Heima er bezt - 01.11.1971, Side 16
Rauðþörungurinn (Lemanea).
Vatnaskófin (Verrucaria).
Vatnamosinn (Rhynchostegium).
þræði eða loðnu á ýmiss konar undir-
lagi og eru sjaldnast mikið áberandi.
x41geng myglutegund er Saprolegnia, en
hún myndar hvíta loðnu utan á dauðum
skordýrum, sem fljóta á vatninu.
Sveppir lifa flestir á lífrænum efnum,
eins og dýrin, og sækja því oft í vötn, sem
eru menguð með lífrænum úrgangi. í
sumum menguðum ám í Evrópu, mynda
þeir samfellt lag á steinum og öðru undir-
lagi í botninum og koma í stað þörung-
anna, sem áður uxu þar.
Mjög lítið er vitað um vatnasveppi hér
á landi.
FLÉTTUR EÐA SKÓFIR
Skófirnar (Lichenes) eru samsettar af
sveppum og þörungum, og hafa að því
leyti sérstöðu meðal lífvera jarðarinnar.
Þær eru algengar á grjóti, trjám og ófrjó-
um jarðvegi. Fáeinar tegundir skófa lifa í
fersku vami og í fjörum. Eru það einkum
tegundir af ættkvíslinni Verrucaria, sem
mynda svart hrúður á steinum og klettum
í botni vatna og vatnsfalla. í lindalækjum
og ám eru þær einkum áberandi, og eiga
sinn þátt í því að lita botn þessara vatna
svartan.
MOSAR
Ymsar mosategundir (Musci) eru algengar
í fersku vatni. Stundum er mosagróðurinn
svo mikill, að steinar og klettar í bom-
inum eru þaktir mosa. Á það einkum við
rennandi vam, helzt lindalæki og lindaár,
°g einnig blandaðar ár. Jafnvel í jökul-
vötnum ma finna mosa á steinum við
bakkana. Stundum þekur mosinn kletta í
grennd við fossa og vex jafnvel í sjálfum
fossinum. Er hann oft furðu þrautseigur
á slíkum stöðum, að standa af sér mislyndi
vatnanna.
Stórvaxnasti mosinn í íslenzkum vöm-
um og einn sá algengasti er ármosinn, sem
Björn í Sauðlauksdal kallaði árgrjótsmosa
(Fontinalis antipyretica). Hann getur
myndað allt að meterslangar tægjur, og
einkum algengur í fremur lygnum ám og
lækjum, en finnst einnig í nokkrum straum-
hörðum am, t. d. 1 Fnjóská. Þar er hann
víða mest áberandi gróðurinn. í Laxá er
allmikið af ármosa við bakkana, og á linda-
svæðunum við austurströnd Mývams. í
Laxá er mosinn venjulega þakinn grænþör-
ungum (Cladophora o. fl.), og myndar
hann ásamt þeim, hinar alkunnu slýtægjur
í ánni.
I straumhörðum ám er tegundin Hygro-
hypnum ochraceum algengust, og myndar
þar oft langa þræði (var. filiforme). Önnur
algeng tegund er Rhynchostegium rusci-
forme (lækjamosi), sem er tíðust í lækjum.
Einnig eru tegundir af ættkvíslinni Hygro-
hypnum nokkuð tíðar. Framhald.