Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 13
við nöfn þeirra fyrir skólapiltaritgerðir. Christian Jiirg- ensen Thomsen, sá sem lagði grundvöllinn að fornleifa- fræði heimsins, var kaupmaður. Meira að segja Jens Jakob Asmussen Worsaae og Sophus Möller, skörpustu heilar danskrar fornleifafræði, urðu að berjast ævilangri baráttu gegn kulda og andúð Kaupmannahafnarháskóla. Það bjargaði þeim undan norrænumönnum síns tíma, að stjórn og þing skárust í leikinn. Stjórnmálamenn skópu þeim vinnuaðstöðu. Kaupmannahafnarháskóla tókst ekki að koma í veg fyrir að þessir menn störfuðu. Því bera Danir enn ægishjálm yfir aðra í fornleifafræði. Edward Tylor sem lagði grundvöllinn að gjörvallri vísindalegri menningarfræði nútímans, var vísað frá há- skóla vegna trúarskoðana, hann fékk ekki einu sinni leyfi til að nema við stofnanir virðuleikans. Slíkur er sá stakkur sem menn héldu háskóla nútímans vaxna upp úr. Sigurði Nordal auðnaðist að brjóta nýja leið hérlendis. Menn spýttu ekki á hann, menn vörnuðu honum ekki máls. Leið Sigurðar var auðskilin almenningi og höfð- aði til skáldæðar Islendinga. Þótt slík auðna hafi fylgt Sigurði, hygg ég, að vinsældir hans og greiðfærni brautarinnar eigi eftir að verða arfi hans harðastur steinn. Brautin var of auðgengin, Sigurður lagði á stíg sem hann gekk ekki til enda. Ljós Sigurðar var alla tíð geisli fagurkerans, sem dreymdi skáldadrauma og sá forna ritlist í hillingum. Klungur fræðimennskunnar var svo skelfing fjarri skapferli hans. Hví var steinninn svo harður? munu menn spyrja eftir hundrað ár. Og eðlisfræðingurinn þýzki á svar. „Hvaða hugmyndir eru viðteknar?“ spyr hann. Og hann svarar: „Reynslan kennir oss, að það eru yfirleitt ekki sam- kvæmni eða skírleikur hugmynda sem gerir það að verk- um, að þær eru viðurkenndar, heldur vonin um það, að maður geti sjálfur tekið þátt í að vinna úr þeim og sanna þær.“ (trs 50). Hin hlýja skáldæð Nordals sló í takt við hjarta margs búandsveinsins með skáldadrauma. Skyndilega uppgötvuðu skáldhneigðir menn, að þarna mundu þeir geta lagt eitthvað af mörkum til úrvinnslu og sannana. Til slíks þurfti ekki þekkingu á miðalda- fræðum heldur skáldlegt innsæi og hugarflug nútíma- manns. Því tóku allir að spyrja sömu spurninga og Nor- dal. Líti menn á afrakstur svonefndrar „bókmennta- gagnrýni“ íslenzkra fornrita, virðist sem enn jórtri hundruð sauðfjár kjörgras Nordals frá aldamótunum. Skáldadraumar Sigurðar Nordal leiddu hann af braut miðaldarannsókna. Ahugi Sigurðar á ritlist skóp honum þau örlög að leiða hjá sér rannsókn manns og menn- ingar í líki þeirra vísindagreina sem nú hafa blómgazt í heiia öld. Einkennileg þversögn þess spekings sem unni rannsókn manns og menningar öðru fremur. Vísinda- maðurinn rakst á skáldið, einatt varð af mótinu fágæt- lega djúpur sær hugmynda sem lauga mun Islendinga um langa hríð. En spurningar ýmsar gieymdust á strönd- inni. „Vanda, vanda, gættu þinna handa“ — eða eitt- hvað í þá veru — stóð á fjöl þeirri sem Sigurður reit á í rúminu. Ritlistin sýnist hafa verið honum æðst mark. Mér hefur oft orðið hugsað til þessara orða, eða hvort mikilmenni kynnu stundum í snilld handa sinna að gæta síður fótanna. „Langsamlega mikilvægasta skilyrði fyrir framsókn í vísindum er, að fordómum og fyrirfram viðteknum skoðunum sé rutt úr vegi“, segir Heisenberg. Einhverj- um fáráðanum hlýtur þá að verða spurn: Hvernig verður slíkt gert með því að varna mönnum máls við háskóla? „Það eru hin venjubundnu hugtök sem móta hugar- starf vort um vandamálin og ákvarða spurningarnar sem vér spyrjum“, segir Heisenberg (s. 54). Það er þetta sem gerir þjóð svo varnarlausa, þegar spurt er spurninga, sem aldrei hafa verið fyrir hana lagðar. Þegar sá sem hér talar spurði einfaldra miðalda- spurninga í riti árið 1969 stóð fjöldi manna og starði. Enginn hafði sagt íslendingum að slíkra spurninga væri að vænta, enginn hafði bent á hugmyndafræði forn- aldar og miðalda. Og, eins og háskóhnn hefur nú ræki- lega staðfest með tveim formlegum og skriflegum synj- unum með sex ára millibili — 1968 og 1974 — þykir heppilegast við háskólann að harðbanna fyrirlestra þar sem hin nýju viðhorf eru rökrædd. Að gera sér ljóst, að þær spurningar sem menn eru vanir að spyrja, eru í rauninni lítils sem einskis virði, og að allt annarra spurninga er þörf — er örðugt verkefni. En sú þraut liggur nú fyrir þessari frábæru menntastofnun. Islendingar eru orðnir svo vanir virðuleikasvip í stað óviðeigandi hnýsni í fornrit, að þeir gera sér þess vart nokkra grein hversu göfugmannlegt ástandið er orðið. Með alvöruþunga halda rækilega merktir fræða- þulir heimspekideildar fram skoðunum, sem ættu betur heima hjá Lísu í Undralandi en í prósaiskum heimi nútímamennta. Þannig þykir enn góð latína að kveða goðaveldið íslenzka óháð evrópskri hugmyndafræði, og heiðin trúarbrögð landnámsmanna háifvitaháttinn ein- beran. Þá þykja hugdettur fyrstu áratuga þessarar ald- ar um eðli íslendingasagna svo máttugar að eðli, að rnóðir jörð má vara sig. Sjálfsagt er talið að ræða Grettlu og Njálu sem sagnfræðilegar skáldsögur í 19. aldar stíl án þess alvarleg tilraun sé gerð til að rannsaka hvort rit þessi kynnu ekki að hlíta rithefð síns tíma- skeiðs. I stað leitar að nýjum leiðum virðist trú á við- teknar skoðanir deildarinnar nú orðin sáluhjálparatriði. Enda auðvelt að viðhalda trú þar sem nýjar spurningar eru tabú. Ef til vill var það ritsnilld Nordals, mannvit hans og þroski, sem olli þessu ástandi, þótt einkennilegt megi virðast. „Fyrst hann segir þetta, hver er ég að mót- mæla því?“ hefur víst hver spurt sjálfan sig. Menn vörpuðu sér að fótum meistarans eins og vitringarnir að jötu barnsins í Betlehem. Með öfugu formerki þó: það var vitringurinn sem lá í jötunni, börnin, sem trítluðu umhverfis. Víst átti mannvinurinn lofið skilið. En verkefni fræði- Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.