Heima er bezt - 01.04.1975, Qupperneq 2
€ru heimilisstörfin
litilmótleg ?
Margt er rætt og ritað um þjóðfélagsstöðu kouunnar á
þessu alþjóðlega kvennaári, og ekki að ófyrirsynju. Skal
ég ekki blanda mér í þær almennu umræður. En fyrir
nokkru birtist í Morgunblaðinu þýdd grein eftir ensk-
an kvenskörung, þar sem hún eggjar kynsystur sínar til
dáða. Tvær setningar í grein þessari urðu kveikjan að
því, sem hér er sagt. Á öðrum staðnum er rætt um þá
lítilsvirðingu, sem húsmóðurinni sé sýnd og þar segir
greinarhöf.: „Það er starfið en ekki hún (húsmóðirin),
sem er Iítilmótlegt“. Og síðar segir svo: „Segið þeim
(þ. e. börnum yðar) að heimilisverkin séu skítverk, en
séu skárri, ef þau eru unnin í samvinnu.“
Frá alda öðli hefir hcimilið verið hornsteinn þjóðfé-
lagsins, og segja má að saman hafi farið gæfa hvers
þjóðfélags og hversu heimilin hafa verið þess umkom-
in að rækja hlutverk sitt. Upplausn heimilanna, hefir
löngum orðið undanfari upplausnar þjóðfélagsins, og
sjáum vér þess ef til vill skýrust merki á vorum dögum.
Nú er það ómótmælanleg staðreynd, að heimilishættir
og heimilismenning er fremur öllu öðru starf húsmóð-
urinnar. Uppeldi barna, hoilustuhættir og heimilisbrag-
ur allur cr mótað af störfum hennar og hvílir með mest-
um þunga á herðum hennar. Það er engin tilviljun, að
fjölmargir af forystumönnum þjóðanna á nær öllum
sviðum, stjórnmálum, atvinnurekstri, vísindum, skáld-
skap og öðrum listum hafa fyrr og síðar lýst því yfir, ef
tilrætt hefir orðið um störf þeirra, að gengi sitt eigi
þeir mest að þakka því, að þeir áttu góða móður. Og
þótt ill nauðsyn hafi knúið þjóðfélögin til að koma
upp dagheimilum, leikskólum og hvað það allt heitir,
sem nú er stjórnað af sálfræðingum og félagsfræðing-
um, er ósannað að þau geti alið upp menn, sem standa
framar þeim, sem fengu uppeldi sitt við móðurkné, enda
þótt skilyrðin væru erfið og langt neðan við það, sem
nú er kallað mannsæmandi. Og samt kallar þessi ágæta
kona heimilisstörf kvenna „lítilmótleg“. Þau störf, sem
eru þegar öllu er á botninn hvolft hin mikilvægustu í
þjóðféiaginu. Annað mál er, hvort þau hafi ætíð verið
metin réttilega á vog og kvarða samfélagsins, og það
vitum vér öll, að löngum hafa verið lagðar þyngri byrð-
ar á hcrðar húsmóðurinnar, en sæmilegt má teljast, og
þeim oft þess vegna meinað að neyta hæfileika sinna
cinnig utan heimilisins, á þeim vettvangi, sem hugur
hennar hefur staðið til. En það hefir líka oft verið hlut-
skipti karla, að fá ekki notið hæfileika sinna eða fullnægt
þrám sínum vegna lífsbaráttunnar. En skörin þykir mér
færast upp í bekkinn, þegar sú rödd heyrist frá málsvara
kvennanna sjálfra, að heimilisstörf séu lítilmótleg.
En þó að kastað sé þar lítilsvirðingu að hinum merki-
legustu störfum, þá er í rauninni jafn fráleitt að tala um
að nokkur störf séu lítilmótleg, ef þau eru nauðsynleg í
samfélaginu. Nauðsynjastörfin eru öll jafn mikilsverðir
hlekkir í þeirri festi, sem tengir þjóðfélagið saman, svo
að það fái lifað. En til þess að gefa orðum sínum enn
meiri áherslu hvetur hinn umræddi greinarhöfundur
konur til að segja börnum sínum, að heimilisstörfin séu
„skítverk“, en þó séu þau skárri, ef þau eru unnin af
manni og konu í sameiningu. Það er fullkomlega rétt,
að öll störf cru auðunnari, ef fleiri en einn hjálpast að,
og vissulega er það ávinningur hverju heimili og húsi,
að bóndinn taki þátt í starfi konunnar, eins og ef hún
fylgist af áhuga með störfum hans. En það réttlætir
ekki þann dóm, að heimilisstörfin séu skítverk. Að vísu
eru ekki öll heimilisverk þrifaverk, það er t. d. ekkert
þrifaverk að hreinsa til, en þar sem orðið skítverk er
ætíð haft í niðrunarskyni um eitthvert starf, þar sem
óhreinindi geta fallið á þann er þau vinnur, þá er það
fjarri sanni að lítilsvirða það fyrir þá sök eina. Og það
virðist ganga glæpi næst að innræta það börnunum,
þeirri kynslóð, sem á að taka við og halda við þróun
samfélagsins, að þessi og hin störf séu skítverk. I um-
mælum greinarhöfundar kernur fram dýpri mannfyrir-
litning en ég minnist að hafa séð annars staðar. Og vér
stöndum þarna frammi fyrir einni þeirra meinsemda í
þjóðfélagi nútímans, sem er tekin að grafa um sig víða
um lönd, en það er lítilsvirðing á vinnu og erfiði, og
að staðfesta með því djúp á milli þegna þjóðfélagsins,
eftir því hvort þeir þurfa að þvo sér að loknu starfi,
eða geti gcngið að því hreinir og gljásmurðir.
Þótt svo vilji til, að eitthvert starf, hvort heldur heim-
ilisstarf eða annað, sé óþrifalegt, fer því fjarri, að það
sé lítilmótlegt fyrir þá sök eina. Starf götusóparans og
sóthreinsunarmannsins eru flestum störfum óþrifalegri,
en eru þau lítilmótleg fyrir þá sök? Vér höfum oftsinnis
heyrt fregnir af, hvað gerst hefir í stórborgunum, ef
sorphreinsunarmenn hafa lagt niður störf sín, og hver
vá hefir orðið fyrir dyrum af þeirn sökum. Og ég spyr:
Hafa menn fundið eins til þess þó að borgarstjórinn eða
jafnvel ráðherrann hyrfi frá störfum nokkra daga? Eg
held satt að segja, að enginn hafi fundið til þess, og ekki
mundi sú vinnustöðvun hafa í för með sér drepsótt,
eins og hætt er við að gerðist, ef sorphreinsunin er látin
114 Heima er bezt