Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 12
nýjar lausnir, er engin vísindastofnun. Hún verður ein allsherjar grjóthleðsla utan um fordóma undangenginna áratuga. Einkum og sér í lagi á þetta við, þegar sjálfri hug- myndafræðinni er bylt. Þar sem bent er á ný hugtök, nýjar skilgreiningar, nýjar rannsóknarleiðir, liggur í augum uppi, að eldri fræðimenn þurfa að sýna opinn hug til að skilja röksemdafærsluna. Grundvöllur fyrri skoðana er skekinn, öllu varðar, að vísindin hafi fast undir fótum. í því tilviki sem hér um ræðir beitir H. í. þeirri aðferð að banna þeim sem setur fram nýjar skil- greiningar á nýjum og óvæntum grundvelli að skýra mál sitt við háskólann. Þótt bæði sé um að ræða nýjar hugmyndir og ný hugtök skal hvorutveggja lokað, augum og eyrum. Já, nú er Sigurður Nordal látinn, skært ljós horfið af himni íslenzkrar menningar. Vitmaðurinn er orðinn hluti af hverjum Islendingi, saga hans saga bókmennta- rannsókna á 20. öld. Meginkenningar Nordals voru miðaðar við tilteknar spurningar sem áttu sér hlutverk fyrir hálfri öld. Hver einstaklingur er barn síns tíma, ekki sízt fræðimenn, jafnvel þeir sem fram úr skara. Hvernig sem kenningum Nordals reiðir af er eitt hafið yfir efa og tímaskeið: hann átti sér hugsjón. Þá hugsjón, að íslenzkar menntir yrðu aldrei frá íslenzkum almenn- ingi skildar. Segja má, að virk þátttaka almennings í rannsókn íslenzkrar menningar hafi verið meginstef lífs hans, það stef sem gaf lífi hans tilgang og inntak. Rann- sókn íslenzkrar menningar mátti aldrei verða einokun ákveðins þröngs hóps með yfirborðskenndar mennta- gráður, að skoðun Nordals. Háskólinn skyldi opinn Islendingum, þar skyldu torleystustu efni reifuð undan- bragðalaust af lærðum sem leikum. Þetta var og hugsjón Björns M. Ólsen og annarra þeirra sem stofnuðu H. í. af fátækt sinni 1911. En fátæktin var aðeins jarðnesk. Þessir menn voru auðugir af öðru — já, vafalaust nefna ýmsir það barnaskap. Raunar rekur Nordal sjálfur í Völuspá sinni, hvers vegna nauðsyn beri til að fræðin séu ekki einokuð. í einhverri eftirminnilegustu stunu íslenzkra bókmennta segir hann, að „norræn fræði hafi dregið að sér helzti fáa afburðamenn, en það hefur aftur gert þau lítilsigldari en vera þurfti“ (Vspá s. 2). Ja, tarna var nú meira andvarpið. Skýringum norrænu- manna „er sett of lágt takmark“, segir Nordal (ss). Sú gjá, sem aldrei mátti halda áfram að breikka — að hans viti — var „gjáin milli vísindalegra rannsókna og al- mennrar menntunar“ (s+s 31). Men det var dengang, eins og Danskurinn sagði. Skrýtið er að sjá, að þeir menn sem nú berjast hvað hetjulegastri baráttu fyrir virðingu í stað hugsunar, lofa Nordal nú hástöfum fyrir ný viðhorf og nýtt frum- kvæði í æsku. Svo er að sjá sem rökræður hafi verið öllu heppilegri í fyrri heimsstyrjöld heldur en þjóðhátíðar- árið 1974. Huganum verður reikað til Heisenbergs. Þegar vér skoðum sögu vísindarannsókna, segir eðlisfræðingurinn, sjáum vér, að vér virðumst hafa mjög lítið frjálsræði í vali úrlausnarefna. Vísindamenn eru fast tengdir sögu- legri erfð sinni, og verkefnaval þeirra einatt bundið lausn þeirrar gátu sem maðurinn á undan glímdi við. Sá sem á eftir kemur spyr óvart sömu spurningar og sá á undan. Og sá sem dæmir, dæmir út frá þeirri spurningu sem hann þekkir, af því hann skilur ekki nýja spumingu, gerir sér þess e. t. v. enga grein, að spurningin sem hann gnauðaði við allt sitt líf, var skökk. Verkefni há- skólanna eru m. ö. o. yfirleitt valin af eldri mönnum, brautin því oft vörðuð af fordómum áratuganna á undan. Hvað gerir þá fólkið með gáfurnar? spyr Heis- enberg. Hann svarar: Það hrekkur ósjálfrátt í burtu undan fræðigreinum sem ekki virðast bera í sér nein ný markmið, nein fersk og torleyst verkefni. Það sem gerist, þegar reynt er að hefta frjálsa hugsun, er, að yngri mönnum er bannað að spyrja spurninga, sem þeim eldri hafði yfirsézt. Gaman er að lesa frásögur Heisenbergs af mikilmenn- um vísindanna. Þótt einn skildi ekki hugmyndir annars, datt engum þeirra í hug að varna öðrum máls. Ein- stein varð til dæmis mikill vinur Max Boms, þótt hann yrði aldrei sammála honum um tilteknar kenningar. Því ólíkari sem niðurstöður þessara mikilmenna voru, þeim mun meiri eggjan og skemmtan höfðu þeir af fræðum sínum. Hér við heimspekideildina sýnist þessu öfugt farið: sá sem leitar nýrra skilgreininga á nýjum grund- velli, sem öðrum kemur á óvart, virðist sjálfur Óvinur- inn með stórum staf. Það er eins og krossa þurfi húsið í bak og fyrir til að hreinsa heimspekideild af slíkum óþrifnaði. Lítum svo á atferli mikilmennanna: allir sem einn óskuðu þeir hinum — ekki sízt þeim sem þeir voru á öndverðum meiði við — frjálsræðis og vinnuaðstöðu. Að kæfa nýjar lausnir bara vegna þess að þeir væru þeim ekki sammála, var óhugsandi glæpur. Virðingar- þráin var hins vegar ekki meiri en svo, að Einstein gleymdi að raka sig og geklt á sokkaleistunum. Vart hefði slíkur fengið að óhreinka ganginn hér við Hring- brautina. Sigurður Nordal velti eitt sinn fyrir sér vísinda- mennsku þeirra sem fást við rannsókn fornmenningar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að hæpið væri að nefna sagnfræðina „vísindi“. Hver „sagnfræðingur“ túlkaði grein sína samkvæmt eigin viðhorfi. Við þetta má bæta, að jafnvel sveitadrengir úr Húna- þingi skilja sagnfræðina eigin skilningi tempraðan lær- dómsstefnum síns tíma. Svofer og Reykvíkingum nútím- ans. Því verða rökræður aldrei úreltar. Sigurður Nordal var mikill hugsuður. En valdi hann sér þau úrlausnarefni, sem miðaldafræðingum nútímans þykja mestu varða? Engum er léð að spyrja allra spurn- inga. Þær spurningar sem blöstu við Aristotelesi voru ekki spurningar Newtons. Og spurningar Newtons voru ekki spurningar Einsteins. Þeir menn sem spurðu mikil- vægustu spurninga menningarfræðinnar á 19. öld — sem flest er nú á byggt — höfðu ekki háskólagráður. Félagar þeirra við heimspekideildir höfðu ekki sett stafi aftan 124 Heima er be-zt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.