Heima er bezt - 01.04.1975, Page 3
NUMER4
APRÍL 1975
25. ARGANGUR
®7>te7f
ÞJÓÐLEGT HEIMILISRIT
I.MAMAWAV.V.V.V.V.1
Efnisyfirlit
Bls.
Höfuðstafurinn er kærleikur PÁLL H. JÓNSSON 116
Islenzk fræði á krossgötum Einar Pálsson 122
Haus (ljóð) Bjarni Jónsson 127
Brautryðjendur islenzkrar sundmenntar (6. hl.) Guðlaugur Jónsson 128
Landnemalíf og veiðiferðir (5. hluti) Guðjón R. Sigurðsson 132
Unga fólkið — 136
Leyfist kettinum að líta á kónginn Eiríkur Eiríksson 136
Dægurlagaþátturinn Eiríkur Eiríksson 138
Laundóttirin (5. hluti) Páll Ásgrímsson 140
Bókahillan Steindór Steindórsson 146
Gulleyjan (myndasaga) R. L. Stevenson 148
Eru heimilisstörfin lítilmótleg? bls. 114 — Leiðrétting bls. 131 — Bréfaskipti bls. 131, 145 —
Áskriftarseðill bls. 148.
Forsiðumynd: Séra Friðrik A. Friðriksson . (Ljósm.: Óli Páll, Húsavík).
HEIMA ER BEZT • Stofnað árið 1951 • Kemur út mánaðarlega • Áskriftargjald kr. 1000,00 • Gjalddagi 1. apríl • í Ameríku $9.00
Verð í lausasölu kr. 150.00 heftið • Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar • Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 558, sími 22500, Akureyri
Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson • Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum • Prentvcrk Odds Björnssonar hf., Akureyri
liggja niðri um nokkurra daga skeið. Enginn vill gera
lítið úr störfum þessara tilnefndu fyrirmanna, en stað-
reyndin talar sínu máli, að óþrifalegu verkin mega ekki
fremur vera vanrækt en hin fínu og fáguðu. Hvor
tveggja störfin eru þjóðfélaginu nauðsyn. Og ekkert
starf sem unnið er af dyggð er lítilmótlegt, enda þótt
menn gangi ekki frá því með hreinar hendur né flíkur.
Vinnan er besta gjöf mannsins, og hver sem vinnur
heiðarlegt og nauðsynlegt starf á virðingu skilið. Lítils-
virðing á starfinu er bæði ógæfa þess, sem það vinnur —
og þjóðfélagsins alls. Sú lítilsvirðing er undirstaða sundr-
ungar og fjandskapar. Og ef meta skal störfin, er víst,
að heimilistörf húsfreyjunnar hljóta að teljast ein mikil-
vægustu störfin, sem unnin eru í þjóðfélaginu. Þau
eiga öðrum fremur að móta framtíðina, — og farsæl
heimili skapa farsælt þjóðfélag. St. Std.
Heima er bezt 115