Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 23

Heima er bezt - 01.11.1971, Síða 23
reynsluskóli þjóðarinnar í nýjum vinnubrögðum. Hann leggur til, að sjávarbændur verði styrktir til að afia sér stærri skipa til fiskveiða á djúpmiðum og flutninga með ströndum fram. Skúla var fullljóst, að með þessum framfaratil- lögum heggur hann nærri hagsmunum þeirra dönsku kaupmanna, sem einokun höfðu til verzl- unar hér á landi, barátta væri því framanundan og vmsum vopnum beitt og bezt væri því að vera við öllu búinn. Hann snýr því máli sínu beint til kon- ungs og óskar eftir vernd hans og stuðningi þessum nýju iðnaðarstofnunum til handa. Ennfremur beið- ist hann þess, að allir peningar, hlutabréf og ann- að, sem í þeim standi, verði undanskilið lögtaki, rekstur þeirra verði ekki stöðvaður, hvað svo sem eigandi hefði gert fyrir sér, að undanskildu broti gegn konungi sjálfum. Hann fer og fram á, að konungur styrki þetta nýja fyrirtæki með 6000 rd. og leggi því til jarðirnar Reykjavík, Effersey og Hvaleyri. Og Skúli er ekki á þeim buxunum að re^na neina lempni gagnvart hinum erlendu kaupmönnum, því hann fer beinlínis fram á, að brotin verði á þeim lög og samningar, með því að fara fram á þá undanþágu, að allar afurðir þessara nýju fyrirtækja verði undanskildar hinni almennu verðlagsskrá, einokunarkaupmönnum skyldi þó heimilt að kaupa vörurnar, ef samkomulag næðist um verð. Að öðrum kosti sé stofnununum heimilt að selja þær öðrum, sem betur bjóði og flytja vör- urnar á erlendan markað með eigin skipum. Hér var ekki farið frarn á lítið, enda skildu hinir erlendu kaupmenn það snemma, að með þessu brambolti Skúla og fylgismanna hans var þeim verzlunarháttum, sem þeir höfðu vanizt á íslandi hátt á aðra öld, stefnt í bráðan voða. Þeir reyndu því að kæfa þessar stofnanir í fæðingunni, eða a. m. k. eins fljótt og verða mátti. Konungur og ríkisstjórn tóku vel í tillögur Skúla og veittu honum jafnvel meira en hann fór fram á. Hlutafélaginu var veittur 10.000 rd. styrkur auk ofannefndra jarða. Nú var hafizt handa um framkvæmdir. Keyptar voru tvær fiskiduggur, önnur 34 smálestir, hin 32. Þá voru keypt áhöld til ullarverksmiðjunnar, viður til húsagerðar, ráðinn erlendur forstöðumaður til að sjá um ullariðnaðinn, tveir tunnusmiðir, húsa- smiður og sútari. Loks voru svo ráðnir til Islands- ferðar (til lengri dvalar hér) nokkrir danskir og norskir bændur, er kenna skyldu íslenzkum ný- tízkulegri aðferðir í búnaði, fyrst og fremst sauð- f járræktinni, sem auðvitað var undirstaða hins nýja ullariðnaðar. Sumarið 1752 kemur svo Skúli með duggur sínar til Reykjavíkur, hlaðnar varningi til framkvæmd- anna. Reykjavík var á þessum tíma bara jörð, ekki bær eða fjölbýlisbyggð eins og hún er núna. Þar voru því engin hús, sem hægt var að nota til svo rismikillar starfsemi, heldur varð að reisa þau öll frá grunni. Fyrst var byrjað á því að reisa verk- smiðjuhús fyrir færaspuna, en síðan risu þau hvert af öðru: íbúðarhús forstjóra, dúkvefnaðarhús, spunahús, sútarahús, beykisbúð, smíðahús og alls konar gei’mslur fyrir afurðir og annað, sem nauð- synlegt var rekstrinum. Þá þurfti að sjá hinum er- lendu mönnum fyrir húsaskjóli og koma fiskidugg- unum út til fiskveiða. í Krísuvík var reist brenni- steinsverksmiðja, upp við Elliðaár þófaramylna og seinna litunarstöð. Saltsuða var höfð á orði en ekkert varð af. Húsagerð fyrir iðnaðarstofnanirnar mun að mestu hafa verið lokið um 1754, og nafnið sem þær gengu undir var: Innréttingarnar. Driffjöðrin í öllum þessum framkvæmdum var Skúli, og svo bættist fljótlega á hann allt bókhald og reikningshald stofnananna. Hann hefur því

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.