Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.11.1971, Qupperneq 30
ert og hvað þú ert gömul,“ sagði gamli maðurinn hlýlega. „Ég heiti Sigrún Guðbrandsdóttir. Ég er vestan úr Barðastrandarsýslu. í næsta mánuði verð ég 19 ára. Á ég að segja þér meira?“ „Þakka þér fyrir, góða mín. Jú, mig langar til þess að vita dálítið meiri deili á þér. Hvaða mennt- un hefirðu? Eru foreldrar þínir á lífi? Ég skal ekki spyrja þig um fleira í bráðina.“ „Ég er nú ekkert hálærð, bara skyldunámið og svo landspróf. En það var ekki hátt. Pabbi og mamma eru á lífi. Þau eru í Kópavogi hjá bróður mínum. Við erum bara tvö, systkinin. Hann er 5 árum eldri en ég.“ „Þetta þykir mér vænt um að vita. — En nú skul- um við skipta svolítið um hlutverk. Ég skal segja þér dálítið nánari deili á mér. Þú mannst líklega nafn mitt. Ég er sjötíu og tveggja ára. Menntun mín er að mestu fengin í skóla lífsins, en þá menntun hefi ég auðvitað reynt að hagnýta mér á sem beztan hátt. Hún hefir dugað mér vel. Ég hefi til dæmis verið talinn vel efnaður síðustu áratugina. En það er ekki allt fengið með því, góða mín. Ég ætla annars ekki að tala um það við þig að þessu sinni. Ég á raunar enn 110 smálesta bát, sem ég keypti nýjan fyrir 4 árum; það er ágæt- ur bátur. Hann er í fullum gangi. Ég hefi prýði- legan mann til að annast útgerðina fyrir mig. En auðvitað er það ekki þetta, sem veldur því, að ég hefi kallað þig hingað á minn fund, Sigrún mín góð. Svo er mál með vexti, að ég er ekkjumaður. Ég missti elskulegu konuna mína fyrir 12 árum. Við eignuðumst 3 börn, tvær dætur og einn son. Þegar þessi sonur okkar var 17 ára, veiktist hann alvar- lega. Við gerðum allt, sem í okkar valdi stóð, til þess að hann fengi sem bezta lækningu, en það var allt unnið fyrir gýg. Andrés, drengurinn okkar, dó frá okkur, aðeins 19 ára.“ Hér þagnaði gamli maðurinn, starði fram fyrir sig andartak, en hélt svo áfram: „Dæturnar eru báðar á lífi, báðar giftar —, já, báðar ágætlega giftar. Þér dettur nú kannski í hug að spyrja, hvers vegna ég sé ekki á vegum þeirra. Því er fá fyrst til að svara, að ég vil vera frjáls og sjálfstæður maður, meðan ég megna nokkuð. Ef ég færi í hornið hjá annarri hvorri stelpunni minni, þá leyfðu þær mér áreiðanlega ekki að vera að basla við útgerð. Svo eru þær ekki alveg í handraðanum, önnur í Englandi, en hin í höfuðborginni okkar. — Vegna þessa er ég nú kominn hingað — kominn á elliheimili. Ég er auðvitað orðinn talsvert gamall og farinn að verða heldur stirður í snúningunum. Þetta fann ég. Svo fór ég einmitt hingað með það fyrir augum, að eignast hér innan veggja einhvern, sem gæti annast ýmis erindi fyrir mig. Ég þarfnast vinar, góða mín, vinar, sem ég má treysta. — Ég hóf leit- ina að slíkum vini, undir eins og ég kom hingað. Ég veitti þér fljótlega athygli. Og nú hefi ég ákveð- ið að velja þig.“ Það varð ofurlítil þögn, þar til unga stúlkan sagði: „Ég held að ég skilji þig að mestu leyti. En hvers vegna valdirðu mig?“ Hún leit alvarleg á gamla manninn. Hún hafði fylgzt með orðum hans af vax- andi fjálgleik. „Framkoma þín er óaðfinnanleg. Þú varst alltaf jafn hlýleg, við hvern sem þú áttir tal. Alltaf varstu hýr í bragði og sívinnandi. Þú virðist hafa ánægju af að starfa, einkum þó þínu starfi hér. Þú ert létt í spori, en ákveðin. Þú æðir ekki áfram eftir ein- hverri óljósri stefnu, heldur veiztu hvað þú vilt. Allt þetta gerði þig ákjósanlega í það hlutverk, sem ég ætlaði vini mínum hér á heimilinu — eða vin- konu.“ „Hvað er það svo, sem þú vilt að ég geri fyrir þig?“ „Það er von að þú spyrjir. Það ber líka vott um gætni þína. Ágætur eiginleiki, ekki hvað sízt, þegar hann bætist við aðra góða. — Ja, það er nú ekkert smáræði, sem ég ætlast til. En ég skal sjá til þess, að það gangi ekki að neinu leyti út yfir störf þín hér. — Það er sannarlega ekki svo gott að segja frá þessu í fáum orðum. Eins og ég sagði áðan, þarf ég nauð- synlega á vini að halda. Ég þarf að eignast hér, já, nokkurs konar dóttur, sem fús er að skreppa í sendi- ferðir fyrir hann pabba sinn, vera honum til ráð- gjafar, en umfram allt að hjálpa honum til þess að halda lífsgleði sinni og lífslöngun, með því að rabba við hann, — já, já, vera eins og góð dóttir hans. Auð- vitað skaltu ekki tapa á því fjárhagslega. En samt vil ég taka það skýrt fram, að ég ætla þér að vinna þetta fremur sem — já, sem fórn, en ábatastarf. — Ég sé, að þú ert hugsi. Það er rétt. Þetta er starf, sem áreiðanlega er dálítið óvenjulegt. Þú skilur það, að ég fer bókstaflega fram á það við þig, að þú breytir við mig sem sannan vin — auðvitað þannig, að þér sé hlýtt til mín — segjum, að þér þyki ofur- lítið vænt um mig. — Nei, ég er bara að tala um föður og dóttur. Pabbinn er orðinn fjörgamall, en dóttirin er ung og elskuleg, og annast hann pabba sinn með mestu prýði! Já, nú hýrnaði yfir þér. Þú ert mátulega tortryggin. Mér líkar það vel. En nú er komið að því, að mig langar til þess að 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.