þar fyrir utan, aðeins 8 blaðsíður. Það
skal tekið fram, að með Reykjavík er talið allt svæðið
innan marka Gullbringu- og Kjósarsýslu, og nokkrar
línur vantar á fullt síðutal í báðum tilfellunum, en slíkt
breytir ekki hlutföllum. Fólksfjöldi á þessum svæðum
er sem næst 120 þús. á Reykjavíkursvæðinu en 80 þús.
í landinu fyrir utan það, nokkrum hundruðum meira
í báðum tilfellum. Eftir höfðatölureglu er því þátttaka
landsmanna utan Reykjavíkur miklu minni en vera
bæri, eða 8 á móti 19, þar sem fólkstalan er 8 á móti 12.
Þegar ég hafði rekizt á þetta, datt mér í hug að líta til
liðinna daga og hvarf 50 ár aftur í tímann eða til ársins
1921, og athugaði hvernig þessum hlutum hefði þá
verið farið.
í félagatali Skírnis 1921 tekur félagatal Reykjavíkur-
svæðisins 5 blaðsíður, en landsins þar fyrir utan, 18
síður, tæpar. Þess ber þó að gæta, að greinaskil eru
engin í Reykjavíkurtalinu en allmikil í hinu, svo að þar
munu vera heldur færri menn á síðu, en sama gildir
raunar félagatalið 1971. Fólksfjöldinn 1921 er sem næst
25 þús. á Reykjavíkursvæðinu en um 70 þúsund þar
fyrir utan. Svo mjög hefir fólkstalan aukizt í Reykjavík
í hag, en það skýrir þó ekki þann mikla mun, sem orðið
hefir í þátttöku landsmanna í Bókmenntafélaginu. —
Láta mun nærri, að meðlimafjöldinn utan Reykjavíkur
hafi 1921 verið um 960, en er 1971 300, eða 660 manns
færra, enda þótt fólkinu hafi fjölgað um 10 þúsund.
Þá varð mér fyrir að athuga hlutföll þessara tveggja
ára í nokkrum héröðum, sem löngum hafa talið margt
Bókmenntafélagsmanna. Þau eru Akureyrarsvæðið,
innan hinna fornu marlta Eyjafjarðarsýslu, Þingeyjar-
sýslur, Skagafjarðarsýsla, Múlasýslur og Árnessýsla. —
Kaupstaðir innan þessara sýslumarka eru alltaf taldir
með. Tölurnar verða þessar:
1921 1971
Akureyrarsvæðið 100 einst. 8 bókas. 54 einst. 8 bókas.
Þingeyjarsýslur 83 - 8 - 12 - 8 -
Skagaf j arðarsýsla 46 - 9 - 19 - 5 -
Norður-Múlasýsla 75 - 4 - 9 - 3 -
Suður-Múlasýsla 102 - 2 - 15 - 4 -
Arnessýsla 32 - 5 - 26 - 5 -
í öllum þessum héröðum hefir fólki fjölgað eitthvað,
sumsstaðar mjög mikið, svo sem á Akureyrarsvæðinu
og í Árnessýslu, en alls staðar fækkar Bókmenntafélags-
mönnum. Ég hefi ekki gert upp skiptingu milli búsetu
í sveitum og kaupstöðum eða kauptúnum, né eftir stétt-
um, þó virðist sem af 12 Þingeyingum í Bókmenntafé-
laginu séu aðeins tveir búsettir á Húsavík, en hinir
10 skiptast svo: 4 prestar, 1 kennari, 1 vélstjóri, 3
bændur og 1 kona. Af hinum 54 Eyfirðingum Bók-
menntafélagsins eru 12 búsettir í sveitum.
Ef vér loks athugum félagatöluna á Reykjavíkur-
svæðinu 1921 og 1971, er hún 240 og 874, þar sem töl-
urnar utan Reykjavíkur eru sem næst 960 og 300.
Ekki ætla ég mér þá dul að draga nokkrar almennar
ályktanir af þessum tölum. Þó er auðsætt, að Bók-
menntafélagið nær til miklu færra fólks úti um land nú
en það gerði áður, bæði hlutfallslega og raunverulega.
Vart væri þó að álykta af því, að lestraráhugi og bók-
fýsi fólksins úti um landið hafi minnkað, þar kemur
margt fleira til sögu. Bókasmekkur fólks er ólíkur því,
sem hann var fyrir 50 árum, en þó hygg ég hann hefði
átt að breytast meira á höfuðborgarsvæðinu en utan
þess. Bókmenntafélagið hefir hinsvegar verið sjálfu sér
furðulíkt öll þessi ár, nema ef nú eru að gerast einhver
straumhvörf í því efni, en þau hafa ekki sagt til sín
enn í félagatölunni. Og víst er, að bækur þess hafa ekki
það aðdráttarafl, sem þær höfðu 1920, þegar enn voru
að koma út íslands lýsing Thoroddsens og íslendinga
saga Boga Melsted, sem menn sóttust eftir. Ef tölur
þær, sem nefndar voru, væru spegilmynd af bókfýsi
Islendinga, fyrr og nú, væru þær satt að segja ískyggi-
382 Heima er bezt