Heima er bezt - 01.11.1971, Page 33
in þá. — Berin látin í súrmjólk jafnóðum. — Berjahrær-
ingur skammtaður. — Allt kál notað, soðið fyrst dálítið
og skorið smátt, áður en það var látið í súrinn. Einir
var hafður i te, beitilyng og mura. — Jafnagula lituð.
]ón Pálsson, bankagjaldkeri, segir: Sölin „yrkt“, þarf
að taka þau þannig, að þau vaxi áfram, eru föst á stein-
um. — Ekki aðrar sjávarjurtir til manneldis en söl. —
Seld vættin eins og feitmeti. — Verzlunarvara. — Seld
í vættum austur um allar sýslur. — Eyrarbakki, Stokks-
eyri og Grindavík, einu staðirnir, sem söl eru á Suður-
landi.
Theódúra Sveinsdóttir, merkur matreiðslukennari,
segir svo frá: Eg var að matbúa, með stúlkum mínum,
handa mörgum gestum upp í sveit, og við urðum uppi-
skroppa með spínat. — Vissum ekki hvað við áttum að
gera. — Ég fór þá út og sótti njóla. — Þetta þótti ágætt,
betra en spínat, fáir þekktu þetta. — Þá hrópar einhver:
„Njóli, njóli? — Þetta er þá bara njóli! “
Björg og Ingibjörg, mæðgur frá Skálmardal, í Barða-
strandarsýslu, Björg á níræðisaldri, Ingibjörg á sextugs-
aldri: Mjög rnikið notaður skelfiskur þarna, þótti herra-
mannsmatur. Engin nefndi neina óhollustu af því eða
eitrun, aldrei kom það fyrir. — Ingibjörg segir, að krakk-
ar sínir hafa borðað ósköp af þessu í Dýrafirði. — Eftir
aldamót 1900 oft þröngt í búi, aldrei orðið neitt meint
við. — Heilar börur fullar, soðið, og þótti fullsoðið,
þegar skelin opnaðist sjálfkrafa. — Mátti vel hafa í súp-
ur líka, en þurfti að hreinsa það vel, ekki frítt við, að
sandur kæmist svolítið inn. — Stundum steikt líka á
glóð, þurfti að gá að að aska færi ekki inn í. — Stund-
um tekið úr skeljunum hráurn og haft í súpur, en ann-
ars soðnar skeljarnar með öllu saman, líka ágætt.
Það var kræklingur, bláskeljar, kúfiskur og aða, allt
ágætt. — Öðuskeljar þóttu beztar, kornu mest eftir rosa-
garða. — Feyknin öll þarna inn í fjörðunum. — Björg
man ekki, hve margar skeljar þóttu jafngildar nýmjólk-
urpotti, það var talað um það. — Surnir tóku „magann“
úr, en hann var grænleitur, sætur á bragðið. Aldrei tóku
börn Ingibjargar hann úr. — Ef skeljarnar liggja lengi
uppi í lónum, þar sem sjór leikur ekki um þær, geta
þær orðið banvænar.
„Hjálparvök“ var í Gufufirði, sagt að hún hefði alltaf
verið opin í harðindum, svo fátæklingar náðu þar í
skcljar.
Allur kornmatur fluttist ómalaður í verzlanir. —
Handkvörn var á hverjum bæ, einstaka stað kornmyll-
ur við læki. — Bankabygg mjög mikið notað: Fínt
bankabyggsmjöl þótti sérstaklega hæft í lummur, sem
var eina kaffibrauðið á þeim árum.
Björg segir: Skarfakál sótt út í hólma, sem lágu undir
jarðirnar, heilir skipsfarmar. — Súrsað í því slátur. —
Nýr skarfakálsgrautur góður. — Kálið var látið í tunn-
ur, ekki soðið, kom fljótt mikill vökvi úr því, þurfti að
hræra í því við og við, vildi mygla ofan. — Haft í grauta,
brauð og slátur, súrsað í því.
