Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 8

Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 8
HOLMSTEINN HELGASON, RAUFARHOFN: Æsk uminning Veturinn 1901 til 1902 var snjóþungur, a. m. k. hér á Norð-Austurlandi, sérstaklega síðari hluti hans, og svo vorið. Þá voru alger jarðbönn frá miðvetri og fram um miðjan maímánuð, að hnjótar fóru að koma upp meðfram sjávarströndum af sólbráð, ef eitthvað greiddi til í lofti. Hitastig var mjög lágt, og oftast neðan við frost- mark á nóttum. — Hafísinn kom að ströndum lands- ins er leið á vetur, og fyllti hvern fjörð og hverja vík, frá Breiðafirði norður og austur um land, allt suður um að Skaftárós, að fréttir hermdu, og vék ekki frá landinu fyrr en seint í maímánuði hér við Norð-austur- ströndina, og sjálfsagt síðar, norðan- og vestanlands. Mér er margt minnisstætt frá þessu vori, sem sumt verður í frásögu fært hér á eftir, og eitt af því var það ógrynni af rjúpu, sem safnaðist að sjávarströndinni á Einmánuði og fram um og yfir sumarmál. Það var allt morandi af rjúpu hvar sem litið var, svo ég hef aldrei fyrr né síðar séð annað eins, og hef ég þó oft á ævinni séð mikið af þeim fugli, sérstaklega til fjalla og heiða á haustin. Þær trítluðu eftir fönnunum í breiðum, sem ekki sá út yfir, óteljandi þúsundir og sjálfsagt milljónir, hvar sem gengið var, og væri moði eða salla fleygt út frá peningshúsum var óðara komin á það hrúga af rjúp- um og flugu varla upp þótt menn gengju hjá, heldur aðeins trítluðu frá á meðan, svo gæfar voru þær. Snjó- tittlingarnir komust ekki að þessu æti, og var þó nokk- uð af þeim, svo sem títt er í harðindum. Foreldrar mínir bjuggu þá á hálflendunni í Gunnólfs- vík, sem er nyrsta bújörð í Norður-Múlasýslu, og jafn- framt í Skeggjastaðahreppi, og nú í eyði. Ég var 9 ára þetta vor, þann 5. maí, og var farinn að hjálpa ögn til við bústörfin, hafði t. d. sumarið áður setið kvíaær en þá með öðru ungmenni, og smalað ánum oft á kvöldin eftir að hætt var að sitja þær. Og svo hafði faðir minn líka smíðað mér lítið orf og ljá sumarið 1901, svo ég gæti í frístundum frá ærgæzlunni, borið mig til eins og hinir karlmennirnir, en eftirtekjan af mínum slætti, held ég, að hafi orðið fremur rýr það sumarið, en meiri síðar. Þetta vor leit ég fyrsta sinn hafísinn, „Landsins forna fjanda“, en mér fannst hann ekkert ljótur. Við höfðum áður búið á landjörð, nokkuð langt frá sjónum. Eftir að ísinn fyllti fjörðinn var ég ásamt vinnukonu, sem var hjá okkur, látinn standa yfir fénu stund úr degi í fjörunni, því það gat náð í þarablöð á milli jakanna með fjörunni og eitthvert snap á flúðum, og allt er hey í harðindum, en við þurftum að vera vel á verði, að kindurnar træðu sér ekki á milli jakanna og sætu þar fastar eða færu á bak við jaka og kæmust ekki til baka. Við vorum því alltaf að telja af og til. Stundum stukku gemlingar upp á jaka og niður af honum hinumegin, og varð þá stundum að sækja þá og lyfta þeim upp á jakann aftur og yfir. Urðum við stundum að leita milli jakanna ef vantaði, en ævinlega fundum við allt að lokum. Það var nýstárleg og stórfengleg sjón að líta. yfir fjörðinn þakinn af hafísnum, þar sem áður hafði verið sjór, var nú aðeins yfir hvíta breiðu að líta, með óteljandi mishæðum, sums staðar eins og tumum á húsum, sem ég hafði séð á myndum, og svo jakamir í fjörunni, sem sá í hliðina á, sem voru ljósgrænir að lit. Allt fannst mér þetta svo sérkennilegt og raunar fag- urt í öllum sínum hrikaleik. Ég hef oft hugsað um það síðar, eftir að ég fór að ferðast með flugvélum um loft- in blá, þegar flogið hefir verið ofar skýjum, undir heið- um himni með skýjaþokuna fyrir neðan sig, hvað þetta þokuhaf, með öllum sínum hnyklum og ójöfnum, sem sólin skín á frá heiðum himni, getur verið líkt og að líta yfir firði og flóa fulla af hafís, frá einhverri sjónar- hæð á landi. En hafísinn og harðindin þetta vor báru með sér marga erfiðleika, svo sem jafnan hefir verið hér á Ritgeréasamkeppni „Heima er bezt - 3. verðlaun 388 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.