Heima er bezt - 01.04.1975, Page 8
Prófastshjónin, börn, tengdabörn og barnabörn. A myndina vantar þrjú yngstu barnabörnin.
ekki verið ólíklegt að Húsvíkingar ættu hann allan. Svo
var þó ekki. Hann varð brátt sameign fólksins í hinurn
dreifðu byggðum héraðsins og Húsvíkinga. Þeir undu
slíkri sameign vei og þökk sé þeim fyrir það.
Þetta kom ekki aðeins til af því að séra Friðrik var
prófastur alls héraðsins og hversu störf hans önnur
náðu til þess. Orsökin var fyrst og fremst sú, hvílíkur
maður hann er. Það halda honum engin bönd. Hann
finnur sér systur og bræður svo vítt sem hugur hans nær.
Hann á sér engan óvin. Allir sem þekkja hann vel, eru
vinir hans.
Sú mynd sem flestir munu eiga af honum, er mynd
hins glaða og reifa manns, sem er önnum kafinn hverja
stund. Hann mundi af mörgum vera nefndur „hrókur
aiis fagnaðar“. Og það er hann. En vinir hans sem
þekkja hann best vita, að þótt bylgjur lífsgleði og fagn-
aðar Iyfti sál hans hátt, hverfur hún líka niður í öldudal
mikilla þjáninga. Hjarta hans grætur yfir hörmungum
og sjáifsskaparvíti hrjáðra mannsins barna. Oft hefur
honum fundist árangur vilja síns og verka hafa verið
sáralítill. Vonbrigði hafa valdið honum beiskju. Hvernig
mátti annað vera um mann svo örlátan á góðvild og
kærleika til allra. Svo trúaðan á allt það sem er af hinu
góða og með sterkan vilja til þess að rækta rósagarð
lífsins.
Mér var eitt sinn sögð saga af þekktum skólastjóra
dönskum. Er hann var orðinn roskinn maður og hættur
störfum naut hann heimsóknar fyrrverandi nemanda
síns. Sá hinn sami vitnaði til kennslustundar fyrir mörg-
um árum og einhvers þess er skólastjórinn þá hafði sagt
og nemandanum orðið leiðarstjarna um langa ævi. Hin-
um aldna skólastjóra varð þá að orði: Svona er það,
maður veit aldrei hvenær maður sáir frækorni sem
ávöxt ber.
Hvorki séra Friðrik né nokkur annar, veit tölu þeirra
fræja er hann hefur sáð og ávöxt hafa borið. Megi það
verða honum hugsvölun rosknum manni. Og þótt myrk-
ur vonbrigða og beiskju hafi á stundum sest að sál hans,
hefur hin blessaða sól lífsins, kærleikans og gleðinnar
lýst upp myrkrið og gert honum gott að lifa á ný.
Þegar séra Friðrik hætti prestsþjónustu á Húsavík,
mun hann ekki hafa ætlað sér að taka þann þráð upp
að nýju. Það fór þó á annan veg. Skömmu síðar var
hann settur prestur í Hálsprestakalli í S.-Þingeyjarsýslu.
Það fór sem oft fyrr: þar sem þörf var þjónustu komu
prestshjónin frá Vesturheimi og Húsavík til hjálpar.
Prestakallið var fámennt. Prestssetrið í þjóðbraut. Til
annarrar handar var einn fegursti skógur Iandsins, til
hinnar, moldrok og uppblástur. Á heimilinu var ýmist
fullt hús gesta eða það var innilokað mörgum vikum
saman vegna fannkyngis og ófærðar. Oft varð það
skyndilega sæluhús hrakinna ferðamanna. Það kom í ljós
að þetta hentaði prestshjónunum ágæta vel.
Upphaflega mun ætlunin hafa verið sú, að þau yrðu á
Hálsi skamma hríð. Árin urðu átta og hálft. Söfnuðurnir
máttu ekki missa þau. Þau undu sér vel.
120 Heima er bezt