Sölin sótt í Saurbæ, ekki etin til muna, eftir að Björg
man eftir. Geitnaskóf, grá, flöt skán, spratt á steinum,
föst á einni taug, ekki eins römm í pottbrauð, en mátti
ekki taka. Hvannanjóli með nýju smjöri eins og veizla.
Ingibjörg segir, að krakkar sínir hafi borðað rnikið
holtarætur. — Máltækið segir: „Allt er matur, sem í
magann kemst nema ósoðnar holtarætur. — En ekki varð
börnunum meint af. Björg segir, að þjóðsagan segi, að
brönugrösin eigi að flytja sig á sjö ára fresti.
Önnur rótin sekkur (konurótin), hin flýtur (karla-
rótin). — Gulrófur og næpur ræktað. Fræið kom í
kaupstaðinn frá því Björg man fyrst eftir. (Næpan sögð
orðin innlend 1780).
Rófnakál, eða garðakál, allt notað, skorið (skerborð
og káljárn), soðið og fergt, notað í súpur. Alltaf var
hlaupið til grasa á vorin, eftir því sem tók upp, svona í
skjólur. — Ekki notað fræið af súrleggjum í brauð, en
súruleggir og blöð að gamni. — Kúmen notað í brauð
og kaffi.
Lyfjagras við skyrgerð. — Tungublöð fífils, hrafna-
blökur, gott salat.
Stefán frá Hvítadal, skáld, Saurbær, Dalasýslu, segir:
Sölin þvegin í vatni í Breiðafjarðareyjum, þess þarf
ekki í Saurbænum, vatnið rennur um fjöruna. — Stefán
minnist á sölvafjörutoll, gömul ummæli. — Lögfest
sölvafjaran, stendur þar. (Holti í Saurbæ).
Plástrar. Það er alkunnugt, að alls konar plástrar hafa
verið gerðir úr ýmsri jurtasamsuðu, og reynzt vel.
Einn frægastur plástra mun vera Hóla- eða Svarti
plásturinn svo nefndi, sem mun vera uppfundinn af
Guðlaugu Björnsdóttur á Skinnastað í Öxarfirði, konu
síra Hjörleifs Guttormssonar. Hún var mjög nærfærin.
— En hvernig þessi plástur er búinn til, er leyndarmál
ættarinnar.
Alltaf átti einhver af ættinni að þekkja aðferðina. —
Björg í Lóni í Kelduhverfi, dóttir Guðlaugar, bjó plást-
urinn lengi til. — Að henni látinni gekk einkaleyfið
fyrir hann til Þórunnar Hjörleifsdóttur á Tjörn í Svarf-
aðardal. Plásturinn var mikið keyptur og fékkst um
tíma í lyfjabúðum. Hann átti þátt í að draga gröft úr
ígerð, átti einnig við bringspalaverk.
Helga Thorlacíus frá Duvansdal í Arnarfirði, lærð
matreiðslukona á þeim árurn. — Var um lengri tíma í
Frakklandi, Parísarborg og víðar. Fluttist heim milli
1920 og 30, fór víða. — Hafði námsskeið og stóð fyrir
veizlum í Reykjavík. — Gerði ýmislegt úr íslenzkum
jurtum: Kryddvín og deserta, eða ábætisrétti. — Þóttu
mesta hnossgæti.
Þórey á Reykhólum og Ólafur Hvanndal, prentmynda-
meistari, áttu eyju í Breiðafirði. — Skepnur ganga í kál-
eyjum við Breiðafjörð. (nfl. Skarfakál) og fitna feyki-
lega, bæði á mör og hold, grænleitur mörinn, mjög
bráðfeitur. — Eygengið fé kallað. — En það er mikil
flæðihætta víða, því hafa menn ekki allir fé í eyjum og
hólmum. Kirkjumáldagar kalla þetta fjörugæði, og er
orð að sönnu. Urn fjörugæði kringum ísland er lítið
getið annars staðar en hér á Vestfjörðum.
Bjarni Jónsson frá Unnarholti, bankastjóri á Akur-
eyri, kunni vísu efitr bónda einn í uppsveitum Árnes-
Heima er bezt 413