Heima er bezt - 01.11.1971, Side 34

Heima er bezt - 01.11.1971, Side 34
sýslu, sem fór með dætur sínar að grafa rætur á Góu- þrælinn: „Á Góuþrælinn gekk ég út að grafa rætur út með mínar allar dætur, óspjallaðar heimasætur“. Þórunn Bjarnadóttir, prestskona í Vigur, hælir mjög gallinu, bæði fiskgalli, sem ævinlega var notað jafnóð- um til að þvo sjóvettlingana, einnig til annarra þvotta. En sérstaklega hafa það við bruna, handhægt. — „Hirð- ið allt gall, hverju nafni sem nefnist,“ segir frú Þór- unn. Grasa-Þórunn frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V.- Skapt. — Var ljósmóðir þar liðug 30 ár. Hún segir: Við gallsteinum (einkaleyfislyf, sama ættin) 15 dropar, grassia, 2—3 sinnum á dag. Hvalkvörn, sorfin niður, afarfínt, eins og asperin, við þvagteppu, eins til að auka hríðir við barnsburð. í gömlum bókum segir, að álftakólfurinn hafi guð- dómlegan kraft. — Þórunn sýður hann með mörgum öðrum jurtum. — Hún hefur mest fundið upp á því að sjóða mörg grös saman. — Blóðberg má ekki sjóða nema 5 mínútur, gufar þá upp of mikið nema í moð- suðu. — Græðilyf: Vallhumall, sortulyng, ljónslöpp, viðarlauf eða grávíðir, klippt niður smátt á diskkúpu og soðið í smyrsli: Tveir lítrar vatn og eitt kg feiti. — Vatnið seytt þangað til það er gufað upp. Það er alkunnugt, að Þórunn græddi brunasárin með alls konar jurtasamsuðu og reyndist það framúrskar- andi vel. — Afkomendur hennar gera slíkt hið sama enn þann dag í dag. Þórunn segir: Njólarót, horblaðka og álftakólfur (Mýrakólfur eða nautalág) við lifrarbólgu. „Nálykt má eyða með því hafa hvönn inni. — Öll grös máttar- minni, sem eru ræktuð í görðum. — Fíflarætur til lækn- inga. — Fíflablöð í salat. — Þurrkuð ber með sykri, voðahnoss,“ segir Þórunn, „einnig hrútaber.“ Þóra Magnússon, dóttir Jóns Péturssonar, yfirdómara, Reykjavík, skrifar: Njólauppstúf: Við notum þetta all- ar systurnar, foreldrar okkar líka og Grímur á Bessa- stöðum. — Veit ekki um fleiri. — Njólinn er tekinn snemma sumars, seinna óholt, hef ég heyrt sagt. — Mörgum þykir þetta uppstúf betra en spínat, líkast því. — Blöðin eru þvegin, soðin með svo litlu salti, grennstu leggirnir mega vera með. Tekið upp, saxað, soðið geymt. — Smjör og hveiti látið í pott, þynnt með njólasoðinu, eða með mjólk, ef njólasoðið þykir ekki gott. — Ofur- lítið sykur og múskat, ekki súr. Svipað þessu skýra þau frá reynslu sinni, og að nokkru leyti eftir minni, um æti- og lækningajurtirnar á sjó og landi: Ásthildur Guðmundsdóttir, Bíldudal við Arnarfjörð, Bjarni Sigurðsson, Vattarnesi við Fáskrúðs- fjörð, Sveinn, hreppstjóri á Akranesi og Metta, kona hans, Ólöf Bjarnadóttir, fædd í Hellisfirði, S.-Múla- sýslu, var síðar á Egilsstöðum á Völlum (100 ára gömul 1934). Þetta er orðin æðilöng lexia um gagnsemi jurtanna. — Þó hefur lítið sem ekkert verið getið þeirrar notk- unar, sem mest og almennast hefur af þeim hlotizt, nfl. jurtalitunarinnar, sem allt frá fornöld hefur tíðkast um land allt, til gagns og ánægju landsmönnum, og ger- ir svo enn í dag. Fornsögurnar bregða stundum upp skyndimyndum, af sérstöku tilefni, um dagleg störf og tiltæki. — Finn- boga saga ramma segir t..d: „Syrpa sendi Gest bónda sinn að vita sér um brúngrös. — Svo bar til, er hann hljóp um grjót og haga, að hann heyrir barnsgrát.“ (Barn hafði verið borið út). Svarfdæla segir: „Á þessu sama hausti sóttu þeir lit- grös, bræður frá Brekku, er móðir þeirra sendi þá eftir.“ Þá munu og litklæði fornmanna hafa verið lituð úr jurtum, svo segir Jón Aðils, sagnfræðingur, í „Gullöld íslendinga“. — Enda er þess skemmst að minnast, að ágætt karlmannafataefni, litað dökkbrúnt úr mosa, var á sýningu frá Fljótsbakka í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir nokkru og vakti aðdáun allra. — Sortulyng gefur líka ágætan lit á fataefni. Að sjálfsögðu hafa landsmenn á öldinni sem leið sér- staklega notfært sér leiðbeiningar þeirra góðu manna: Síra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal í „Grasnytj- um“, Eggerts Ólafssonar, lögmanns, í „Grasabókinni“ og Jóns Hjaltalíns, landlæknis í „Grasafræði“. Síra Björn segir í formála „Grasnytja“: „Ég óska þess heilshugar, að lesarinn uni sæll við grösin græn. — Og geti þetta ómak mitt orðið honum að gagni, eins og grasnytjar hafa orðið mér, þá gleður það mig alla ævi, þangað til við leggjumst að sofa undir grænni torfu“. Og þá erum við komin allt fram á vora daga. Hirðir nokkur um grasnytjar á voru landi nú? Já, trúin á mátt og megin plantnanna lifir enn góðu lífi hjá nútímamönnum: Afkomendur Þórunnar grasa- konu sjóða sín smyrsl til græðslu meinum manna. Þuríður Sigmundsdóttir á Njálsgötunni í Reykjavík sækir steinamosa norður í Vatnsnes, sýður hann, býr til mosavatn og læknar magaveiki, og sjálfa sig læknaði hún af magasári. Húnvetnska merkskonan, Elísabet Guðmundsdóttir, sýður heilsudrykk af vallhumli, drekkur af honum og læknar mein sitt, ristilbólgu, sem læknar réðu ekki við, og hefur jafnvel miðlað vinkonu sinni, sem þjáist af sama kvilla. Og Matthildur í Garði í Aðaldal litar sína fögru liti úr jurtunum góðu; gefur af litafegurð sinni band af mörgum litum í fermingar- og afmælisgjafir, jafnvel í brúðargjafir. — „Fólkið kýs þetta fremur en glingur úr búð,“ segir Matthildur. Já, mætti svo verða enn um sinn, að það innlenda verði meira metið en það aðkeypta, landar góðir! Kynnist gróðri jarðar! Elskið gróður jarðar! Notið gróður jarðar, vinir! Halldóra Bjarnadóttir tók saman. 414 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.