Heima er bezt - 01.04.1975, Síða 4

Heima er bezt - 01.04.1975, Síða 4
PÁLL H. JÓNSSON: Höfuðstafurinn er kærleikur ' Á, halló, þetta er hann. . . . Sæll og blessaður. . . . Hvað segirðu!? Nú heyri ég ekki. . . Skrifa hvað? ... Um séra Friðrik? Það get ég ekki..........Jú, auðvitað geturðu birt af honum flannastóra mynd, og sú mynd yrði mikil forsíðuprýði. Og um hann gæti slyngur maður skrifað stóra bók og átt þó flest ósagt. En svona grein............Já, en sjáðu til. Hann á ekki einu sinni kú. Ef hann ætti kú, væri hægt að segja hvað kýrin mjólkaði rnikið, hvað hann græddi árlega á kúnni og hvað blessuð litlu börnin, sem þömbuðu mjóikina, yrðu falleg og feit. Sama gildir ætti hann hlut í togara. Þá segði maður hvílíkt fár togarinn veiddi og hverjum reiðinnar ósköpum séra Friðrik tapaði árlega á rekstri hans. Þá væri ekki vandi að skrifa. . . . Eg skil það. En að skrifa grein um einn sinn kærasta vin, þá klúðrar mað- ur allt. Og svo skal ég segja þér eitt. Fyrir fjölda ára — ekki mikiu síðar en séra Friðrik kom til Húsavíkur — sagði gáfuð kona sem nú er löngu dáin, er mönnum hafði orðið tíðrætt um séra Friðrik: „Ó, þetta er ein- tóm sál!“ Sannleikurinn er sá, að slíkur maður sem hann! verður ekki skrifaður á blað. . . . Jú, ég man hvernig hann hefur handleikið grjót og hlaðið í stétt og kant. Auðvitað gerði hann það með höndunum. . . . Já og fleira. Ég veit svosem að ég get ekki neitað þér. Ég skal reyna. Fyrir meira en fjörutíu árum. Sólskin og sunnan blær. Himinninn blár og tjörnin á Laugum líka blá. Birkiilm lagði frá hríslunum á bakka hennar. Það var héraðshátíð á staðnum og fjöldi fólks reikaði um hvamminn sunn- an Héraðsskólans. Ég stóð á vegarbrúninni og virti fyrir mér þessa hugljúfu hátíðamynd. Heita mátti að ég þekkti þarna hvert andlit. En skyndilega varð mér litið á mann, sem ég hafði ekki séð áður. Hann leiddi við hönd sér ungan dreng, virtist önnum kafinn og þó var sem tíminn stæði kyrr um- hverfis hann. Hann heilsaði á báðar hendur, átti við menn orðaskipti, skyggndist eftir svipmóti og ef til vill svolítið dýpra. Af andliti og fasi hans sjálfs stafaði lífs- orku, lífsgleði og vakandi, rannsakandi áhuga á fólkinu umhverfis hann. Hann braut niður múrinn sem skilur á milli óþekkts aðkomumanns og hinna, sem fyrir eru. Erindi hans virtist fljótt á litið það eitt að vera á meðal hátíðagestanna og einn af þeim, án þess að af honum hyrfi agnar ögn af hans eigin persónuleika. En einhvers staðar í undirmeðvitund minni tóku að bærast orð, sem ég átti að muna, uns þeim skaut upp á yfirborðið. Skipun, gefin á mikilli alvörustund: farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum. Skömmu síðar var komin að hlið mannsins kona, sem ég hafði ekki heldur séð fyrr, ásamt ungum börnum. Við hlið mannsins stækkaði konan myndina, skýrði hana, líkt og þegar ljósmyndavél er stillt á enn betri fókus. Og nýjum orðum og setningum skaut upp í huga mínum: Þar sem þú ert er einnig ég. Þín þjóð er mín þjóð. Hvert sem þú ferð fylgi ég þér. Þetta gátu engin önnur verið en séra Friðrik A. Frið- riksson og kona hans, frú Gertrud Friðriksson, nýkom- in til Húsavíkur. Þessari litríku, áhrifamiklu mynd hefi ég aldrei gleymt. Hún er mér ekki aðeins minning um fyrsta fund minn við þessi hjón, sem ég átti eftir að tengjast traustum vináttuböndum, heldur einnig táknræn um líf þeirra og störf, svo sem þau hafa komið mér fyrir sjónir. Séra Friðrik A. Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. júní 1896. Foreldrar hans voru Friðrik Ólafsson, ætt- aður úr Borgarfirði syðra, og kona hans, Ketilríður Friðgeirsdóttir, Húnvetningur að ætt og uppruna. Bróð- ursonur séra Friðriks er hinn heimskunni stórmeistari í skák, Friðrik Ólafsson. Foreldrar Friðriks A. Friðrikssonar slitu samvistum. Þá var Friðrik átta ára. Móðir hans, Ketilríður, fluttist með barnahóp sinn vestur á Snæfellsnes, fyrst í Staðar- sveit, síðan til Ólafsvíkur. Þar vestra ólst hann upp til sautján ára aldurs. Ketilríður, móðir hans, var að sögn viljasterk og gáfuð kona. Frá þremur æskuvinum sínum í Ólafsvík hefur séra Friðrik sagt mér sérstaklega. Einn var Kristinn Guð- brandsson, Breiðfirðingur að ætt. Hann var ungur drengur svo langt á undan sínum jafnöldrum í öllu því er laut að náttúrufræði, einkum plöntum og steinum, að 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.