Heima er bezt - 01.04.1975, Side 10
EINAR PALSSON:
krosspötum
Útvarpserindi, flutt 31. janúar 1975.
‘ haust lézt í reykjavík Sigurður Nordal, mikil-
menni, sem hafði meiri áhrif á rannsókn íslenzkra
fræða en nokkur annar maður meðan hans naut við.
Með fráfalli Sigurðar voru þáttaskil mörkuð í bók-
menntarannsóknum Háskóla Islands. Þau vísindi sem
íslendingum ber að rækja af mestri ósérhlífni og dirfsku
standa nú á vegamótum, menn tvístíga og reyna að
skynja stöðu hinnar svonefndu „norrænu“ í umróti tím-
ans.
Nokkur umsvif urðu við háskólann áður en Nordal
gekk á fund skapara síns. Ekki voru það ný viðhorf til
fræðanna sem einkenndu umsvif þessi, heldur sómi
stofnunarinnar. Háskólar eiga, sem kunnugt er, fjaðrir
í fórum sínum, sem þykja fagrar. Nefnast þær doktors-
gráður. Ákveðið var að sæma nokkra menn slíku skrauti,
þar á meðal Nordal. En laun heimsins eru stundum eins
og viðbrögð við jólapökkum, svo var að heyra á hinum
áttræða unglingi, að ekki hefði orðið heimsbrestur að
fjöðrinni. Nordal þótti kveðjan síðbúin og hafði orð
á því, að djásn háskólans væru lítt notuð til skynsam-
lcgra hluta.
Síðar uppgötvaði háskólinn Halldór Laxness. Fjöl-
mörg ár voru liðin síðan Laxness áskotnuðust Nóbels-
verðlaun, ákjósanlegt að tengja nafn slíks manns háskól-
anum. Skáldið rak upp stór augu: „Fyrsta skiptið sem
fundum mínum og háskólans ber saman“ sagði hann.
Heimspekideild og Háskóli íslands „sæma Halidór Lax-
ness hæstum heiðri í íslenzkum fræðum; titlinum doktor
litterarum Islandicarum honoris causa“ sagði svonefnd-
ur „forseti“ heimspekideildar. Minna mátti ekki gagn
gera, þetta var eins og í sögu eftir H. C. Andersen:
Vér einir veitum þá viðurkenningu sem blífur. Skáldið
leit yfir þá menn, hvers sómi gerði hann að góðum rit-
höfundi, og sagði síðan: „Nefndu nafnið mitt, ef þér ligg-
ur lítið við“ (Mbl 25. apr. 72). Og ýmsum fannst þetta
harla gott, hvílíkir leggir og hvílíkar skeljar að auka
alin við Halldór Laxness sjötugan. Það hvarflaði að vísu
að einhverjum, að Laxness hefði verið meiri akkur í
stuðningi háskólans, meðan hann var aðeins Kiljan,
yngri maður í baráttusveit sem átti undir högg að sækja.
En, eins og við vitum, er það tryggara að heyra hvað
aðrir segja fyrst. Maður flanar ekki að neinu á meðan.
Sumum hefur þó e .t. v. fundizt heiðursveiting þessi
eins og saga eftir Miinchausen barón, þegar eftirfarandi
upplýsingar um tilurð hennar birtust í Morgunblaðinu
12. apríl 1972 eftir Hrein Benediktsson, einn virtasta
prófessor og doktor heimspekideildar:
„Þetta er . . . í fyrsta sinn í rúmlega 60 ára sögu Há-
skóla íslands, að doktorsnafnbót er veitt í heiðursskyni,
án þess að fyrir liggi ótvíræð, fullgild samþykkt fyrir
þeirri veitingu. í þess stað er kjörið látið fara fram sem
eins konar laumuspil, en jafnframt skýrt tekið fram, að
í nafnbótinni felist ekki sá sérstaki heiður viðtakanda
tii handa, sem hafður var í huga, þegar bent var á leið-
ina til að veita hana nú.“
Skyldi skáldinu ekki hafa þótt þetta stórfenglegt: Vér
veitum þér að vísu þessa nafnbót, en tökum skýrt fram,
að í nafnbótinni felst ekki sá sérstaki heiður þér til
handa sem hafður var í huga.
Einhver hefur klórað sér.
Og enn kvað hann. Erlendir fræðimenn fengu fjaðrir
í hattinn sinn, útlendingar máttu vita, að þeir sem hér
hefðu atvinnu við háskóla þekktu umheiminn. Síðasthðið
vor fengu svo enn tveir ágætustu rithöfundar íslenzku
þjóðarinnar deildan verð af hlaðborði vísindanna, Gunn-
ar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson. Ekki er vitað
hvort þar var um „laumuspil“ að ræða, eða hvort þeim
félögum var bent á, að í nafnbótinni fælist ekki sá sér-
staki heiður, sem þeir héldu, en tekið var fram, að krás-
unum væri úthlutað í tilefni af 85 ára afmæli beggja.
Enn hafa nú tveir þegið sömu mola af sömu borðum,
Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason. Tilefnið er
75 ára afmæli þeirra félaga. Rækilega er þannig undir-
strikað af háskólans hálfu hverjir verðleikar fylgja
fjöðrunum: stimpill skal settur aftan á mætustu menn
þjóðarinnar um það leyti sem þeir hætta alvarlegum
störfum í lífinu, væntanlega í þeirri von, að Sánkti
Pétur dáist að skrautinu, jafnframt því sem hann athug-
ar mark sauðanna við hhðið: Stýft og gagnbitað vinstra,
hangfjöður framan hægra, veskú, fræðadilkurinn er op-
122 Heima er bezt