Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1975, Blaðsíða 14
manna var ekki að vegsama skáld. Verkefnið var að skilgreina efnivið. Þar brast þekjan. Hugsanlega telja þeir sem nú vernda sóma heimspeki- deiidar hve frækilegast, að þau miðaldafræði sem sækja að norrænunni þarfnist ekki svars. Ef svo er, byggist ætlunin vafalítið á spurningum eldri manna, sem glímdu við aðrar gátur. „Pýramídaspámaður“ æpa þeir, þegar einföldustu hugmyndir kaþólskra miðalda ber á góma, og snúa sér upp í horn. Þeir eru nefnilega í „norrænum“ fræðum. Ljóðurinn er aðeins sá, að íslendingasögurnar svokölluðu urðu til undir ægishjálmi kaþólskra mið- aldafræða. Því neyðumst vér til að rannsaka hugar- heim þess skeiðs, hvort sem vér trúum á Lúther eða Karl Marx. Oft er vitnað til Galileós þegar fáránleika háskóla ber á góma. Galileó sá í sjónauka sínum tungl sem snerust um Júpiter. Hann skýrði frá þessu og háskólarnir hædd- ust að honum. Galileó hugðist sanna mál sitt á einfaldan hátt: Gjörið svo vel, herrar mínir, ykkur er velkomið að horfa sjálfir í sjónaukann og sannfærast. Þar með hugði Galileó að hann hefði lagt fram óhrekjandi rök En hann reiknaði ekki með heimspekideildarmönnum síns tíma. Þeir neituðu allir sem einn að horfa í sjón- aukann. Víða þar sem getið er um þröngsýni og ofstæki fræði- manna, er þessa atburðar minnzt. Má mikið vera, ef sagan hefur ekki oft verið sögð hér við háskólann. En er það ekki nákvæmlega þetta sem heimspekideild Há- skóla íslands gerir 1968 og 1974? Deildin neitar ein- faldlega að horfa í sjónaukann. Svo er að sjá sem heim- spekideildin hafi í einberu virðingarskyni við háskól- ann lýst sig stikk og stikk. Sjálfum verður mér einatt hugsað til Nordals þegar ég heyri uppnefnið Pýramídaspámaður. Trúmál brunnu á baki þessa leitandi manns, spámennskan var snar þáttur í eðli hans. Nordai byggði mikinn pýramída, fyrir hans tilstilli gera menn píiagrímsferðir í Arnasafn. En pýra- mídi ísienzkra bókmenntarannsókna fornrita á 20. öld er um eitt frábrugðinn pýramídanum mikla á Egypta- landi. Hann stendur á haus. Oll sú mikla yfirbygging „fornritakrufningar“ sem skyggir nú á svo mikið af frjósamri jörð, er reist á einum steini. Sá steinn var Sigurður Nordal. Völusteinn spurmnga sem áttu sér hlutverk fyrir áratugum. Og svörin uppurin. Þessa dagana gengur margur ágætismaðurinn fyrir landslýð og vegsamar Nordal: „Ég þekkti hann,“ segja þeir, „ég fékk að koma heim til hans, en hvað hann var mér góður.“ Já, mikið lifandis skelfingar undur var hann nú mikið valmenni. Þetta hijómar líkt og að rita minningargrein um Sókrates, rétt eins og orðabuna samferðamanna megni að auka við vatnsföll hins látna. Og menn taka upp í sig: einn segir, að Nordal hafi gert þær rannsóknir á íslenzkri fornmenningu, að ekki verði lengra náð. Þar var tvíbeitt orðaiag. Nordal ýtti að vísu úr vör, en lagði ekki í siglinguna. íslenzk menning hans varð för sem aldrei var farin, og enginn sagði betur frá henni. Enn vitum vér ekki, hvort Nordal sigldi að baki skerja. Prófessor í heimspekideild segir í minningargrein, að þess sé „enginn kostur í stuttri blaðagrein að lýsa svo mikið sem megineinkennunum á rannsókna- og fræða- stefnu Sigurðar NordaI.“ (Þjóðv. 27. 9. 74, s. 5). Kynd- ug játning það. Auðvelt væri fyrir glöggan mann að skilgreina megineinkenni á rannsókna- og fræðastefnu Nordals í stuttri blaðagrein. En til þess þarf þekkingu. Virðingarsprenging háskólans brýtur sér þarna enn einn farveginn, og minnir á það er Nordal var sæmdur dokt- orsnafnbót við heimspekideild fyrir nokkrum árum, og tekið fram, að ekki þyrfti að rökstyðja það. Þetta hijóm- ar líkt og skáld sem segir: Sólarlagið er svo fallegt, að ég get ekki lýst því. Fullyrðingin kann að vera rétt. En enginn verður skáld af því að geta ekki lýst því sem fyrir augun ber. Skáld verða menn einmitt fyrir að segja betur frá sólarlaginu en aðrir. A sama hátt verður enginn fræðimaður fyrir það eitt að geta ekki skýrt megindrætti í verki Sigurðar Nordal. Að ekki sé talað um hitt að hlaða hann lærdómstildri aldraðan án þess að gera grein fyrir tilefni. Þú, góði hlustandi, þarft ekki að lýsa sólarlaginu ef þú ert ekki skáld, og þér leyfist að standa vanmegna gagnvart því viðfangsefni að lýsa megindráttum í rannsóknarstefnu Nordals. En skáld verður aldrei skáld, og fræðimaður aldrei fræðimaður fyrir að forðast kröfur greinar sinnar. Þeir einir skarta fjöðrum sem takast á við verkefni. Það var ólán Sigurðar Nordal, að hann eignaðist aldrei verðugan andstæðing í fornum fræðum. Verkefni ann- arra norrænumanna var ekki að syngja jólasálma heldur að kryfja verk hans. Hefðu allir þeir sem nú kyrja hósí- anna gegnt því hlutverki sem vert var, hefði Nordal fengið að taka á kröftum sínum öllum. Sjálfur minnist Nordal þess með lotningu, að fóstri hans, síra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli, gerði öðrum meiri kröfur til hans að tiltölu við þroskastig og hafði lag á að láta hann taka á öllu sem hann átti til. Þessarar gæfu varð Nordal sjaldan aðnjótandi á sínum þroskaárum við há- skólann. Þótt þar yxu aðrar eikur, tókust þær ekki á um meginstefnur. Þess munu verk Nordals gjalda í framtíðinni — og Háskóli íslands á þessum tímamótum. Stunduxn velti ég því fyrir mér, hvort mikilmennið sem nú er horfið, verði í framtíðinni talinn hafa reynzt heppilegur íslenzkum fræðum. Spurningin varðar ekki hans eigið ágæti. Spurningin er um áhrif hans. Vegna spurninga Nordals virðast aðrir ekki hafa þorað að spyrja þeirra spurninga sem mestrar var þörf. Þeir röð- uðu sér flestir á garða hans. Bókmenntarannsóknin svo- kallaða höfðaði nefnilega ekki einungis til fegurðar- skyns manna með skáldadrauma, heldur og til hugleti margra. „Þetta eru bara bókmenntir", sú var næg skýr- ing á arfi íslendinga. Slík forsenda svipti brott nauðsyn alvarlcgra rannsókna á menningarleifð fornritanna. Töfr- ar Nordalsvoruslíkir,að einhvern tíma mun fræðimönn- um þykja sem gjörvöll kynslóð norrænumanna hafi gengið í björg með þjóðsögum snillingsins. Og nú sam- 126 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.