Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 20
JON GUÐMUNDSSON, SKALDSSTOÐUM: Frásöguþættir af bæjum í Reykhólasveit Framhald. H ólmgöngu kýlon byggði fyrstur manna bæ á Hafrafelli, við hann er kennt Kýlonsvatn á Hafrafelli. I landi Hafrafells eru tvö eyðibýli Auð- unnarkot og Vogsbotnskot. Auðunnarkot er á hjalla vestanvert við Hafrafell. Þar er túnstæði stórt, girt hlöðnum túngarði, er náð hefur allt niður á sjávarbakka. Hefur garður þessi verið hið mesta mannvirki á sinni tíð og vel til hans vandað á allan hátt. Miklar húsarústir eru og á þessu eyðibýli, einnig eru leifar eftir tvö skipahróf undir sjávarbökk- unum niður af býlinu. Sýnir það, að sá ábúandi, sem þar hefur búið, hefur verið velstæður maður og haft talsvert umleikis. Má það því furðu gegna, að engin heimild er nú til um þann merka mann, sem þarna eyddi ævidögum sínum. Sýnir það hvað gleymskudjúp liðinna alda er djúpt, og aídrei verður náð nema örlitlu broti Hafrafell. af sögu þess fólks, sem lifði og hrærðist þá. Á sjöunda tug 19. aldar vildi maður, að nafni Jón Björnsson, end- urreisa byggð á Auðunnarkoti en varð að hætta við það sökum þess, að einn nágranninn hrakti hann í burtu þaðan. Þröngbýlið hefur löngum verið þyrnir í augum stórbændanna. Síðan þetta varð, hefur ekki verið gerð tilraun til að endurreisa byggð á kotinu, og telja má víst, að það verði ekki gert í bráð. Hitt eyðibýlið, Vogsbotnskot, er skammt frá Hafra- fellsvatni niður undir Króksfirði. Fyrsta heimild, sem er til um byggð þar, er frá 15. öld, hét býlið þá Vogs- botn. í Jarðabók Árna Magnússonar 1710 er býlið í eyði, og sagt, að svo hafi verið frá gamalli tíð. Benda líkur til, að þar hafi engin byggð verið á 18. öld, og ekki fyrr en 1849, þá hélzt byggð þar í sjö ár, til 1856, og svo aftur frá 1870—1887. Jörðin Hafrafell var metin að fornu mati 18 hundruð að dýrleika. Engjar allgóðar, hagabeit góð, sumar og vetur, skógur nægur fyrir landseta. í fasteignamati 1961 er Hafrafell metið: Land á 5.200 kr., hús á 12.800 kr., alls á kr. 18.000. Hýsing er góð. Túnið er ekki stórt, en talsvert er í ræktun. Tvíbýli er á jörðinni og véltækt tún á báðum býlunum um 9,42 hekt. BORG r örðin borg var metin að fornu mati 18 hundruð að dýrleika, tún slæmt og engjar mjög litlar. — ^ Land hrjóstrugt og uppblásið, en oft er þar beit á vetrum. Skógur er þar nokkur. Garpsdalskirkja átti eitt sinn skógarítak þar. í fasteignamati 1956—1957 er Borg metin: Land á 5.200,00 kr., hús á 2.600,00 kr., alls á 7.800,00 kr. Hýs- ing er þar léleg, en tún og ræktun talsverð véltæk. Tún 9,93 hekt. í landi Borgar eru leifar eftir tvö eyðibýli, Sólheima- 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.