Heima er bezt - 01.04.1975, Page 17
hjónanna Magnúsar Jónssonar og Guðrúnar Jóns-
dóttur. Kona Páls var Guðný, fædd á Akureyri 15.
apríl 1864, dóttir hjónanna Friðbjörns Steinssonar
og Guðnýjar Jónsdóttur. (Manntal 1890, Prestsþjb.
Hrafnagils).
Jón Sigurðsson söðlasmiður, sem talinn var manna
sundfærastur við ísafjarðardjúp fyrir og um 1890,
var fæddur 3. janúar 1825 að Hrappsstöðum í Þor-
kelshólshreppi í Húnavatnssýslu, og þar ólst hann
upp hjá foreldrum sínum, Sigurði bónda Samsonar-
syni og konu hans Ingibjörgu Grímsdóttur. Árið
1844, eða þegar Jón var 19 ára, fór hann að heiman,
og er þá talinn hafa flust til Reykjavíkur. Sex árum
síðar, eða 1850, er hann talinn aftur heim kominn
að Hrappsstöðum frá Kaupmannahöfn, og má því
ætla, að erindi hans að heiman 1844 hafi verið að
fara utan og læra þar söðlasmíði. Þann 25. maí 1851
eignaðist Jón dóttur, Ingibjörgu Margréti með Guð-
rúnu Jónsdóttur á Hrappsstöðum, sem þá var tal-
in heitkona hans, en ekki varð af hjúskap þeirra.
Sama ár fór Jón vistferlum að Breiðabólstað á Skóg-
arströnd, og þar kvæntist hann Ragnhildi Ingi-
björgu, dóttur sóknarprestsins þar á staðnum, séra
Jóns Benediktssonar, er síðar og til æviloka var
þjónandi prestur á Rafnseyri. Árið 1853 gerðist Jón
bóndi á fæðingarbæ sínum, Hrappsstöðum, en ekki
hefur hann búið þar lengi, því 1860 er hann bóndi á
Valdarási í sama hreppi; síðar er hann talinn hafa
búið á Vesturhópshólum og jafnvel fleiri bæjum
norðanlands. Hann er talinn hafa flust vestur að
ísafjarðardjúpi 1871, og á ísafirði er hann 1880 og
á Arngerðareyri 1890. Að síðustu var hann, að sögn,
í Bolungarvík og dó þar 25. nóv. 1912. í bókinni
„Föðurtún", eftir Pál V. G. Kolka lækni segir svo:
„í Vesturhópshólum bjó um tíma Jón, sonur
lijónanna Sigurðar Samsonarsonar á Hrappsstöðum
og Ingibjargar Grímsdóttur á Þorkelshóli, Brands-
sonar. Jón lærði söðlasmíði erlendis á yngri árum.
Hann fluttist með fjölskyldu 1871 vestur að ísafjarð-
ardjúpi og dó þar háaldraður 1912. Meðal barna
hans voru Sigurður skólastjóri á Isafirði og Jónína
Guðrún, gift Bjarna Gíslasyni hreppstjóra í Ármúla.
Margt manna er komið af Jóni „söðla“, austan hafs
og vestan.“
Ekki er kunnugt hvenær né hvar Jón lærði sund,
enda ýmsir möguleikar til þeirra hluta, þegar hann
var á léttasta skeiði, en sennilegt sýnist þó, að hann
hafi lært listina erlendis. Ekki er ótrúlegt, að til
hans hafi verið leitað með að standa fyrir sundnám-
skeiðinu í Reykjanesi 1891, en hann ekki séð sér
fært að annast það, enda var hann þá orðinn hálf-
sjötugur að aldri.
Á sýslufundi ísafjarðarsýslu 3.-7. mars 1892 var
ákveðið, að sundkennsla færi fram í Reykjaneslaug,
eins og árið áður, og veitti sýslusjóður 200 kr. styrk
til þeirrar framkvæmdar. Jafnframt kaus eða út-
nefndi sýslunefndin þriggja manna framkvæmda-
nefnd í þessu sundmáli og áttu sæti í henni þeir,
Skúli Thoroddsen sýslumaður, séra Sigurður Stef-
ánsson í Vigur og Gunnar Halldórsson alþingis-
maður í Skálavík.
Skömmu síðar gaf þessi nefnd út prentaða aug-
lýsingu eða samskotalista til styrktar þessu máli.
Það skjal er einblöðungur og er til í Landsbóka-
safni. Eru þar fyrst ávarpsorð er lýsa tilgangi, og
síðan form fyrir nöfn gefenda og gjafa í krónum.
Þessi samskotalisti fer hér á eftir og hljóðar svo:
„Með því að það er bráðnauðsynlegt til þess að
framhald geti orðið á sundkennslunni í Reykjanesi,
að koma upp skýli handa námspiltum við sundstæð-
ið, þá leyfum vér undirritaðir oss að fara þess á leit
við íbúa ísafjarðarsýslu, að þeir vilji styrkja kennslu
þessa með frjálsum samskotum til að koma upp
húsi í Reykjanesi í þessum tilgangi. Eftir áætlun,
sem vér höfum fengið, munu 6—700 kr. nægilegt fé
til að koma upp húsi þessu, sem auðvitað yrði sýsl-
unnar eign.
Samskotum má koma til einhvers af oss undirrit-
uðum, er síðan mun gera grein fyrir þeim.
ísafirði, Vigur og Skálavík, í apríl 1892.
Skúli Thoroddsen, Sigurður Stefánsson,
Gunnar Halldórsson."
Nöfn og heimili gefenda | Kr. | a.
Blaðið Þjóðviljinn, 30. nóvember 1892, skýrir frá
því, að sundnámskeið hafi verið haldið í Reykja-
nesi á næstliðnu sumri í mánaðartíma. Kennari
hafði þá verið Bjami Ásgeirsson frá Arngerðareyri.
Ekki hafði þá enn tekist að koma upp hinu ráðgerða
skýli við laugina, en þess vænst, að af því gæti orðið
á næsta ári. Hvatningarorð Þjóðviljans árið áður til
þátttöku sýnist heldur ekki hafa borið tilætlaðan
árangur, því nú voru nemendur aðeins 5. Þessi afar-
litla þátttaka er skýrð í blaðinu með því, að veðr-
áttan hafi verið mjög köld, en líklega hafa fleiri
ástæður komið þar til greina.
LÍTIÐ EITT UM FRAMÆTT GESTS BJARNASONAR
efiir samantekt séra Jóns Guðnasonar:
„í Dalkoti á Vatnsnesi bjó árið 1703 ekkja að
nafni Ólöf Jónsdóttir, 51 árs (f. um 1652). Mun
Heima er bezt 129