Heima er bezt - 01.11.1971, Side 19

Heima er bezt - 01.11.1971, Side 19
hjá, en held að það hafi verið frændfólk fólksins á Grímsstöðum á Fjöllum, því við vorum beðnir fyrir kveðju þangað. Nú voru Grímsstaðir á Fjöllum næsti áfangastaður og vatnaskrímslið Jökulsá á Fjöllum á leiðinni. Við þurftum því að koma á símstöðina í Reykjahlíð og síma í Grímsstaði og biðja um ferju á tilteknum tíma þegar við kæmum að Jökulsá, og var það auðsótt því Stein- dór hafði verið búinn að síma í Grímsstaði og tilkynna komu okkar og biðja um ferjuna. Þvílíkt hagræði var þá að símanum miðað við það, sem var áður en hann kom til sögu á fyrsta áratug aldarinnar. Nú lögðum við á Mývatnsöræfi í átt til Jökulsár og opnaðist okkur þar nýstárlegur heimur, því alls staðar mátti sjá gufustróka stíga upp, eins og úr sjóðandi pottum og var gufumóða yfir öllu umhverfi. Þarna var heldur seinfarið því að það var töluvert um aurbleytu. Við urðum því dálítið á eftir áætlun að ánni og var ferjumaður búinn að bíða okkar eitthvað við ána. Ferjumaður var Kjartan Krist- jánsson bóndi á Grímsstöðum. Töluverður geigur var í mér við Jökulsá. Ég hafði aldrei séð svona vatnsfall áður, og fannst mér ógerlegt að reka hestana út í svona ógurlegan flaum. Það varð þó að gerast, um annað var ekki að ræða, en svo var ég hræddur um þann skjótta minn, að ég fór fram á það við Kjartan að fá að hafa hann aftan í ferjunni og leyfði hann það með því skil- yrði, að ég héldi í tauminn en sleppti honum, ef í óefni færi. Þetta gekk svo allt vel, enda var Kjartan víst af- burða ferjumaður og þaulvanur ánni. Hina hestana hrakti langan veg niður ána en landtaka er þarna góð, svo hræðsla mín var víst ástæðulaus. Nú vorum við komnir að Grímsstöðum á Fjöllum eftir 7 daga ferð frá Silfrastöðum í Skagafirði, og nú hafði verið lagt fyrir okkur að vera dag um kyrrt á Grímsstöðum og hvíla hestana undir síðasta og versta áfanga leiðarinnar, Haugsfjallgarð. Á Grímsstöðum bjuggu þá Kjartan, sem fyrr var nefndur, og Sigurður Kristjánssynir. Hafði faðir þeirra, Kristján Sigurðsson, búið þar lengi stórbúi við mikla rausn, og var heimilið víða rómað sem fyrirmyndarheimili. Þetta mátti segja, að væri næsti bær við Vopnafjörð, og Grímsstaðamenn verzluðu mikið við „Framtíðina“ á Vopnafirði. Stein- dór Jóhannesson verzlunarmaður var því vel þekktur á Grímsstöðum og var vinfengi á milli, enda kom það fram í öllum viðurgjörningi við okkur og fyrirgreiðslu á Grímsstöðum, því það var bókstaflega allt í té látið, sem hugsanlegt var að okkur mætti að gagni verða á hinum erfiða fjallgarði, sem nú var framundan. Hey handa hestunum og matur í nesti, ef við kynnum að verða lengi að komast yfir heiðina sökum ófærðar. Nú hófst níundi dagur ferðarinnar með því að leggja upp frá Grímsstöðum á Haugsfjallgarð. Veður hafði held- ur kólnað og var sýnilegt að vera mundi þoka á há- fjallinu. Þegar kom upp í heiðina vestanverða, var þar strax þoka og ísnáladrífa og ófærð nokkur og afar seinfarið. En nú hafði skipazt svo til hins betra fyrir þeim, sem um Haug fóru, að nú var kominn sími yfir fjallgarðinn. Nú stóðu staurarnir eins og góðbúar, sem gengið var á milli og mátti vera dimmt svo ekki sæi á milli þeirra. Á fvrri öldum segja munnmæli, að margir hafi orðið úti á Haugsfjallgarði og allir villzt í Dimma- gil, sem þar er á heiðinni, samanber þjóðsöguna „Nítján draugar í Dimmagili“. Sá tuttugasti átti að hafa villzt þangað líka, en komizt lífs af og sagt frá þeim kump- ánum við að villa um fyrir ferðamönnum. Nú vorum við búnir að þokast áfram að vestara sæluhúsi að nokk- uð áliðnum degi, og var þá ekki um annað að gera en hvíla hestana æði tíma, enda höfðum við hey og mat frá Grímsstöðum til að gefa þeim. Nú var eitt boðorð öðru æðra og það var að fara rólega. Á því gat oltið, hvort hestunum entist þróttur á leiðarenda. Við yfir- gáfum sæluhúsið og lögðum þar með á háfjallgarðinn og var þar þyngst færðin og dimmust þokan og hríðin. En nú voru símastaurarnir vinir okkar, því það grillti alltaf í næsta staur í línunni, því logn var og eiginlega gott veður. Að komast að næsta staur var eins og að koma til vinar síns, sem maður hefur lengi þráð að hitta. Þannig Iögðum við alltaf fleiri og fleiri vini að baki unz við komum að austara sæluhúsi seint um kvöldið. Nú var ekki um annað að gera en hvíla hest- ana þarna, þó að mesta ófærðin væri að baki. Vorum við þarna um lágnættið og létum hestana éta það síðasta af heyinu og matnum frá Grímsstöðum. Fór þá að lyfta undir þokuna og sáum við bjarma í austri. I þeim bjarma var Vopnafjörður. Eftir að við fórum úr austara sæluhúsi, tók smám saman að batna færðin og halla undan fæti til Vopnafjarðar. Fór þá og að létta þokunni, og þegar kom niður að Selá var engin þoka og snjór orðinn lítill. Símalínan liggur þaðan áfram niður í Hauksstaði, en við slepptum nú línunni og fórum út og norður bakvið Rjúpnafell og út hálsinn fyrir ofan Hlíðarbæina. Við komum svo að Ytri-Hlíð kl. 4,30 um nóttina. Þá bjó í Ytri-Hlíð Sigurjón Hall- grímsson, traustur og velmetinn bóndi og fengum við þar hinar beztu viðtökur, enda orðnir slæptir strákl- ingarnir. Þegar við komum í Ytri-Hlíð, var Steindór Jóhannes- son þar fyrir, þess albúinn að leggja á heiðina til leitar, hefðum við ekki komið um nóttina. Þessi ferð með hesta úr Skagafirði til Vopnafjarðar hafði heppnazt ágætlega, og var það að þakka fyrir- greiðslu margra ágætra manna. Gæðingar Steindórs komust vel útlítandi heim til hans, og var hann því vel ríðandi í næstu markaðsferð á Fjöllunum, enda kunni hann því betur. Af mínum hestum er það að segja, að sá skjótti varð kerruhestur og mjög þarfur í búi, en sá brúni varð af- burða reiðhestur. Ég tamdi hann og átti hann í 3 ár. Þá gat ég ekki neitað Steindóri, þegar hann bað mig; að selja sér hann, enda borgaði hann fyrir hann miklu hærra verð en þá var gefið fyrir hesta. En Steindór var svo óheppinn nokkuð mörgum árum síðar, að missa þennan snillingshest. Hafði hann að haustlagi verið £ Framh. á bls. 401 Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.