Heima er bezt - 01.11.1971, Blaðsíða 26
um allt land. Næsti texti er eftir Ólaf, og það er Svan-
hildur Jakobsdóttir, sem gert hefur lagið vinsælt með
söng sínum.
ÞÚ ERT MINN SÚKKULAÐI-ÍS
Þú ert minn súkkulaði-ís,
þú ert minn sælgætisgrís,
þú ert sætabrauðs drengurinn minn.
Þú ert minn súkkulaði-ís,
þú ert minn sælgætisgrís,
því engan sætari og betri ég finn.
Hann — var dál’till herramann,
hún — var sæt og fín.
Syng — þú til mín, sagði hann,
söngur er ánægjan mín.
Læddust inn í lítinn kofa,
langt frá mannaferð,
heldur en að hátta’ og sofa,
hóf hún söng og sagði við hann:
Þú ert minn súkkulaði-ís o. s. frv.
Þú ert — kvað hann — þokkaleg,
þú — ert sæt og fín.
Syng — þú meira segi ég,
söngur er ánægjan mín.
Ljúfa stund í litlum kofa,
langt frá mannaferð,
heldur en að hátta og sofa
hóf hún söng og sagði við hann:
í mörgum dægurlagatextanum eru þessir Jónar miklir
sjarmörar. Næsti texti fjallar um einn slíkan Jón.
JÓN ER KOMINN HEIM
Ég er hýr og ég er rjóð,
því Jón er kominn heim.
Ég er glöð og ég er góð,
Jón er kominn heim.
Kvíði bæði og angist er
allur vikinn burt frá mér,
því Jón er kominn heim.
Loks í gær var drepið létt á dyr hjá mér,
drottinn minn, og úti stóð hann Jón.
Þó víða færir þú, þú varla fyndir nú
í veröldinni lukkulegri hjón.
Ég er hýr og ég er rjóð o. s. frv.
Systkinin Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsson hafa notið
vinsælda af söng sínum, og sjálfum finnst mér söngur
Ellýar afskaplega fallegur. Textann, sem hér birtist,
hafa þau gert vinsælan.
HVERS VEGNA?
Hvers vegna er hvert lítið barn svo lítið?
Og lífið allt svo undarlegt og skrítið?
Og allt svo ótryggt hér,
að enginn sinnir mér.
Þið fáið sjá hvað satt er.
Ég vil að börnin fái að fæðast stærri,
um fermingu, það gæti látið nærri,
því eftir sjálfum sér að bíða erfitt er
:.: Þið fáið sjá hvað satt er :.:
Þá felldi enginn framar tár, því flestu væri breytt,
Ég var dálítið hissa, þegar ég heyrði eitt af kvæðum
Jóns Helgasonar prófessors sungið sem hálfgildings
dægurlag við rússneskt lag. Eins minnir mig, að Gylfi
Þ. Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra hafi samið lag
við sama texta. — Þetta finnst mér að mörgu leyti
gott, unga fólkið fer þá kannski að glugga í góð
kvæði, eins og t. d. þetta, sem vissulega má flokkast
undir ástakvæði.
LESTIN BRUNAR
Lestin brunar, hraðar, hraðar,
húmið Ijósrák sker,
bráðum ert þú einhvers staðar
óralangt frá mér.
Út í heim þú ferð að finna
frama nýjan þar,
ég hverf inn til anna minna,
allt er líkt og var.
Þú átt blóðsins heita hraða,
hugarleiftur kvik;
auðlegð mín er útskersblaða
aldagamalt ryk.
Einhvers skírra, einhvers blárra
æskti hugur minn,
og þú dreifðir daga grárra
deyfð og þunga um sinn.
En nú liggja leiðir sundur,
ljósin blika köld,
aldrei verður okkar fundur
eftir þetta kvöld.
Gegnum haustsins húmið þétta
hugur minn víða ber,
aldrei muntu af því frétta
að hann fylgir þér.
Framhald á bls. 411
406 Heima er bezt